Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 4
4
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991
Óháð vikublað
á Vestfjörðum.
Útgefandi: H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
© 94-4560. Ritstjórí:
Siguijón J. Sigurðsson
S 4277 & 985-25362
Abyrgðarmenn: Siguijón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson S 4101 & 985-31062.
Blaðamaður: Gísli Hjartarson © 3948.
Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3800 eintök.
Ritstjórnarskrífstofa og auglýsingamóttaka að
Sólgötu 9, © 4570 • Fax 4564.
Setning, umbrot og prentun: H-prent hf.
Bæjaríns besta er aðili að
samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðrítun, notkun ljósmynda og
annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.
ísafjörður:
Friður
á jólum
ÞAÐ er ekki hægt að
segja annað en að
myndin hér að ofan sé
jólaleg. Þá er einnig frið-
ur yfir henni sem því mið-
ur er ekki alltaf mikið af í
heimi vorum. Myndin er
tekin við Olíumúla í Isa-
fjarðarhöfn á síðustu jól-
um og Ijósmyndarinn var
Hrafn Snorrason.
r
Leiðarinn:
Boðskapurinn
breytist ekki
Jólin eru að koma. Hátíðin, sem boðar frið í anda þess er
bauð að svo skyldum við elska náungann, sem okkur sjálf.
I tvö þúsund ár hefur boðskapurinn hljómað í eyrum
mannsins, sem eftir langa vegferð sýnist lítið nær því að
uppfylla boðorðið, en í upphafi er það lét fyrst í eyrum.
Þegar líður að jólum fá ólíklegustu og hversdagslegustu
heiti jólaforskeyti. Á það jafnt við um líkamlega næringu og
veraldlega hluti, sem þess á milli bera sín réttu nöfn. Að
nýta sér jólin á þennan hátt er sölumennska, sem tengist
ekki síst því er börnum viðkemur, enda er hátíðin þeirra
öðrum fremur.
Börnum fyrri tíma þótti mikið til koma að fá kerti og spil
að ekki sé minnst á nýja flík eða bók. Ný flík forðaði þeim
frá jólakettinum. Börn eru alltaf eins og verða ætíð hin
sömu þar til þau byrja að draga dám af umhverfinu og því,
sem við fullorðna fólkið mötum þau á, en svo mæla börn,
sem fyrir þeim er haft.
Árlegur jólaviðburður er bókaflóðið. Ekkert lát er á bóka-
útgáfu í ár þrátt fyrir allan barlóminn. Islensk bókatíðindi
1991, 76 síðna litprentaður bæklingur gefinn út í 100 þúsund
eintökum ber stórhug bókaútgefenda vitni. í bókaflóðinu
kennir margra grasa og ekki eru perlur í hverri öskju. Börn-
in fá sinn skammt. Yfir fimm tugir íslenskra skáldverka fyrir
börn og unglinga koma á markaðinn að þessu sinni og'meira
en helmingi fleiri en íslensku verkin eru þýdd skáldverk fyrir
sömu aldurshópa. Íslenskum börnum ætti ekki að leiðast yfir
jólin. En ekki er allt sem sýnist.
Á Bókaþingi, fyrir nokkru, kom fram að 44 prósent 14 ára
unglinga les sjaldan eða aldrei bækur sér til skemmtunar, að |
erfiðleikar í lestrarnámi virðast áhrifamesti þátturinn í gengi !
nemenda í skóla síðar á lífsleiðinni. Þá var látið að því |
liggja að barnaefni væri að mestum hluta fjölþjóðleg iðnað- I
arframleiðsla er lyti markaðslögmálum og útilokaði þar með .
allt efni sem bundið er ákveðnum menningarsvæðum og því I
ekki nógu alþjóðlegt, sem söluvara. Óþarfi er að taka fram, I
að þarna ráða börnin engu. Fullorðna fólkið ræður ferðinni.
Fleimurinn er stöðugt að skreppa saman í samskiptum I
þjóða. Við þessar aðstæður er menning fámennar þjóðar og |
tunga dýrmætari og þýðingarmeiri en nokkru sinni fyrr. Það ]
er áhyggjuefni söguþjóðar ef lestur bóka er á undanhaldi hjá |
uppvaxandi æsku. Nóg er nú samt.
Jólin eru að koma. í tímans rás hefur umgjörð jólanna .
breyst. Boðskapurinn er þó sá hinn sami. Við skulum ekki I
gleyma að þrátt fyrir litríka mynd af yfirborðinu er skammt í I
skuggana.
Bæjarins besta sendir lesendum sýnum nær og fjær og I
landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur, með þeirri ósk I
að ljósið eina og sanna endurspeglist í boðskapnum sem i
Meistarinn frá Nasaret boðaði, og áður er vikið að.
s.h. |
DDGEIR SIGURJÓNSSON, TVÖFALDUR
ÍSLANDSMEISTARI í OSTAGERÐ VERÐUR
í VÖRUVALI, FÖSTUDAGINN 20. DESEMBER
FRÁKL. 17.00 TIL19.00 0G FRÁKL. 14.00Á
LAUGARDAG 21. DESEMBER MEÐ OSTAKYNNINGU.
ILBOÐÁOSTUM.
ÝJUNG SEM VERT ER AÐ SKOÐA.
NYJUNGA
VESTFJÖRÐUM!
Ostagerðarmeistari
í heimsókn
Alltaf
fyrstirmeð
nýjungarnar...
VÖRUVAL HF.
LJÓNINU SKEIÐI ÍSAFIRÐI
S4211