Málfríður - 15.09.1995, Síða 5
vettvangi er verið að fjalla um
málefni er snerta alla tungu-
málakennara.
Öll norrænu samtökin gefa út
myndarleg tímarit sem eru því
miður lítt kunn hér á landi.
Þekktast er ef til vill danska ritið
„Sproglæreren“ sem er til m.a. á
bókasafnil KHI. Miklu meira fé
er varið til námsefnisgerðar á
hinum Norðurlöndunum en hér
er gert og er þetta námsefni
kynnt í þessum ritum. Miklum
tíma og fjármunum hefur verið
varið þar til að þrða námskrá í
erlendum málum. Finnsku sam-
tökin, SUKOL, sjá um að útbúa
prófabanka með stöðluðum
prófum sem þau dreifa til skól-
anna. Og svo mætti lengi telja.
Ég tel því að STÍL og hin ein-
stöku félög innan þess eigi að
treysta þessi bönd enn betur og
nýta sér þá reynslu sem er þar
fyrir hendi.
Námskeið og málþing
STIL hefur frá upphafi haft
það á stefnuskrá sinni að standa
fyrir endurmenntunarnámskeið-
um og hafa þau alltaf verið vel
sótt. Einnig hefur STÍL haldið
málþing og ráðstefnur. Fyrsta
málþingið var haldið 17. okt
1987 og bar yfirskriftina: Hvert
stefnum við? Skemmst er síðan
að minnast glæsilegrar ráð-
stefnu sem haldin var í sam-
vinnu við Stofnun í erlendum
málum í apríl 1994 og var efni
hennar „Staða og framtíð tungu-
málakennslu á Islandi." Þegar
þetta er skrifað er búið að aug-
lýsa málþing í Reykjavík í lok
september. Það má því ljóst
vera að mikil gróska er í starf-
semi STIL á þessu sviði.
Ég tíunda hér málþing og
ráðstefnur því ég tel að slíkar
samkomur gegni afar þýðingar-
miklu hlutverki fyrir okkur sem
fagfólk. Auk beins faglegs ávinn-
ings, þ.e. aukinnar þekkingar
sem fæst á námskeiðum, er
ómetanlegt það persónulega
samband og sú samkennd sem
myndast við slíkar aðstæður. Að
hittast, skiptast á skoðunum,
finna hversu mikið við höfum
fram að færa, sjá samtakamátt-
inn í verki. Allt þetta gefur okkur
styrk, eflir sjálfsvirðingu okkar
og fagvitund. Þau kynni sem
þarna takast leiða oft til sam-
vinnu þvert á skóla og jafnvel
skólastig. Síðast en ekki síst
auka þau skilning okkar á að
það er fleira sem sameinar
okkur en sundrar þótt við kenn-
um ólík tungumál.
Kennaramenntun
Ég get ekki látið hjá líða í
þessari upptalningu að minnast
á þátt STIL í að hafa áhrif á
menntun kennara. I stjórninni
var fljótlega farið að ræða um
þann vansa að kennslufræði
tungumála væri ekki sinnt í
kennaramenntuninni. Ekki síst
var þetta talið ámælisvert í
kennsluréttindanáminu við Há-
skóla Islands þar sem mark-
miðið er beinlínis að mennta
fagkennara. Stjórn STÍL skrifaði
félagsvísindadeild og fór fram á
að þar yrði boðið upp á fimm
eininga námskeið í kennslufræði
erlendra mála. Þetta var síðar
tekið upp á fulltrúaþingi HIK
sem í ályktun hvatti til að boðið
yrði upp á námskeið í kennslu-
fræði helstu greinaflokka sem
kenndir væru. Þessi námskeið
voru síðan kennd í fyrsta sinn á
vorönn 1989.
Hlutverk Málfríðar
Á þessum 10 árum hefur út-
gáfa Málfríðar, málgagns STÍL,
orðið fastur þáttur í starfi sam-
takanna. Málfríði var ætlað að
vera vettvangur tungumálakenn-
ara fyrir fræðilega umræðu og
almenn skoðanaskipti um
kennslu. En einnig átti hún að
vera vettvangur þar sem kenn-
arar gætu miðlað hverjir öðrum
og skipst á gagnlegum hug-
myndum. Ég hef saknað frjórrar
umræðu milli kennara sem við
sáum fyrir okkur í upphafi. Ég er
auk þess sannfærð um að kenn-
arar luma á fjölda hugmynda
sem væru betur komnar á síð-
um Málfríðar en bara í snyrti-
legum möppum þeirra.
Samstarf við SEM
Tekist hefur samstarf milli
Stofnunar í erlendum málum og
STÍL. STÍL á fulltrúa í stjórn stofn-
unarinnar og saman hafa þau
staðið að málþingi og ráðstefnu.
Þetta samstarf verður líka von-
andi hvati að eflingu rannsókna
á tungumálakennslu á íslandi og
rannsókna á vanda Islendinga
við máltöku á hinum ólíku mál-
um. Þarna er á ferðinni stórt,
ókannað landsvæði.
Fyrsta stjórn STÍL var skipuð eftirfarandi: Formaður Hafdís Ingvarsdóttir, varafor-
maður Sigríður Magnúsdóttir, gjaldkeri Hannes Stefánsson, ritari Bertha
Sigurðardóttir. Auk þeirra sátu í stjórn formenn hinna einstöku félaga, en þeir
voru við stofnun STÍL Auður Torfadóttir, Elísabet Siemsen, Hrefna Arnalds og
Herdís Vigfúsdóttir.
5