Málfríður - 15.09.1995, Side 8
sinni grein og einnig um val
námsbóka, en úrval þeirra var á
þessum árum takmarkað, svo
ekki sé meira sagt. Námsgreinar
voru að verulegu leyti þær sömu
og kenndar eru í grunnskólum í
dag, en umfang og vægi náms-
greina var ósjaldan mjög mis-
munandi. Á Laugarvatni voru
kennd 3 erlend mál (danska,
enska og þýska), en öll voru þau
valgreinar. Hver kennslustund
var 60 mínútur. Sem dæmi um
aðrar „áherslur“ en tíðkast í dag
má nefna, að sund, leikfimi og
söngur/söngfræði fengu samtals
í sinn hlut 19 klt. á viku vetrar-
langt.
I 4 ft ! i I i .
Ekki var ýkjalangt liðið á árið
1945, þegar við nemendur á
Laugarvatni skynjuðum, að eitt-
hvað alveg sérstakt var í bígerð
í skólamálum, og innan tíðar
kallaði hinn dugmikli og kapps-
fulli þáverandi skólastjóri,
Bjarni Bjarnason, okkur saman
og tjáði okkur, hvað í vændum
væri á komandi skólaári: Sam-
ræmt próf í skólum landsins,
inntökupróf í framhaldsskóla! -
og við sem héldum, að öld
kraftaverkanna væri liðin. Hrifn-
ingin var ósvikin og loftið raf-
magnað af eftirvæntingu. Okkur
fannst sem loksins væri að
renna upp sú stund er allir nem-
endur landsins stæðu jafnt að
vígi, ef þeir hygðu á framhaids-
nám, hvar á landinu sem þeir
væru búsettir og hvort heldur
þeir ættu ríka eða fátæka for-
eldra.
Þegar leiðir skildi á vordög-
um 1945, var 15 af nemendum
skólans lofað skólavist í nýjum
3. bekk eða svokallaðri gagn-
fræðadeild, sem setja skyldi á
laggirnar að hausti sama ár.
Þegar gagnfræðadeildin hóf
göngu sína haustið 1945, höfðu
6 nýliðar úr ýmsum landshlut-
um bæst í hópinn, svo að talan
varð 21 nemandi.
Vegna nýju deildarinnar var
bætt einum kennara við kenn-
arahóp þann sem fyrir var. Allt
voru þetta traustir menn og
vandaðir, og nýi kennarinn, ung-
ur að árum, þreytti þá frumraun
sína í kennslu, og reyndist
kappsfullur og árangursríkur -
kenndi 4 greinar vetrarlangt
með glæsibrag. Námsefni lá að
sjálfsögðu fyrir í skólabyrjun, en
einn vandi var óleystur iengi
vel. Enginn kennaranna treystist
til að kenna algebru og rúm-
fræði. Loksins fékkst til starfans
ungur úrvalsmaður - verkfræði-
stúdent, sem var að hefja nám
við Háskólann. Hann átti raunar
búsetu á Laugarvatni og bauðst
til að kenna okkur hina bráð-
nauðsynlegu stærðfræði í jóla-
leyfi og páskaleyfi. Þannig gekk
þetta. Við náðum að flæmast
yfir 11 kafla í algebru Ólafs Dan.
á 14 dögum í jólaleyfinu og 5
kafla í rúmfræði á 5 dögum í
páskaleyfinu. Þetta tókst með
því að sitja í tveimur löngum
kennslustundum í fræðunum
alla daga, þar með taidir þeir
allra helgustu, og reikna síðan
nánast utan hvíldar frá morgni
til kvölds. Að sjálfsögðu var
þetta hundavaðsyfirferð og ekki
vitglóra í svona vinnubrögðum.
Þrátt fyrir ýtrustu viðleitni
skorti okkur eftir þennan stutta
tíma tilfinnanlega Ieikni og ör-
yggi - en viti menn - þetta jóla-
og páskanám nægði okkur til að
ljúka fyrsta landsprófinu í
stærðfræði með þolanlegum
hætti.
Þegar á þennan undirbún-
ingsvetur leið, kom upp vanda-
mál, ekki þó stórvægilegt. Mann-
kynssaga miðalda fyrir gagn-
fræðastigið var uppseld og ófá-
anleg, þótt rauðagull væri í
boði. Þennan vanda leysti okkar
dugmikli sögukennari með því
að taka saman hnitmiðaðan
útdrátt úr sögubókinni og lesa
okkur fyrir til endurritunar.
Þessum fyrsta vetri landsprófs-
og gagnfræðanáms á Laugar-
vatni lauk þannig, að 17 nem-
endur luku gagnfræðaprófi, einn
náði ekki að ljúka prófi vegna
veikinda, en aðeins 3 tóku
landspróf, og var einn þeirra sá
er þessar línur ritar. Aftur á
móti þótti víst ekki ómaksins
vert að halda landspróf á
Laugarvatni fyrir svo fáa nem-
endur, og fengum við að taka
prófin í Menntaskólanum í
Reykjavík. Þetta fyrsta iands-
próf, sem við höfðum óneitan-
lega kviðið talsvert fyrir, reynd-
ist hreint ekki sá ógnvaldur sem
við höfðum óttast. Okkur fannst
mikið til um að kynnast hinum
sögufræga menntaskóla. Að-
staða þar og öll framkvæmd
prófsins voru til fyrirmyndar.
Þegar allt var um garð gengið,
var okkur efst í huga þakklæti til
okkar ágætu kennara, sem svo
vel höfðu vandað sína vinnu, að
fátt eitt kom okkur á óvart.
Raunar grunar mig sterklega, að
kennararnir hafi kviðið prófinu
öllu meira fyrir okkar hönd en
við gerðum sjáifir. Hér er komið
að veigamiklu atriði, sem í öll
þau 31 ár sem landspróf var
haldið einkenndi stórlega sam-
band og samstarf nemenda og
kennara sem kenndu þeim undir
landspróf. Það var hin sterka til-
finning fyrir því, að þessir tveir
hópar (nemendur og kennarar)
væru samherjar, vegna þess að
prófverkefnin voru samin af
þriðja aðilanum utan skólans og
enginn vegur að geta sér til um
innihald þeirra, svo sem glöggir
nemendur hafa löngum gert að
einhverju marki eftir að hafa
kynnst kennurum sínum og átt-
að sig á áhersluatriðum þeirra.
Landsprófsverkefni voru óhjá-
kvæmilega börn síns tíma að því
leyti, að fyrstu prófin voru sam-
in af mönnum sem höfðu numið
sín fræði snemma á öldinni. -
Gagnrýnisraddir ýmiss konar
létu ekki á sér standa, svo sem
vænta mátti, enda átti stór og
ört stækkandi hópur unglinga
mikið undir því, að vel og fag-
lega væri að verki staðið með
alla framkvæmd prófanna. Sum-
um þótti prófin of þung og smá-
smyglisleg á köflum, og hugsan-
lega muna sumir eftir heiðurs-
manni einum, sem um árabil
8