Málfríður - 15.09.1995, Side 10

Málfríður - 15.09.1995, Side 10
Elísabet Valtýsdóttir: VAL, MAT OG GERÐ NÁMSEFNIS í KENNSLU ERLENDRA TUNGUMÁLA Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Um ráðsteínu sem haldin var á Kýpur í nóv. 1994 Inngangur I nóvember 1994 sat ég ráð- stefnu (workshop) sem haldin var á Kýpur á vegum Evrópu- ráðsins. Titill ráðstefnunnar var „The evaluation, selection and production of materials for the teaching of foreign languages in secondary education". Þátttakendur á ráðstefnunni voru starfandi reyndir kennarar, kennslubókahöfundar, fólk sem skipuleggur áfanga og/eða ákveð- ur hvaða kennslubækur skuli nota í skólum og enn fremur fólk sem þjálfar kennara til starfa. Markmið með ráðstefnunni var m.a. að nýta reynslu og fræðilega þekkingu þátttakenda tii þess að fjalla um þá þætti sem tengjast kennsluefni órjúf- anlegum böndum, svo sem hlut- verk kennara, nemandann og þarfir hans, námskrárgerð o.fl. Einnig átti að fjalla um, eins og titill ráðstefnunnar ber með sér, mat, val og gerð kennsluefnis. Þess var vænst að niðurstöður úr hópvinnu nýttust ekki bara þátttakendum sjálfum og fyrir- lesurum heldur einnig öðrum sem málið varðar. Af þeirri ástæðu var valin vinnuaðferðin „workshop", þar sem fyrirles- arar komu með fræðilegt inn- legg um þessi umræðuefni (sem þátttakendur áttu að vera búnir að lesa sér til um áður en ráð- stefnan hófst), og síðan vann fólk í hópum út frá verkefnum tengdum þessum fyrirlestrum. Hér á eftir mun ég fjalla um það helsta sem kom fram á ráð- stefnunni, ýmist í fyrirlestrunum eða lesefni þeim tengdum, eða í niðurstöðum hópumræðna. Að auki ætla ég að tengja efnið ís- lenskum aðstæðum og er það um leið innlegg mitt í umræður um þessi mál. Nemandinn Fyrirlesurum þótti ástæða til að minna okkur rækilega á það, sem við ættum að vita (en tök- um kannski ekki tillit til í kennsl- unni), að nemendur séu mjög misjafnir ekki aðeins að eðlis- fari, heldur geti aðstæður þeirra einnig verið mjög ólíkar. Nem- endur eigi misauðvelt með að tileinka sér nýja þekkingu - séu „misgóðir“ nemendur. Áhuga- mál þeirra geti verið mjög mis- munandi eftir kyni og jafnvel bú- setu, reynsluheimur þeirra sé margskonar, nánasta umhverfi þeirra sé oft ólíkt, væntingar þeirra til skólans, framtíðarinn- ar o.fl. séu einstaklingsbundnar. Og sama námstækni henti ekki öllum. Það sé því ekki ólíklegt að erfitt þyki að kenna blönd- uðum bekkjum þar sem nem- endur séu svona ólíkir og þarfir þeirra og vilji í tengslum við námið séu mismunandi. Það sem nemendur þurfa á að halda í tungumálanámi sínu getur verið af ýmsum toga. í fyrsta lagi má nefna málvísinda- legar „þarfir“ nemandans, t.d. að auka orðaforða sinn, bæta þekkingu sína í setningafræði, stafsetningu eða framburði. I öðru lagi getur nemandinn þurft að auka færni sína í t.d. lestri eða ritun, eða að þjálfa sig í að hlusta á raunverulegt samtal innfæddra. I þriðja lagi getur þörfin verið af sálfræðilegum toga, t.d. að auka þolinmæði sína eða umburðarlyndi gagn- vart öðrum í bekknum. í fjórða lagi getur þörfin verið félagsleg eða menningarleg, þ.e. nemand- inn þarf að auka þekkingu sína og skiining á því samfélagi þar sem tungumálið er talað. Og að lokum getur þörf nemandans verið háð efnislegum aðstæð- um: t.d. gæti vantað rólegan stað þar sem hægt er að vinna heimavinnunna sína, kannski 10

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.