Málfríður - 15.09.1995, Page 11
vantar orðabækur eða einfald-
Iega meiri tíma til að rifja upp
námsefnið.
Þó að kennarinn geti auðveld-
lega bent á ýmislegt sem nem-
andinn þarf á að halda er ekki
víst að nemandinn sé sammála
honum. Sumir nemendur vilja
kannski bara ljúka prófi og vilja
þá eingöngu einbeita sér að
þeim verkefnum sem koma á
prófi eða „gilda“ eitthvað. Nem-
endur sjá oft aðeins þörfina á
tungumálakunnáttu sem leið til
þess að geta lokið ákveðnu prófi
(sbr. aðrar greinar?). Þeir sjá
ekki að það að læra tungumál
ætti ekki að vera takmark í
sjálfu sér heldur tæki sem hægt
er að nota við ákveðnar kring-
umstæður þegar út í lífið er
komið. Á ráðstefnunni kom fram
að nauðsynlegt sé að taka tillit
til hvors tveggja - hvað nemend-
ur þurfa og hvað þeir vilja. Hægt
er að komast að því hvað þeir
vilja með t.d. viðtölum við þá
eða með spurningalistum. Oft
getur verið um einfalda hluti að
ræða, t.d. að nemendum þyki
skipta mestu máli að þeir „kunni
sig“ innan um jafnaldra sína,
þegar fullorðnum þyki eðlilegt
að kenna nemendunum að vera
kurteisir á erlenda málinu.
Kennarinn má ekki gleyma því
að hann er ekki af sömu kynslóð
og nemendur. Kennarinn getur
auðveldlega dottið í þá gryfju að
gera því skóna að nemendur sjái
heiminn með sömu augum og
hann sjálfur. Sonur eins fyrirles-
arans hafði komið heim úr skóla
einn daginn í öngum sínum
vegna þess að hann átti að
skrifa ritgerð á frönsku (móður-
mál hans er enska) um „mar-
tröð“. Það þarf varla að benda á
að það var martröð líkast fyrir
hann að skrifa um þetta efni
sem hann hafði litlar forsendur
til að skrifa um.
Ekki er þó rétt að reyna að
uppfylla allar óskir nemenda í
vali á námsefni á kostnað þess
að víkka sjóndeildarhring þeirra.
Enda er það einn megintil-
gangur með menntun og eitt
meginhlutverk kennarans að
auka þekkingu nemenda.
Á ráðstefnunni kom fram að
nemendur í Evrópu geri sér al-
mennt grein fyrir hve miklu máli
skiptir að geta flust á milli landa
til að afla sér menntunar eða
vegna atvinnu (the need for
educational and vocational
mobility) og jafnframt að geta
nýtt sér menntun sína að fullu.
Evrópa er orðin margslungin því
að fólk er sífellt að flytjast á
milli landa. I dag er Evrópubúi
kannski frá Bangladesh og geng-
ur í skóla þar sem aðalkennari
hans er Ameríkani!
Hlutverk kennara
Kennarar eru ólíkir innbyrðis
rétt eins og nemendur. Það
hefur hver sinn persónuleika og
hver notar mismunandi aðferðir
við að koma efninu til skila.
Þeirri fullyrðingu var reyndar
varpað fram að kennarar kenni
eins og þeim sjálfum var kennt,
þrátt fyrir alla kennslufræðina
sem þeir hafa lært og þjálfunina
sem þeir hafa fengið (the paral-
lel principle).
Það er hins vegar nauðsynlegt
fyrir kennara að hafa í huga
hvert er hlutverk hans í kennsl-
unni. Kennarinn á að aðstoða
nemendur við námið, hann á að
örva það ferli sem á sér stað
þegar nemendur læra eitthvað
nýtt. Það er kennarinn sem á að
sjá til þess að nemendur geri sér
grein fyrir hvers vegna þeir hafi
þörf fyrir að læra viðkomandi
tungumál (fjölmiðlar eru sagðir
skapa „þörfina" fyrir eitthvert
ákveðið tungumál). Því er haldið
fram að því meira sem kennarinn
talar sjálfur, þeim mun minna
læri nemendur. Kennarinn á ekki
að fylgja kennslubók eins og
blindur þræll, hann verður að
aðlaga og breyta, bæta við eða
sleppa eftir því sem við á miðað
við áhugasvið og getustig nem-
enda hans, enda þekkir hann
nemendur sína betur en kennslu-
bókahöfundar. Auðvitað verður
kennarinn einnig að taka tillit til
óska og þarfa umhverfisins (for-
eldra, atvinnulífs o.s.frv.) í vali
sínu á námsefni.
I dag er mikil áhersla lögð á
sjálfstæði nemenda (learner
autonomy). Þetta sjálfstæði fel-
ur í sér að nemandinn axli
ábyrgð á eigin námi, að hann
hafi frumkvæði (að minnsta
kosti að einhverju leyti) að því
að tileinka sér nýja þekkingu
ásamt því að verða fær um að
meta sjálfur hvort hann hafi í
rauninni lært eitthvað. Með
öðrum orðum felur sjálfstæði
nemandans ekki aðeins í sér
ferlið að læra eitthvað heldur
einnig að læra hvernig hann á
að fara að því að tileinka sér
nýja þekkingu. Nemendur geti
því aðeins orðið sjálfstæðir not-
endur tungumálsins að þeir hafi
lært að verða sjálfstæðir í að
nota tungumálið. Sjálfstæðið
nemenda á að myndast við sam-
skipti þeirra við kennarann og
aðra nemendur (kemur ekki af
sjálfu sér eins og margir virðast
halda). Til þess að geta kennt
nemendum að verða sjálfstæðir
verður kennari þeirra á sama
hátt að hafa lært að verða sjálf-
stæður í kennaranámi sínu
og/eða á námskeiðum sem hann
sækir eftir að námi lýkur. Það
þarf að þjálfa færni kennara til að
láta nemendur gera meira frekar
en að láta kennarann venjast á
að vinna alla vinnuna sjálfur.
Ekki má kennslan miðast um of
við prófið í lokin, það njörvar
hana niður og getur komið í veg
fyrir að nemendur læri að hugsa
sjálfstætt og læri sjálfstæð vinnu-
brögð. Kennurum er bent á að
þeim hættir til að leiðrétta of oft
en hrósa of lítið. Einnig verður
að benda þeim á nauðsyn þess
að kennari sé nýjungagjarn og
skapandi. Öðru vísi koma ekki
fram nýjungar né verða endur-
bætur á kennslunni.
Námskrá
Það kom berlega í ljós á ráð-
stefnunni að ísland er nokkuð
sér á báti hvað varðar nám-
skrárgerð. I flestum þeim lönd-
um sem við „miðum okkur við“
hefur lengi verið til greinargóð
námskrá sem skólunum ber að
fylgja. I fáeinum löndum Evr-
ópubandalagsins er reyndar
miðað við „threshold level“.
Gengið er svo langt að fullyrða
að ekki sé hægt að skilja á milli
námsefnis og námskrár. Löndin
innan Evrópuráðsins eiga það
öll sameiginlegt að áhersla er
lögð á að kenna tjáskiptaað-
ferðina (communicative langu-
11