Málfríður - 15.09.1995, Side 13
anum til þess að aðlaga hann
ákveðnum aðstæðum.
Vitnað var í rannsókn sem
gerð var á Kýpur þar sem þrjár
mismunandi kennslubækur í
frönsku voru metnar. Um var að
ræða bæði mat nemenda og
kennara. í ljós kom að nemend-
ur og kennarar voru ósammála
um hve vel bækurnar hentuðu
getustigi nemenda (linguistic
level). Athygliverð niðurstaða
það!
Krafan um að rauntextar séu
notaðir í kennslu er orðin al-
menn. Rauntextar eru allir text-
ar - prentað mál, hlustun, mynd-
band eða annar miðill - sem eru
gerðir fyrir fólk sem á tungu-
málið að móðurmáli. Það er
nokkuð víst að hér á landi (sem
og víða annars staðar) eru skipt-
ar skoðanir um það að hve
miklu leyti skuli nota rauntexta.
En rauntextar ku eiga að tryggja
að nemendur séu að nota tungu-
málið í raun og veru, vegna þess
að þeir draga nemendur inn í
heim tungumálsins sem verið er
að kenna þeim (target language
community).
Vitnað var í fleiri rannsóknir
en þá sem áður var nefnd. Ut frá
rannsóknum sem gerðar hafa
verið um lestur má draga þá
ályktun að þjálfun í lesskilningi
eigi að beina athygli að lestrar-
ferlinu frekar en sjálfum textan-
um. Nemendur verða ekki betri í
lestri með því að læra um inni-
hald textans heldur með því að
læra að takast á við nýjan texta.
Einnig hefur verið rannsakað
hve lengi í einu nemendur (reynd-
ar í grunnskóla) geta hlustað af
athygli á erlent tungumál. Nið-
urstaðan var sú að þeir geta hald-
ið einbeitingu í aðeins eina mínú-
tu í senn. Það er augljóst að þetta
er atriði sem þarf að taka tillit til
þegar verið er að skipuleggja
hlustun. Sé þetta rétt, ættu fram-
haldsskólanemar að geta hlustað
af einbeitingu eitthvað lengur, en
ekki hefur það verið rannsakað
að því ég best veit.
Onnur rannsókn sem gerð
var í löndum Evrópuráðsins
sýndi að 43% tímans fara í það
að hlusta á kennarann tala á
móðurmálinu. Hvernig skyldi
þessu vera farið hér á landi?
Fyrirlesarar voru á sama máli
um að textar í kennslubók eigi
að raðast þematískt í kafla.
Einnig voru allir sammála um að
verkefni sem fylgja textum, svo
og ítarefni við þá, skyldi vera
margvíslegt og fjölbreytt.
Að lokum læt ég fylgja með
svör við spurningunni „Hvað
gerir kennslubók góða“? en þau
voru unnin í hópvinnu af þátt-
takendum á ráðstefnunni:
• hún verður að fylgja námskrá
• henni á að fylgja t.d. verk-
efnahefti, hlustunarefni og
annað ítarefni ásamt kennslu-
leiðbeiningum. Ekki hafa allir
kennarar hæfileika, þekkingu,
aðstöðu eða tíma til að semja
eigið ítarefni
• hún má ekki taka allt frum-
kvæði frá kennara
• hún verður að stuðla að sjálf-
stæði nemenda í vinnubrögð-
um
• hún skal miðast við getustig
nemenda og verður að gera
ráð fyrir mismunandi getu
þeirra (með miserfiðum verk-
efnum)
• hún verður að taka tillit til
þekkingar sem nemendur búa
þegar yfir
• textar og verkefni eiga að
þyngjast smám saman þegar
líður á bókina
• hún verður að gera ráð fyrir
sjálfsmati nemenda
• orðaforða á ekki að kynna
einangrað heldur á hann að
koma fyrir aftur og aftur
• textum skal skipt eftir þem-
um
• hún verður að nýtast í mis-
stórum bekkjum
• textar verða að höfða til nem-
enda, vera lifandi og skipta
nemendur einhverju máli.
Hvetja til umræðu
• ekki má hugsa eingöngu um
tungumálið sem verið er að
kenna, innihald texta verður
að skipta máli líka
• hún verður að vera hvatning
fyrir nemendur til að takast á
við texta sem þeim þykja í
erfiðara lagi
• hún kynnir menningu við-
komandi lands án þess að
þröngva henni upp á nem-
endur, reynir að eyða for-
dómum og vanþekkingu
• í henni eru rauntextar (mis-
munandi skoðanir um í hve
miklum mæli)
• þjálfa þarf alla 4 færniþætti
• hún verður að vera aðlaðandi
útlits, með Iæsilegu letri og
myndskreytt
• hún verður að vera ódýr
(framhaldsskólanemendur
virðast þurfa að kaupa bækur
sínar í flestum löndum Evr-
ópuráðsins. I Austurríki er
m.a.s. gefinn út listi með há-
marksverði sem nemendur
megi borga fyrir kennslubæk-
urnar)
Lokaorð
Það komu ekki fram nein ný
sannindi sem heitið getur á
þessari ráðstefnu, enda var það
ekki markmiðið með henni. Hins
vegar er mér enn ljósara, eftir
að hafa setið hana, að íslenska
skólakerfið hefur ekki lagað sig
að þeim nemendum sem því er
ætlað að þjóna.
Eitt vandamálið er að nám-
skrár í tungumálunum eru svo
lélegar, að það er í raun ekki
hægt að byggja neitt á þeim.
Það er því óvíst hvað nemendur
eiga að læra, hvort sem þeir
hyggja á stúdentspróf eða eru í
iðnnámi (það eru víst næstum
engir aðrir valkostir í boði).
Annað vandamál tengist því
hve ólíkir nemendur eru og að
það skuli þykja erfitt að vera
með bekki þar sem er mjög mik-
ill getumunur. Á íslandi bregð-
ast sumir skólar við þessu
vandamáli með því að skipta
nemendum í áfanga/bekki eftir
„getu“, þ.e. eftir einkunn í sam-
ræmdu prófi í grunnskóla, ýmsir
aðrir skólar útiloka nemendur
sem hafa fengið lágar einkunnir
á samræmdu prófunum. Það má
13