Málfríður - 15.09.1995, Page 17

Málfríður - 15.09.1995, Page 17
afbrigði eins og sama máls geti þannig verið tiltölulega ólík sín á milli er það sjaldnast neinum vanda bundið fyrir innfædda að skilgreina þau sem afbrigði af móðurmálinu. Þetta á einnig við um dönsku Islendinga. Þótt svo að við í samskiptum okkar við Norðmenn og Svía kryddum hana með orðum úr máli þeirra getur hún samt varla talist vera annað en tækifærisbundið af- brigði af dönsku. Og þrátt fyrir að við köllum þetta afbrigði stundum „skandinavísku" gerir skorturinn á reglum og formi það að verkum að við getum verið sammála Einari Haugen í því að það sé ekki hægt að líta á það sem tungumál. Það er engin ástæða til að líta dönskuna sem kennd er í skól- um íslands öðrum augum en hin tungumálin sem eru kennd í skólunum á Norðurlöndum. I Danmörku, Noregi og Svíþjóð er enska kennd sem fyrsta erlenda tungumál. En þótt við heyrum mikinn mun á ensku Skandinava og ensku enskumælandi manna dettur okkur ekki í hug að segja að það sem kennt sé sé ekki enska heldur einhverskonar skandinavísk enska eða kannski „skenska". Enda held ég að enskukennarar í Skandinavíu mundu bregðst hinir verstu við. Árangurinn af tungumálanámi - skilningur og færni í beitingu málsins - er meira undir hæfni einstaklingsins kominn en atrið- um sem tengd eru tungumálinu sjálfu. Hvort heldur sem maður aðhyllist þá skoðun að líta á lán úr öðrum málum sem hrogna- mál eða, eins og Uriel Wein- reich, lítur á þau „like sand car- ried by a stream" ber að forðast að líta á dönskukennsluna á ís- landi sem neitt annað en dönskukennslu. Kennarar sem telja nemendum sínum trú um að þeir þurfi ekki að kunna dönsku, heldur sé nóg að geta gert sig skiljanlegan á skandi- navísku, mega ekki rugla saman fræðilegri undirstöðu og tjá- skiptafærni. Það er ekki nema rétt og nytsamlegt að íslenskir nemendur læri einnig að nota dönskuna í samskiptum við aðra Norðurlandabúa en Dani og að þeim sé gerð grein fyrir frelsi einstaklingsins að nota það sem nothæft er til að geta gert sig skiljanlega . En það er ekki þar með sagt að hægt sé að kenna „skandinavísku", sem ein- kennist af algjörum skorti á málkerfi og reglum. Ef nauðsyn- legt þykir að gera greinarmun á dönsku Dana og þeirri dönsku sem íbúar Atlantshafseyja tala er hægt að fara eins að og með sænsku Finnlandssvía og þýsku Svisslendinga og kalla hana - eins og reyndar þegar er gert sumstaðar - atlantseyjadönsku eða atlantshafsdönsku. Ég geri ráð fyrir að áður- nefndar umræður um gildismat Norðurlandabúa hafi farið fram á dönsku, norsku og sænsku, og sjálfsagt hefur einstaka glósa flækst úr einu málinu yfir í hin. Á bókahátíðinni í Gautaborg í haust er einn dagskrárliður þar sem tekið er fram að umræð- urnar fari fram á „skandina- vísku“. Þátttakendur eru tveir, Islendingur sem starfar í Dan- mörku og Svíi sem einnig hefur starfað í Danmörku. Stjórnandi er íslendingur sem ég veit að talar ljómandi góða dönsku. Af hverju er hér tekið fram að töluð verði skandinavíska? Og hvernig er fólkinu ætlað að tala? Við verðum kannski að sætta okkur við að Skandinavarnir kalli sparidönskuna (-norskuna og -sænskuna) okkar skandina- vísku, hvort sem hún er glæný úr skóla eða lýtalaus eftir margra ára dvöl í landinu. En sjálf skulum við ekki lítilsvirða það framlag okkar til að efla hið norræna málsamfélag sem dönskunám íslendinga, Færey- inga og Grænlendinga í rauninni er með því að fela okkur bak við hið sjálfsagða frelsi og kröfu- leysi einstaklingsins í tjáskipt- um sínum yfir tungumálamörk- in. Við lærum dönsku og það er einmitt kunnátta okkar í dönsku sem gerir okkur eyjaskeggja að Norðurlandameisturum í sam- norrænum tjáskiptum. Anna Helga Hannesdóttir Göteborgs Universitet NORRÆNA HÚSIÐ menningarmiðstöð við Sæmundargötu í bókasafninu eru lánaðar út bækur, tímarit, plötur, myndbönd og grafíkmyndir frá öllum Norðurlöndunum. Lestraraðstaða. Opið mánudaga-laugardaga kl. 13-19, sunnudaga kl. 14-17. I kaffistofunni er heitt á könnunni allan daginn. Heimabakaðar kökur, heitir og kaldir réttir. Opið virka daga kl. 9-17, laugardaga kl. 9-19, sunnudaga kl. 12-19. I anddyri og sýningarsölum eru sýningar á norrænni list og listiðnaði m.a. Sýningarsalur opinn alla daga kl. 14-19. Við tökum á móti hópum sem vilja kynnast starfsemi hússins og norrænni samvinnu. Norrænn skólaráðgjafi sér um tengsl við skóla innanlands og annars staðar á Norðurlöndum. Ta Verið velkomin í = NORRÆNA HÚSIÐ 17

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.