Málfríður - 15.09.1995, Síða 23

Málfríður - 15.09.1995, Síða 23
Kennsluform: Nemendur læra málfræðiatriði með að- og af- leiðslu í margvíslegum stighækk- andi æfingum, m.a. í æfingabók og fagæfingum, þar sem lögð er áhersla á að virkja bakgrunns- þekkingu þeirra. I frönskunáminu er mikil áhersla á að nemendur skrifi málfræðilega rétta matseðla og segja má því að langflestar skriflegar æfingar beinist að því. Kennari notar mikið aðleiðslu sem hvetur nemendur að geta sér til um málfræðiatriði og athuga í samvinnu hvort þau geti staðist. Málfræðiatriði sem unnið er með þannig virðast um margt festast betur í minni. Nemendur fá einnig ná- kvæmnisæfingar með því mark- miði að skilja málfræðina og færa úr skammtímaminni í stig- hækkandi æfingum í langtíma- minni, þar sem form og merking haldast í hendur. Nemendur vinna einnig með málið í heild og stefnt er að því að þeir geti beitt málinu áreynslulítið. í mat- reiðslu og framreiðslu eru þús- undir fagorða sem nemendur þurfa að kannast við og geta afl- að sér upplýsinga um. Nemend- ur eru þjálfaðir frá byrjun í því að nota fagorðalista og orðabók við verkefnavinnu í fagfrönsku. Litið er á málfræði sem verk- færi til að nemendur öðlist kunnáttu í öllum færniþáttum og verður ekki aðgreind frá öðr- um þáttum málsins. Yfirleitt er ekki unnið með málfræðiatriði í samfellu heldur unnið með það í nokkurn tíma með hléum þannig að nemendur geti melt það og endurmetið. Ritun: Aðaláhersla er lögð á að nem- endur tjái sig sem oftast á rit- uðu máli eftir getu. Eitt aðal- markmið námsins er að nem- endur þjálfist í að setja upp á faglegan máta og skrifa mál- fræðilega rétta matseðla og fer mestur tíminn í slíkt. Nemendur kynnast auk þess m.a. boðskort- um, þakkarkortum, auglýsingum og skiltum sem ritformi og þjál- fast í að skrifa persónulegan texta. Einnig að geta tekið niður pantanir, skrifað einföld skila- boð og tilkynningar. Almenn rit- unarverkefni eru stutt og leitast er við að þau hafi skírskotun til „alvöru“ notkunar tungumáls- ins, sérstaklega í starfi. Orðaforði og munnleg tjáning: Munnlegar æfingar eru nær ein- göngu unnar sem paravinna. Ahersla er lögð á að nemendur séu virkir frá byrjun. Nemendur æfa frönskuna við margvíslegar ímyndaðar aðstæður í hlut- verkaleik sem tengist starfi þeirra sem og daglegu lífi. Þetta eru samtalsæfingar sem stig- þyngjast jafnt og þétt. Dæmi um æfingar í fag- frönsku: að kynna sig og aðra, taka á móti gestum og leiða til sætis, spyrja og gefa upplýs- ingar um þjóðerni, aldur, bú- setu, áhugamál og starf, hringja og svara í síma, taka við borð- pöntun í síma, fara í banka, kaupa/afgreiða á markaði og í vínbúð, koma á veitingastað, panta af matseðli, taka við pönt- un á veitingastað og þjóna til borðs, afhenda reikning og taka við greiðslu, æfa heiti á algeng- ustu hráefnum og áhöldum og nota hugtök sem tengjast faginu s. s. þegar rætt er um uppskriftir og í sýnikennslu. Fagfranska-Frangais de métier Námsefni og framvinda náms í fagfrönsku tekur mið af því sem nemendur hafa lært er þeir koma í 2. bekk og því sem þeir eru að tileinka sér hverju sinni í faginu og eru sum verkefnin unnin í samvinnu við fagken- nara skólans. Nemendur skila t. d. vikulega matseðlum í verk- legri matreiðslu, bæði á íslensku og frönsku. Fagfrönskuverkefni eru lögð fyrir nemendur um eftirfarandi atriði: 1. CUISINE (Eldhúsið) 1.1 Batterie de cuisine (áhöldin) 1.2 Utensiles de cuisine (verkfærin) 1.3 Termes culinaires (fagorðin í matreiðslu) 1.3.1 Les poissons (fiskamir) 1.3.2 La viande (kjötið) 1.3.3 Le gibier (villibráðin) 1.3.4 Le volaille (fiðurféð) 1.3.5 Les légumes (grænmetið) 1.3.6 Les fruits (ávextimir) 1.3.7 Les épices (kryddið) 1.3.8 Les boissons (drykkimir) 1.3.9 Le personnel (starfsfólkið) 1.3.10 Les gamitures (meðlætið og skreyting) 23

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.