Málfríður - 15.09.1995, Qupperneq 26
er að þessu sinni einnig
HUGMYNDABANKI
Þórey Einarsdóttir setti þessar skemmtilegu hugmyndir á blað fyrir okkur.
Ljóð og söngtexta má nota á
margvíslegan hátt við tungu-
málakennslu. Þau eru venjulega
stutt og hnitmiðuð og í öllum
þeim aragrúa sem til er af Ijóð-
um á öllum tungumálum má
finna eitthvað við allra hæfi,
einnig algjörra byrjenda. Alþýðu-
kveðskapur og barnagælur geta
hentað byrjendum mjög vel, en
einnig má benda á að ljóð
margra heimsins bestu skálda
eru alls ekki alltaf á flóknu máli
né innihalda torræðar hugmynd-
ir. Má þar nefna ljóð bandarísku
„imagist" eða „objectivist" skáld-
anna William Carlos Williams og
H.D. (Hildu Doolittle) þar sem
dregnar eru upp einfaldar en
skýrar myndir sem síðan má
ræða og túlka á ýmsa vegu.
Ljóðapúsl
Verkefni eins og að láta nem-
endur hafa sundurklippt ljóð
sem þau eiga síðan að raða í
rétta röð (ýmist eiga þau að
raða ljóðlínunum í rétta röð, eða
láta línuhelminga passa saman)
eru góð og gagnleg til að efla
vitund nemenda um málfar,
uppbyggingu og inntak ljóðsins,
og sama má segja um eyðufyll-
ingarverkefni, þar sem til dæmis
rímorðin hafa verið tekin burtu.
Nokkur dæmi um einföld verk-
efni af þessu tagi fylgja hér með,
en möguleikarnir eru óþrjótandi.
Annað sem getur verið
skemmtilegt að prófa er mitt á
milli þess að vera eyðufyllingar-
verkefni og skapandi skrif. Þá
fær nemandinn í hendurnar eins
konar beinagrind af tilteknu
ljóði sem hann fær síðan að
skrifa inn í. Þegar allir hafa skrif-
að sína útgáfu af ljóðinu og það
verið skoðað og rætt fá nem-
endur að sjá hið upprunalega
ljóð og geta borið saman við sitt
eigið. Verkefnið sem hér fylgir
er komið frá Evu Hallvarðsdótt-
ur í FÁ og er við ljóðið „Warn-
ing“ eftir Jenny Joseph, en þetta
ljóð er að finna í mörgum
kennslubókum. Nemendur fá í
hendurnar beinagrindina, og fá
ekki að vita heiti ljóðsins. Þeir
semja síðan eigin útgáfu af
kvæðinu og gefa því titil. Að lok-
um fá nemendur að sjá uppruna-
lega ljóðið af glæru, eina línu í
einu.
Ljóðagerð
Skapandi skrif eða ljóðagerð
er sjálfsagður fylgifiskur ljóða-
lesturs. Flestum nemendum þyk-
ir gaman að setja saman vísur
eða jafnvel yrkja hástemmd ljóð
á þeim tungumálum sem þeir eru
að fást við og ljóðalesturinn
örvar þá til afreka. Oft getur ver-
ið gott að stýra nemendum í
byrjun, til dæmis með verk-
efnum eins og minnst var á hér
að ofan, eða með því að gefa
einhvern ramma til að fylla í. Þá
má einnig gefa nemendum
„fyrriparta" eða fyrstu orðin eða
línuna. Nemendum þykir ekki
erfitt að setja saman „imagist"
ljóð, ljóð sem eru einfaldar
myndir eða myndlíkingar. Hrein-
ar og klárar stælingar geta
sömuleiðis verið skemmtilegar,
svo sem eins og útfærsla á „This
Is Just to Say“ þar sem nem-
endur fá tækifæri til að játa eigin
syndir!
Japanska ljóðformið haiku og
hin írska limerick eða limra eru
mjög skemmtilegir bragarhættir
fyrir nemendur að spreyta sig á.
Allt og sumt sem kennarinn þarf
að gera er að sýna nemendum
ljóð sem ort hafa verið undir
þessum bragarháttum, hjálpa
þeim að átta sig á einkennum
þeirra og leyfa nemendum síðan
að spreyta sig.
Ljóðadagatal
Þetta verkefni var upphaflega
lagt fram í enskudeild Háskólans
fyrir margt löngu. Það er mjög
skemmtilegt og skapandi og má
útfæra fyrir öll getustig. Eftir að
nemendur hafa lesið að vild ljóð
margra skálda eru þeir beðnir
um að velja eitt ljóð fyrir hvern
mánuð ársins og útbúa dagatal,
gjarnan með myndum (ljós-
myndum, teikningum, klippi-
myndum o.s.frv.). Ef til vill má
síðan biðja nemendurna um að
skila með dagatalinu skriflegri
greinargerð um hvers vegna
þeir völdu ljóðin.
26