Málfríður - 15.09.1995, Qupperneq 30
FRÉTTIR - FRÉTTIR - FRÉTTIR
Frá STÍL
Þann 3. nóvember ‘94 hélt
STIL (Samtök tungumálakenn-
ara á Islandi) málþing um sam-
rœmd próf í tungumálum í Nor-
ræna húsinu. Framsögumenn á
málþinginu voru:
Þórólfur Þórlindsson frá Rann-
sóknarstofnun uppeldis- og
menntamála.
Þórdís Magnúsdóttir - kenn-
ari við Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki.
Guðrún Flrefna Guðmunds-
dóttir frá Menntamálaráðuneyti.
Ljóst er að ekki voru allir á
sama máli um kosti samræmdra
prófa. Fram kom í máli Þórólfs
að samræmd próf, eins og þau
hafa verið framkvæmd hér á
landi undanfarið, væru mjög
umdeild og ekki væri ljóst
hvaða markmiði þau þjónuðu.
r í i
Hann taldi eðlilegt að prófagerð
og yfirferð færðist alfarið til
kennara en Rannsóknarstofnun
nýtti þau síðan til rannsókna og
þróunarstarfs. Þórólfur sagði að
ekki væri nægilegt framboð af
fólki í rannsóknar- og þróunar-
störf og litlu fjármagni væri veitt
til þessa þáttar skólastarfsins.
Hann taldi mikilvægt að auka
samvinnu kennara og rannsókn-
armanna og sagði brýna þörf á
því að efla þann þátt skólastarfs
sem snýr að rannsóknum og
þróunarstarfi. Þórdís varpaði
fram þeirri spurningu hvort öll
prófin þyrftu að vera eins. Hún
lét í ljósi ótta um að samræmd
próf myndu stýra kennslunni
um of og taldi æskilegt að til
væru mismunandi gerðir prófa,
sem kennarar gætu síðan fengið
til að leggja fyrir þegar það
hentaði á kennsluferlinum. Hún
taldi mikilvægt að kennarar
fengju góða menntun í mati og
að samdir yrðu einhvers konar
„lyklar“ til þess að fara eftir við
fyrirgjöf í talfærni. Þórdís sagð-
ist að lokum hlynntari símati en
samræmdum prófum en til þess
að það gæti farið fram þyrfti að
draga úr fjölda nemenda í hverj-
um bekk/áfanga og minnka
kennsluskyldu kennara.
Guðrún Hrefna sagði að sam-
ræmd próf myndu tryggja lág-
marksgæði í skólastarfi, hvar
sem er á landinu. Þau væru upp-
lýsingamiðlun um árangur skóla-
starfs og gætu einnig sagt til um
hvernig bæta megi árangur
nemenda í hinum ýmsu grein-
um. Hún sagði einnig að sam-
ræmd próf tryggðu það að kenn-
arar slepptu ekki úr ákveðnum
þáttum í kennslunni. Hún taldi
mikilvægt fyrir Islendinga að
stefna að aukinni samræmingu
til þess að meira mark verði
tekið á okkur út á við.
Allir framsögumenn voru á
einu máli um að lykilorðið í
bættu skólastarfi á Islandi væri
„peningar“, og þyrfti að auka
mjög fjárveitingar til mennta-
mála í framtíðinni. Húsfyllir var
á málþinginu og umræður mjög
líflegar.
Frá félagi
dönskukennara
I nýjasta fréttabréfi félagsins
er boðið upp á nokkur námskeið
að venju bæði innanlands og ut-
an. Auk þess er boðið upp á
„litteraturseminar samt aftener i
Nordens hus“ á vegum Háskóla
íslands, þetta er á vorönn. Frétt-
næmast er þá kannski að tillaga
kom fram á danska þinginu að 2
millj. króna framlagi á ári í fimm
ár verði veitt til dönskukennslu
á Islandi og hefur þessi tillaga
verið samþykkt. Hins vegar hef-
ur danska menntamálaráðuneyt-
ið þegar veitt peningum til
styrktar dönskukennslu á ís-
landi. Þrír styrkir að upphæð
50.000 krónur, hvern í þrjú ár.
Fyrstu styrkina hljóta, Jóhanna
Gísladóttir, Ósa Knútsdóttir og
Steindóra Gunnlaugsdóttir til
framhaldsnáms í Danmörku.
Einnig er kominn danskur lek-
tor, Henrik Mpller, að Kennara-
háskólanum og er það gert í til-
raunaskyni í vetur. Verksvið
hans er að þjálfa kennaranema í
tjáningu. Ákveðið hefur verið að
Benny Andersen og Poul Dissing
komi til íslands 11.-16. mars ‘96
og haldi skólatónleika.
í Nordmál-áætlun Nordsprák
hefur verið ákveðið að styrkja
gerð myndbandsefnis á dönsku
til notkunar í 7.-10. bekk grunn-
skóla á Islandi. Umsjón með
verkinu hefur Erna Jessen.
Kennsluráðgjafi Norræna
hússins hefur sent út boðskort
til allra grunnskóla í Reykjavík
um að koma með bekki í heim-
sókn og á kynningu. f raun eru
allir velkomnir einnig fram-
haldsskólarnir.
Frá félagi
þýzkukennara
Að venju fór þýskubraut
30