Málfríður - 15.05.1999, Page 18

Málfríður - 15.05.1999, Page 18
Tungumálamiðstöð Háskóla Islands Tungumálamiðstöð er ný stofnun við Há- skóla Islands sem ætlað er að þjóna öllum deildum og stofnunum skólans. Orar tækniframfarir hafa gjörbreytt möguleik- um til náms og kennslu í erlendum mál- um. Með tilkomu Tungumálamiðstöðvar- innar verður unnt að nýta nýjustu tölvu- og fjarskiptatækni í þágu tungumálanáms og -kennslu. Tæknin gerir nemendum t. d. kleift að komast í beint samband við Eyjólfur Már Sigurðsson þag tungumál sem þeir leggja stund á og jafnframt þann menningarheim sem tungumálið tengist. Þessi tækni gegnir lykilhlutverki í starfsemi Tungumálamið- stöðvarinnar. I miðstöðinni er tölvuver með 5 margmiðlunartölvum af nýjustu gerð, gervihnattasjónvarp, myndbandstæki og þar geta nemendur nálgast kennsluefni ýmiss konar m. a. á geisladiskum. Stefnt er að því að fjölga tölvunum eins fljótt og færi gefst og jafnframt að auka framboð miðstöðvarinnar á margmiðlunarefni, myndböndum og öðru efni á erlendum málum sem getur gagnast nemendum við tungumálanámið. Þess má geta að franska ríkið hefur styrkt Tungumálamiðstöðina til kaupa bæði á tækjum og margmiðlun- arefni og nú nýverið veitti danska ríkið fé til miðstöðvarinnar sem nýtt verður m.a. til að kaupa móttökubúnað fyrir danskar sjónvarpsstöðvar og myndefni ýmiss kon- ar. Með tilkomu tungumálamiðstöðvar- innar verður hægt að sinna tveimur ólík- um markhópum: Nemendum, sem leggja stund á tungu- málanám við HI, en hluti af hefð- bundnu tungumálanámi mun fara fram í tungumálamiðstöðinni. Nemendum, sem ekki eru í eiginlegu tungumálanámi, en vilja ná góðum tökum á erlendu máli vegna væntan- Með tilkomu tungumálamið- stöðvarinnar skapast mögu- leiki á að laga námið að þörf- um hvers og eins. 18 Nemendur eru studdir í sjálfsnámi.

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.