Málfríður - 15.05.1999, Qupperneq 19

Málfríður - 15.05.1999, Qupperneq 19
legs starfs eða náms, hér eða í útlönd- um. Hingað til hefur ekki verið hægt að bjóða þessum nemendum upp á tungumálanám nema að takmörkuðu leyti en með tilkomu tungumálamið- stöðvarinnar skapast möguleiki á að laga námið að þörfum hvers og eins. Hvað fyrri hópinn varðar þá hafa tungumálanemendur tekið þessari að- stöðu fagnandi og vinna í Tungumálamið- stöðinni er orðinn fastur þáttur í nokkrum námskeiðum, má þar nefna viðskipta- frönsku, viðskiptaspænsku og spænsku. Til að bregðast við þörfum síðari hópsins verður boðið upp á sérstök tungumálanámskeið og hefjast þau á haustmisseri 1999. Til að byrja með verða fjögur tungumál í boði: danska, franska, spænska og þýska og verða tvö námskeið í hvegu tungumáli. Ollum nemendum HI er frjálst að skrá sig í þessi námskeið og eru þau metin til þriggja eininga hvert. Hér á eftir verður greint nánar frá þessum nám- skeiðum. Tungumálanámskeið í Tungumála- miðstöð Tungumálanámskeið, sem kennd eru í Tungumálamiðstöðinni, byggja að veru- legu leyti á sjálfsnámi, en þannig skapast svigrúm til að laga námið að þörfum ein- staklingsins. Nemendur vinna á sjálfstæðan hátt í samvinnu við kennara og hér er því um stýrt sjálfsnám1 að ræða. Hver nemandi hittir kennara í samtalstímum þar sem tal- mál er þjálfað og í sérstökum stoðtímum þar sem nemandinn fær leiðbeiningar varðandi sjálfsnámið, m. a. varðandi tal og ritun. Nemendur skila reglulega verkefn- um til kennara. Hver nemandi getur valið mismunandi leiðir í náminu og valið úr fjölda verkefna. Þannig er hægt að tengja tungumálanámið sérsviði hvers og eins. Tungumálanám í Tungumálamiðstöð er hagnýtt, þar sem lögð er rík áhersla á tal- mál og ritun auk skilnings á töluðu og rit- uðu máli, m.a. með notkun fjölmiðla og tölva. Markmiðið með námskeiðum þess- um er að þjálfa alhliða tjáskiptahæfni á hinu erlenda máli. Einnig er nemendum veitt innsýn inn í það þjóðfélag/þau mál- Hér má sjá aðstöðuna í Tungumálamiðstöðinni. 19

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.