Málfríður - 15.05.1999, Síða 20

Málfríður - 15.05.1999, Síða 20
svæði sem tengist hinu erlenda tungumáli og málefni líðandi stundar. Þar gegnir ný upplýsingatækni lykilhlutverki. Eins og áður hefur komið fram þá er hvert nám- skeið metið til þriggja eininga og er fjórar 45 mín. kennslustundir á viku. Þessar stundir skiptast sem hér segir: Sjálfsnám í tungumálamiðstöð: 2,5 kennslustundir á viku (u.þ.b.l 10. mín. en nemendum er þó að sjálfsögðu frjálst að eyða meiri tíma í sjálfsnám- ið). Samtalstímar í pörum með kennara: 3x15 mínútur á viku, samtals ein kennslustund (45 mín.) Stoðtímar með kennara: 0,5 kennslu- stund á viku, kennt er aðra hverja viku eina kennslustund (45 mín.) í senn. Upplýsingatækni og kennslufræði ... hlutverk mála- kennarans hefur breyst með til- komu hinnar nýju tækni Hættan sem fylgir því að nota upplýsinga- og fjarskiptatækni í tungumálakennslu er vitaskuld sú að hinn skapandi þáttur mála- námsins gleymist og að áherslan verði lögð á einhæfar æfingar með eyðufýlling- um og krossaprófum þar sem nemandan- um gefst ekki tækifæri til þess að nota málið á skapandi hátt. Það er því mikil- vægt að nýta tæknina í þágu kennslufræð- innar og nota hana þar sem hún á við. Erfitt er að hugsa sér málakennslu án kennara með sérþekkingu á fagsviðinu því hann getur greint vanda nemandans og leiðbeint honum um mismunandi leiðir til að ná árangri. Hann er líka eftir sem áður sá aðili sem veitir nemandanum flest tæki- færi til samskipta á hinu erlenda máli. Hinu má ekki gleyma að hlutverk mála- kennarans hefur breyst með tilkomu hinn- ar nýju tækni og það á ekki síst við um kennara sem leiðbeina nemendum í sjálfs- námi. I stað þess að miðla upplýsingum er hlutverk hans kannski fremur fólgið í að leiðbeina nemendum um hvernig þeir geti nálgast upplýsingar á sjálfstæðan og markvissan hátt. Þá er hlutverk hans líka að leiðbeina nemandanum í því persónu- lega ferli sem námið er, hann þarf að taka tillit til persónulegra þarfa hvers og eins. I Tungumálamiðstöðinni er tækninni beitt til að skapa sem ákjósanlegastar að- stæður fyrir tungumálanám, sem sniðið er að þörfum einstaklingsins, og þar er skap- andi málnotkun í fyrirrúmi. Erlendar sjónvarpsstöðvar, og ekki síst veraldarvef- urinn, skapa áður óþekkta nálægð við er- lend tungumál og menningu þar sem hindrunum tíma og rúms er rutt úr vegi. Það er mikilvægt að nýta þessa nálægð í tungumálakennslunni án þess þó að missa sjónar á markmiði kennslunnar: að byggja upp tjáskiptahæfni hjá nemandanum. Þeim gefst nú kostur á að lesa og heyra er- lend mál á hveijum degi og þannig eykst „snertingin“ við erlenda menningu til muna. Ef rétt er haldið á spöðunum ætti að vera hægt að skapa aðstæður fýrir skil- virkt tungumálanám og auka gagnkvæm- an skilning milli ólíkra menningarsvæða. Eyjólfur Már Sígurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar Háskóla Islands. 20

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.