Málfríður - 15.05.1999, Side 22

Málfríður - 15.05.1999, Side 22
Tungumálakennsla í Háskóla Islands Margrét Jónsdóttir Greinilegt er að það tungumála- nám sem boðið er upp á í fram- haldsskólum landsins er ekki fullnægjandi fyrir háskóla- nám. 22 Það er mikill ábyrgðarhluti að veita ein- staklingum framhaldsmenntun og jafnvel doktorsgráðu við Háskóla Islands án þess að gerðar séu kröfur um tungumálakunn- áttu. Nú er svo komið að leikni í tungu- málum flokkast undir almenrta menntun. Háskóli Islands þarf að bregðast við þeirri þróun með því að gera kröfur um tungu- málakunnáttu á öllum stigum (B.A., B.S., M.A. og doktorsstigi). Með tilkomu rammareglna um framhaldsnám við Há- skóla Islands gefst kjörið tækifæri til að endurskoða tungumálakennslu við stofn- unina.Verið er að stíga nýtt skref með því að bjóða upp á framhaldsnám í æ fleiri greinum. Með því skuldbindur stofnunin sig til þess að „framleiða" einstaklinga með menntun sem gerir þá samkeppnis- hæfa á alþjóðlegum vinnumarkaði nútím- ans. Fram til þessa hafa nemendur sem hafa farið í framhaldsnám erlendis sjálf- krafa orðið að læra erlend tungumál og kynnast menningu og siðum annars þjóð- félags. Með tilkomu framhaldsnáms á Is- landi breytist það. Olíkt flestum erlendum háskólum hef- ur Háskóli Islands engin yfirlýst markmið í tungumálakennslu. Ætlast er til þess að nemendur kunni ensku, dönsku og þýsku frá því þeir voru í menntaskóla. Það stenst þó engan veginn og í staðinn fýrir að gera eitthvað í málinu, bölsótast kennarar yfir því að nemendur geti ekki lesið fræði- greinar á þessum málum. Greinilegt er að það tungumálanám sem boðið er upp á í framhaldsskólum landsins er ekki full- nægjandi fýrir háskólanám. Með þessu á ég ekki við að tungumálakennslu í fram- haldsskólum hafi hrakað, heldur eru sífellt gerðar meiri kröfur á þessu sviði.Við þetta bætist að tungumálakunnátta er nokkuð sem þarf að halda við. Ef það er ekki gert, breytist virkur orðaforði í óvirkan og smám saman hverfur hæfileikinn til sam- skipta. Þess vegna er svo mikilvægt að Há- skólinn bjóði upp á mun fjölbreyttara tungumálanám en nú er. Því finnst mér að Háskólinn eigi að móta sér stefnu í tungu- málakennslu þar sem eftirfarandi kemur fram: I fýrsta lagi þarf að gefa B.A./B.S. nem- um tækifæri til að stunda nám í þeim tungumálum sem kennd eru við stofnun- ina meðfram almennu námi sínu. Þar hef ég í huga námskeið sem eru kennd í klukkustund í senn fjóra til fimm daga vikunnar og ætti engum að vera ofraun að bæta því við stundaskrána. I sumum tungumálum, til dæmis þýsku, frönsku og spænsku þarf að bjóða upp á byrjenda- námskeið, en erfiðari námskeið í dönsku og ensku. Nám sem þetta á að standa há- skólanemum til boða og verða eins konar blómaskreyting á útskriftarskírteinið þótt það sé ekki rnetið til eininga. Umbuna mætti þeim sem þegar standa vel að vígi með því að bjóða upp á stöðupróf og / eða alþjóðleg próf. Með þessu móti tök- um við það alvarlega að undirbúa ungt fólk undir atvinnulífið, því skortur á tungumálaþekkingu getur orðið til þess að menntun einstaklinga nýtist ekki sem skyldi. I öðru lagi sýnir það sjálfstæði Islend- inga að við skulum geta boðið upp á sífellt hærri prófgráður innanlands. Það leggur hins vegar nýjar skyldur á herðar Háskóla Islands. Hann verður að ,,framleiða“ fag- fólk sem er ekki einungis samkeppnishæft hér heima heldur einnig á alþjóðlegum vettvangi. Nauðsynlegt er vegna smæðar landsins að bæta nemendum í framhalds- námi upp það sem þeir missa af við að vera ekki langdvölum erlendis og er það best gert með tungumálakennslu. Mennta- fólk okkar verður að geta skrifað greinar á erlendum tungumálum. Það dugar ekki að hneykslast á því að við séum ekki með á kortinu til dæmis í miðaldafræðum ef við birtum ekki rannsóknir okkar á erlendum

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.