Málfríður - 15.05.1999, Side 24

Málfríður - 15.05.1999, Side 24
Tilraunakennsla í dönsku fyrir heyrnarlausa Guðrún Ragnarsdóttir Sé tekið tillit til þess að táknmál er fyrsta mál heyrnarlausra, er hér tekið mikið framfaraskref í kennslu fyrir heyrnarlausa. 24 í framhaldi af erindi sem ég hélt fyrir dönsku- og enskukennara í nóvember síð- astliðnum var ég beðin um að skrifa grein í Málfríði urn reynslu mína af kennslu í dönsku fyrir heyrnarlausa sem hófst í Menntaskólanum við Hamrahlíð haustið 1997. Kennslan fór fram í samvinnu við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrn- arskertra. Hér var um tilraunaverkefni að ræða og var upphaf þessarar samvinnu kennsluforrit, sem unnið hafði verið með á Samskiptamiðstöð í samvinnu við höf- und forritsins, Trausta Kristjánsson raf- magnsverkfræðing. Gerð kennsluefnis sem styrkt er af Sókratesaráætlun Evrópu- bandalagsins, Lingua D, og öll framkvæmd verkefnisins, er í höndum Samskiptamið- stöðvar. Kennsluefnið, sem enn er verið að þróa, er fyrst og fremst frumsamið og byggir á sögum um heyrnarlausa, bæði hér á Islandi og í Danmörku. Þá er einnig þýtt efni úr smásögum og blaðatextum. Text- inn er unninn ýmist á íslensku eða dönsku táknmáli. Kennslulorritið er þannig byggt upp að táknmál og texti á dönsku eru tengd saman og birtist á skjánum í tveimur að- skildum römmum. I öðrum rammanum er þulur sem fer með textann á táknmáli og í hinum birtist textinn á dönsku. Sé tekið tillit til þess að táknmál er fýrsta mál heyrnarlausra, er hér tekið mikið fram- faraskref í kennslu fýrir heyrnarlausa. Hingað til hefur þurft að styðjast við ann- að mál, íslenskuna, sem gerir tungumála- námið flóknara en þörf er á. Nú er verið að vinna danska málfræði á íslenskt tákn- mál, svo nemendur geti lært hana milli- liðalaust. Hægt er að vinna við kennsluforritið á ýmsa vegu, bæði með texta og táknmál í senn eða útiloka annan hvorn þáttinn á skjánum til að einbeita sér að ákveðnum þáttum kennslunnar.Varðandi seinna atrið- ið getur þetta verið gagnlegt til að þyngja námið ef kennara finnst nemandinn styðj- ast fullmikið við táknmálið og þannig stytta sér leið, eða ef kennarinn vill nota textann hefðbundið til að þjálfa atriði sem verið er að kenna. Eins ef textinn er á dönsku táknmáli, þá má athuga hversu mikið nemendur skilja án þess að textinn sé fýrir framan þá. Texta með dönsku táknmáli er ekki hægt að kenna á byrjun- arstigi vegna þyngdar námsefnisins. Nem- endur þurfa að vera búnir að ná ákveðinni leikni í dönsku áður en að því er komið. Forritið er þannig úr garði gert að hægt er að lýsa upp þann hluta danska textans sem táknmálsþulur er staddur í það og það skiptið og getur þá nemandinn fýl- gst með frá orði til orðs. Þá er hægt að stoppa alveg og láta táknið endurtaka sig til að leggja áherslu á einhvern hluta orðs eða setningar, hvort sem um er að ræða tileinkun á orðaforða eða málfræðiatriði sem kennarinn vill leggja áherslu á. Til gamans má geta þess að ég hef dundað mér við að snúa þessu við og lært eitt og eitt tákn á þennan máta. Hvað varðar orðaforðann er hægt að vinna út frá hvað orðin þýða eða finna samheiti ef táknið er það sama, t.d. í idræt og sport. Og málfræðin er einnig áhuga- verð. Hér getur nemandinn séð muninn á sjálfu orðinu annars vegar og svo tákninu hins vegar. Táknið hefur mismunandi merkingar, allt eftir handahreyfingum eða látbragði. T. d. eru fornöfn innbyggð í táknið — sá sem talar bendir ýmist á sjálf- an sig eða einhvern annan/aðra ásamt meðfýlgjandi sögn eða nafnorði. Hvort sem kennarinn er búinn eða ætlar að fara að kenna fornöfn, þá getur hann beðið nemandann að finna viðkomandi fornöfn í texta með hjálp táknmálsins. Auk þess sem þessi aðferð er mun áhritaríkari en að taka hvert dæmið á fætur öðru á töfluna er hér komið að meginmarkmiðum forrits- ins. I fýrsta lagi að gefa heyrnarlausum

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.