Málfríður - 15.05.1999, Page 27

Málfríður - 15.05.1999, Page 27
Ljóðasíðan Sigrún Gísladóttir þýskukennari og myndlistarkona hefur lagt ljóðasíðunni til frumsamið efni. Ljóðið tengist vorkomunni og er ort bæði á íslensku og þýsku. Kvæðið um kríurnar Krían er komin, hún kom í gær, þær komu tvær utan af Atlantshafi á því er enginn vafi. Eg brosti við þeim báðum tveim, bauð þær velkomnar hingað heim. „Komið fagnandi ferðamóðar, fyrstar til okkar norðurslóðar.“ Þær heilsuðu mér með hýrri brá, hófu síðan að segja frá: „Við flýttum okkur, flugum ótt, flugum bæði dag og nótt. Landið ísa órafjarri, ilminn þráðum úr votu kjarri. Vonin okkur veitti þor, vissum að nú var komið vor. A vængjum þöndum þreyttum flug, þurftum að sýna dáð og dug. Margt getur gerst á langri leið, leiðin ekki ætíð greið. Okkur vonskuveður hrelldi, vini marga í hafið felldi. A öldum stundum fengum far, framundan björt nóttin var. I háloftunum himinfley hröðuðu sér í sunnanþey. Úr Ægi sáum ísland rísa eins og þess var von og vísa. Fjallkonu með faldinn háan fagra bar við himin bláan. Snævikrýnd í hæstum hæðum, hugumstór með eld í æðum. Með heiðríkju og heiðalönd, hraunbreiður og eyðiströnd, hvíta fossa, svartan sand. Svipmikið er þetta land. Náðum landi um lágnættið, lofuðum báðar Almættið. Hvíldum lítil, lúin bein, lánsamar á fjöruhlein. Seig á okkur svefninn fljótt, sváfum rótt í vorsins nótt. Nú bíður okkar sól og sumar, sandar lifna, mórinn brumar. Og þegar haustar með unga höldum héðan burt frá vetri köldum. En næsta vor þá vitjum þín,— — vertu blessuð vina mín.“ 27

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.