Málfríður - 15.09.2003, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.09.2003, Blaðsíða 20
En mörg þess- arra landa hafa náð undraverð- um árangri í viðskiptum og hagstjórn á mjög skömmum tíma og taldi ég því áhugavert að komast þangað til að kynnast af eigin raun að minnsta kosti hluta svæðisins. 20 tengslum við land og þjóð. Persónulega fékk ég í magann af að labba um Vetrar- höllina, gullskreyttir salir og fleira í þeim dúr gersamlega gengu fram af mér. Það er sem sagt þessi mikilfengleiki og stærð sem skilur að rússneska og íslenska menningu að mínu áliti. Það sem samein- ar þessa tvo menningarheima er hugsan- lega bókmenntaarfurinn, báðar þjóðirnar búa yfir mikifli bókmenntahefð. — Hvaða not hefur þú haft af náminu hing- að til? Ekki not mælt í krónum, heldur frekar að maður lærir svo margt á því að fara til fjarlægra landa og standa á eigin fótum. Þau not sem ég hef haft af þessu hingað til er það að þetta hefur breikkað sjón- deildarhringinn svo um munar. Maður hefur kynnst stórkostlegu fólki og lært mikið af því. — Hvaða not munt þú hafafyrir þessa kunn- áttu þína eftirleiðis? Ef (og þetta er stórt ef) ég er duglegur að halda við tungumálinu þá er aldrei að vita nema maður fái vinnu hér á landi sem tengist Rússlandi á einhvern hátt. Eg treysti á rússnesk stjórnvöld að halda áffam á sömu braut og styrkja efnahaginn og leita nýrra sóknarfæra. Með því opnast tækifæri fyrir erlenda stúdenta er hafa lært rúss- nesku. Það er einnig draumur minn að búa í Rússlandi og koma á frekari tengslum milli Islands og Rússlands. Löndin eiga meira sameiginlegt en margan grunar. — Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem hafa hugsað sér að leggja stund á tungumálanám í framandi löndum? Að fara út með OPNUM huga og ekki ætlast til að allt sé eins og „heima“.Við búum í fámennu landi þar sem er stjanað við okkur. Ef við ætlumst til að það sé gert annars staðar þá verðum við fyrir miklum vonbrigðum. Það þýðir ekki að öskra: „Eg er íslenskur ríkisborgari“, og ætlast til að fólk kippi sér upp við það. Þeim er nákvæmlega sama. Lærðu á kerfi viðkomandi lands, taktu þátt í því, ekki reyna að breyta því, annars verður þú orðin(n) geðveik(ur) eftir viku. Það eru í raun það eina sem ég get ráðlagt fólki. Gangi ykkur vel. Tómas Orri Ragnars- son er viðskiptafræð - ingur frá Háskóla Is- lands (1997) og stundaði nám í kín- versku í Taipei og Hong Kong á árunum 1998—2000. Tómas starfar á alþjóð askrif- stofu utanríkisráð uneytisins. „Það sem varð fyrst og fremst til þess að ég fór til Austur-Asíu til að læra kínversku var áhugi á framandi menningu og þjóð- um. Um það leyti sem ég var að útskrifast var Asíukreppan að breiðast út og mér var ljóst að í raun vissi maður lítið sem ekkert um þessi lönd. Mér þótti því áhugavert að komast á þessar slóðir og kynnast af eigin raun hvernig væri umhorfs.“ „Ut frá sjónarhóli viðskipta- og hag- fræði er Austur-Asía, þar sem flest lönd hafa rætur í kínverskri menningu og heimspeki, að mörgu leyti mjög heiflandi svæði. En mörg þessarra landa hafa náð undraverðum árangri í viðskiptum og hagstjórn á mjög skömmum tíma og taldi ég því áhugavert að komast þangað tfl að kynnast af eigin raun að minnsta kosti hluta svæðisins.“ — Er erfitt að læra kínversku og nýttist önn- ur tungumálakunnátta í náminu á einhvern hátt? „Elér get ég auðvitað bara talað fyrir mig sjálfan en að mínu mati skiptir mestu máli að vera opinn og jákvæður í garð menn- ingar, fólksins og námsins. Vissulega er erfitt að læra tungumál sem eru jafn fram- andi og kínverska en ég trúi því að með nægum tíma og vinnu geti flestir náð góð- um árangri. Eg held að það sé líka mikil- vægt að passa sig á að vera ekki með of miklar væntingar og kröfur varðandi ár- angur að minnsta kosti ekki til að byija með.“ „Hvað varðar að hvort reynsla af öðru tungumálanámi nýtist við nám á framandi tungumálum eins og kínversku held ég að það hljóti að vera. Að minnsta kosti skemmir það ekki fyrir. I kínversku er afar mikilvægt að hlusta og tala því að tengsl milli táknmynda í kínversku og hljóðs eru ekki endilega skýr. I þeim tungumálum

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.