Málfríður - 15.09.2003, Side 34

Málfríður - 15.09.2003, Side 34
Minnimáttar- kenndin gagn- vart Parísar- frönskunni er hins vegar mjög á undanhaldi sem sýnir sig best í því að ýmsar nýjungar fá að blómstra í tungumálinu og enskum slettum er haldið frá með nýyrðum eða orðum frá fyrri öldum. 34 kvæðu skoðunum sem enskumælandi íbúar Québec höfðu á þeim. Það virðist sem minnimáttarkennd hinna frönsku- mælandi sé slík á köflum, jafnvel enn í dag, að þeir vanmeta sjálfa sig meira en hinir enskumælandi. Þetta er í raun ekki undarlegt í ljósi þess að hinir ffönskumæl- andi eru stöðugt í vörn gegn enskumæl- andi áhrifum, ekki einungis frá öðrum héruðum Kanada, heldur einnig frá Bandaríkjunum. Þá hlýtur það að viðhalda minnimáttarkenndinni að innflytjendur sækja svo mikið í enska tungu. Það er aftur á móti augsýnilegt að mál- stefna Québec héraðs hefur breytt afstöðu frönskumælandi íbúa til þeirra eigin tungumáls á þeim fáu árum sem hún hef- ur verið við lýði. Þetta fólk er samstíga í að viðhalda tungumáli sínu og hefja sér- stöðu þess á loft. Minnimáttarkenndin gagnvart Parísarfrönskunni er hins vegar mjög á undanhaldi sem sýnir sig best í því að ýmsar nýjungar fá að blómstra í tungu- málinu og enskum slettum er haldið frá með nýyrðum eða orðum frá fýrri öldum. Dæmi um nýjungar í málinu eru kven- kynsmyndir stöðuheita og titla sem ekki hafa kvenkynsmyndir í Parísarffönskunm. Umræðan um þetta hófst opinberlega um 1976 og árið 1990 er notkun kvenkyns- mynda stöðuheita og tida gerð almenn. Bent var á að ekki þarf að breyta mörgu til að mynda kvenkyn tida og stöðuheita, oft nægir að bæta við -e á karlkynsmyndina. Karhnn sem skrifar er écrivain og konan er écrivaine en ekki femme écrivain eins og þeir þrjóskast við að segja í París. Langar leið- beiningar um þessa málnotkun er að finna á internetinu. Þar er t.a.m. bent á ýmsar leið- ir til að orða hlutina á þann veg að forðast megi nafnorð eða fornöfn sem feh í sér ein- ungis karlkyn. Þannig má segja la population étudiante í stað les étudiants þar sem hið síð- arnefnda er karlkynsmynd (ils). Franska aka- demían er reyndar ekki á því að um sann- anlegt karlkyn sé að ræða heldur í raun hludaust kyn. Þrátt fýrir almenna notkun kvenkynsmyndanna er athyghsvert að því hærri stöðum sem konur gegna, því algeng- ara er að- þær kjósi karlkynsmyndina og er ástæðan sú að þeim finnst þær njóta minni virðingar ef þær nota kvenkynsmyndina. En baráttunni er ekki lokið, síður en svo. Enn þann dag í dag ríkir gríðarleg togstreita á milli enskumælandi og frönskumælandi Kanada sem birtist í ýms- um myndum, bæði á landsvísu og innan Québec-héraðs. Þó að staða franskrar tungu í Québec virðist vera nokkuð örugg frá lagalegu sjónarhorni séð, er ekkert tryggt í þeim efnum. Og enn er ónefnd sú ógn sem steðjar helst að hinu frönskumæl- andi samfélagi um þessar mundir, ógn sem reyndar bygaði að láta á sér kræla þegar í kjölfar seinni heimstyrjaldar, en það er lág fæðingartíðni hjá frönskumælandi konum í Québec. Ibúafjöldi í héraðinu óx mjög hratt á 17., 18. og 19. öld, hver kona fæddi að meðaltah átta börn á 17. og 18. öld og sex börn á þeirri 19. Hún var enn nokkuð há aht fram á þá 20. en þegar síga tók á seinni hluta síðustu aldar var fæðingartíðni frönskumælandi kvenna komin niður í 1,43 sem er aht of lág th að viðhalda fólks- fjöldanum (2,1 börn er talin nauðsynleg fæðingartíðni á hvega konu). Ef fæðingar- tíðni helst svo lág í náinni framtíð ásamt því að inndytjendur haldi áfram að velja ensku sem 1. mál má ætla að hið frönsku- mælandi samfélag verði htið brot af íbúa- fjölda Kanada um næstu aldamót 10-15%. Sannkahaður minnihluti á landsvísu og Ht- hsmegnandi meirihluti í Québec í saman- burði við Kanada í heild. V. Nokkur sérkenni franskrar tungu í Québec Að lokum er ekki úr vegi að gefa nokkur dæmi um á hvaða hátt franskan í Québec er óhk Parísarfrönskunni og þá aðahega talmál, þar sem ritað fornhegt mál er að destu leyti hið sama og það sem fýrirdnnst í Frakklandi. Sérkenni framburðar eru nokkuð mörg. I Québec er t.d. enn gerður greinarmunur á vissum sérhljóðum sem er hordnn eða við það að hverfa úr Parísarfrönskunni: -Greinarmunur á stuttum og löngum sér- hljóðum:faites [fet] # féte [fe:t] -Greinarmunur á nefhljóðunum /œ/ og Æ/ (í Frakklandi er hið fýrra við það að hverfa úr hljóðkerdnu). -Sérhljóðin /i/, /y/ et /u/ hafa tilhneig- ingu til að hverfa í áherslulausu atkvæði: participer [partspe] en ekki [partisipe].

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.