Málfríður - 15.09.2003, Side 3

Málfríður - 15.09.2003, Side 3
Ritstj órnarrabb Haustblað Málfríðar er að þessu sinni nokkuð ólíkt því sem lesendur hafa átt að venjast undanfarin misseri. Utht forsíðunnar hefiir tekið breytingum og greinar í blaðinu eru faar en umfangsmiklar. Eyjólfur Már Sigurðsson hefur skrifað áhuga- verða grein um hugmyndir nemenda varðandi mis- munandi þætti tungumálanámsins og um tungumál almennt og skoðar þær í ljósi kenningar um felags- lega túlkun. Kemur ýmislegt á óvart í þeirri lesningu. Verkefni nokkurra kennara við Laugalækjar- skóla um framfaramöppur í tungumálanámi hlaut Evrópumerkið árið 2003 og tók Brynhildur Anna Ragnarsdóttir vel í beiðni ritstjórnarinnar um að kynna verkefnið í grein sem birtist í blaðinu nú. Björg Hilmarsdóttir var einnig fús til að deila efni meistararitgerðar sinnar með lesendum blaðs- ins. í greininni segir hún frá rannsókn sem hún gerði meðal íslenskra firamhaldsskólanema á rit- unarferli texta í dönsku, með sérstakri áherslu á hlé og leiðréttingar.Við rannsóknina notaði hún tölvu- forrit og leiddi hún ýmislegt athyglisvert í ljós. Kaoru Umezawa, lektor í japönsku við Háskóla Islands, svaraði nokkrum spurningum ritstjórnar varðandi kennslu japönsku í hinum vestræna menn- ingarheimi. Auk þess fá lesendur að kynnast upp- hfun þriggja Islendinga sem hafa tekist á hendur nám í framandi tungumáh. I lokagrein blaðsins §allar Jóhanna Björk Guðjónsdóttir um ástæðurnar fyrir því að franska er töluð í Kanada og um stöðu frönskunnar þar vestra. Ritstjórnin óskar lesendum Málfríðar gleði- legra hátíða, árs og friðar. Eftirtalin fagfélög tungumálakennara eiga fulltrúa í ritstjórn Málffíðar haustið 2003: Félag dönskukennara: Bryndís Helgadóttir Iðnskólanum í Hafnarfirði heimasími: 557 4343 netfang: bryndis.helgadottir@idnskolinn.is Félag frönskukennara: Jóhanna Björk Guðjónsdóttir Háskóla Islands heimasími: 562 2677 netfang: jobg@hi.is Félag þýskukennara: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík heimasími: 568 1267 netfang: asmgud@isl.is Efnisyfirlit Eyjólfur Már Sigurðsson: Hvað eru nemendur að hugsa? .................. 4 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir: Framfaramöppur í tungumálanámi................11 Að læra framandi tungumál ....................15 Björg Hilmarsdóttir: Skriveprocessen — bag kuhsserne...............22 Jóhanna Björk Guðjónsdóttir: Frönsk tunga í Québec fylki í Kanada .... 29 Málfríður, tímarit Samtaka tungumálakennara, 2. tbl. 2003. Utgefandi: Samtök tungumálakennara á Islandi. Ábyrgðarmaður: / * Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Bryndís Helgadóttir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir Prófarkalestur: Eygló Eiðsdóttir Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Umbrot, prentun og bókband: Steinholt ehf. Heimilisfang Málfríðar: Pósthólf 8247 128 Reykjavík. Hönnun forsíðu: PállThayer listamaður Mynd: Merki evrópsks tungumáladags 3

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.