Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 2
2 BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 20. maí 1992 Vestfirðir: Ráðstefna um van- nýtta fiskstofna — á vegum nýstofnaðra Þróunarsamtaka á Vestfjörðum IMARSMÁNUÐI síðast- liðnum voru stofnuð hér vestra, Þróunarsamtök Vestfjarða en tilgangur sam- takanna er m.a. sá að vinna að því að þekking og reynsla á sviði sjávarútvegs á Vest- fjörðum nýtist til þróunar og nýsköpunar auk þess að skapa vettvang þar sem hug- myndir og frumkvæði heimamanna fái umfjöllun og stuðning. Þá er það hlutverk Þróun- arsamtaka á Vestfjörðum að tryggja að fullt tillit sé tekið til óska fyrirtækja á svæðinu varðandi verkefnaval og verði unnin í samráði við þau auk þess að styrkja stöðu rannsóknastofnanna á Vestfjörðum. Aðilar að samtökunum eru opinberar stofnanir; útibú Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, útibú Hafrannsóknarstofn- unar, Háskóli Islands, Há- skólinn á Akureyri og Byggðastofnun ásamt ýms- um fyrirtækjum sem tengj- ast veiðum, vinnslu og þjón- ustu við sjávarútveg á Vestfjörðum. Samtökunum er ætlað að skapa nýjan vettvang í sjáv- arútvegi ásamt því að stuðla að lausn vandamála sem upp koma í vinnslu og veið- um. Þegar ráðist er í ákveð- in verkefni er gerður um það sérsamningur sem þau fyrirtæki sem áhuga hafa, skrifa undir og geta með því stjórnað að hve miklu leyti og á hvaða hátt þau koma inn í viðkomandi verkefni. I samvinnu við Fjórð- ungssamband fiskdeildanna á Vestfjörðum ætla Þróun- arsamtökin að efna til ráð- stefnu sem ber yfirskriftina „Vannýttar tegundir Raunhæfur möguleiki?“. A ráðstefnunni verður fjallað um svonefnda „vannýtta fiskistofna“. Fyrirlesarar verða fulltrúar Sjávarút- vegsráðuneytis, Hafrann- sóknarstofnunar, Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sem munu ræða málin hver frá sínu sjónarhorni. Ráðstefnan verður haldin á Hótel ísafirði miðvikudag- inn 27. maí kl. 13.00 og er fundurinn öllum opinn. -s. Fjarðarsvæðið -einbýlishús Hef kaupanda að góðu einbýlishúsi á Fjarðarsvæðinu. Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði Sími 4144. ísafjörður: Patreksfjörður /Þingeyri: Samnintar hafa tekist á milli Flugleiða og sveitarstjórna SAMNINGAR hafa tek- íst á milli sveitarstjórn- anna á Patreksfiröi og á Þingeyri annars vegar og Flugleiða hf. um áætlunar- flug félagsins til þessara staða. Samkvæmt nýrri sumará- ætlun félagsins til þessara staða og gildir frá 18. maí til 6. september verða flognar 11 ferðir til Patreksfjarðar á viku og þrjár ferðir til Þing- eyrar. Flogið verður með 19 sæta Twin Otter vél Flugfé- lags Norðurlands hf., utan hvað á föstudögum er flogið með nýrri Fokker 50 flugvél til Patreksfjarðar. í tilefni sumaráætlunar Flugleiða til þessara staða hefur félagið ákveðið að bjóða „betra verð“ á þess- um leiðum sem er kr. 5.430. til og frá Patreksfirði og kr. 5.370 til og frá Þingeyri. Verðið er miðað við að greitt sé fyrir báðar leiðir, fram og til baka, með a.m.k. tveggja daga fyrir- vara og höfð sé viðdvöl í þrjár nætur hið minnsta en hér er um takmarkað sæta- framboð að ræða. -s. Vitni vantar LÖGREGLAN á ísa- firði hafði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Fimmtudaginn 30. apríl sl. var ekið utan í vinstra afturbretti og vinstri fram- hurð bifreiðarinnar SP- 866, þar sem hún stóð við Brunngötu 7, á ísafirði. Tjónvaldur hvarf burt af vettvangi án þess að til- kynna ákeyrsluna. Bif- reiðin SP-866 er af gerð- inni Lada fólksbíll, hvít að lit. Föstudaginn 8. maí var ekið utan í hægra fram- bretti bifreiðarinnar AV- 321 þar sem hún stóð við Stjórnsýsluhúsið á ísa- firði. Tjónvaldur hvarf burt af vettvangi án þess að tilkynna ákeyrsluna. Bif- reiðin AV-321 er af gerð- inni Subaru fólksbifreið, rauð að lit. Ef einhverjir lesendur blaðsins hafa einhverja vitneskju um þessa atburði eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (20.05.1992)
https://timarit.is/issue/412185

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (20.05.1992)

Aðgerðir: