Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 16
Lítið inn eða hringið, áðuren þið leitið annað SgH-PRENT ö SÓLGÖTU 9 ÍSAFIRÐI F S 4560 S 4570 Föstudagskvöld: Pöbbinn opinn kl. 23-03. Laugardagskvöld: Nánar í götuauglýsingum. Veri6velkomin Víkurbær Skemmtistaður BolunqarvfkS7130 Isafjörður: IFYRIRSPURNARTÍMA á Alþingi fyrir stuttu, þar sem rætt var um ábyrgð verktaka kom fram hjá Kristni H. Gunnarssyni, alþingismanni Vestfirðinga að komið hafi í Ijós steypuskemmdir á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði og væri áætlaður kostnaður við viðgerðir á húsinu um 40 milljónir króna. Kristinn sagði að kostnaðurinn af viðgerð- unum myndi falla að öllu leyti á ríkið en ábyrgð verktakans Ármannsfells hf., virtist engin vera. Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt sjúkrahússins segir í samtali við Morgunblaðið að aðalástæður steypu- skemmdanna séu þær að húsinu hafi ekki verið haldið við síðan þar var byggt og að steypan í því sé gölluð. Hún sé ekki nógu frostþol- in. Þá sagði hann að gerð hefði verið áætlun um að gera við skemmdirnar fyrir um 40 milljónir en hins veg- ar væri ástæða til að hafa í huga að inn í þeirri upphæð væri virðisaukaskattur sem rynni aftur til ríkisins og eðlilegt viðhald á húsinu hefði væntanlega kostað um 15 milljónir'. Þannig væri kostnaðurinn við sjálfa við- gerðina í raun um 20 millj- ónir. Skemmdirnar komu í ljós fyrir 2-3 árum og voru rann- sakaðar í fyrravetur. Nú liggja niðurstöður fyrir og unnið er að útboði. Áætlað er að viðgerðir á sjúkrahús- inu hefjist í sumar en fjár- veiting er til þriggja ára. Jes sagði að auðvitað ættu bæði verktaki og steypustöð að bera ábyrgð á skemmdunum á sjúkrahúsinu en sam- kvæmt íslenskum lögum næði sú ábyrgð ekki svo langt aftur. -s. • Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði. Miklar steypuskemmd- ir hafa komið í Ijós á húsinu og er áætlað að viðgerðir á því hefjist í sumar. • Elín Óladóttir, elsti starfsmaður íshúsfélags ísfirðinga tekur við viðurkenningunni úr hendi Páls Péturssonar, framkvæmdastjóra gæðaeftirlits Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Isafjörður: s AMÁNUDAGINN var, var íshúsfélagi ísfirðinga hf. afhent viðurkenning frá Cold- water Seafood, sölufyrirtæki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum fyrir góða framleiðslu og góðan stuðning á síðasta ári. Var þetta í sjötta skiptið sem fyrirtækið fær viðurkenningu sem þessa. Ellefu fyrirtæki af sjötíu á landinu fá viðurkenningu að þessu sinni eða þremur fleiri en í fyrra. Við afhend- inguna sagði Páll Pétursson, framkvæmdastjóri gæðaeftirlits Coldwater í Bandaríkjunum m.a. aö í athugun væri að bjóða tveimur fastráðnum starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem viðurkenningu fengju í skoðunarferð til Coldwater í Bandaríkjunum. Ishúsfélag ísfirðinga hf. fékk 94.2 stig í einkun fyrir framleiðslu sína af 100 mögulegum en landsmeðaltal var 89.6 stig. Það var Elín Óladóttir, elsti starfsmaður íshúsfélags ísfirð- inga hf. sem veitti viðurkenningunni móttöku. -s. ísafjörður: Litlanes IS-608 vard eldi að bráð og sókk ÆKJUBÁTURINN Litlanes ÍS-608 frá ísa- firði brann og sökk tæpar 50 sjómflur norður af Skaga út af Húnaflóa síðdegis á laug- ardag. Þrír menn frá Isafirði voru um borð í Litlanesi er eldurinn kom upp og var þeim bjargað um borð í Ingi- mund gamla frá Blönduósi sem sigldi með þá til lands. Skipverjar urðu fyrst var- ir við eld í vélarrúmi skips- ins og magnaðist hann fljótt þannig að ekki var við neitt ráðið. Reyndu skipverjar að nota slökkvitæki en án ár- angurs og var því ekkert um annað að ræða en að forða sér frá borði. Skipverjar sendu út neyðarkall á rás 16 á VHF-stöðinni svo og á stóru stöðinni en án árang- urs. Skipverjar á nærstöddu skipi, Ingimundi gamla frá Blönduósi urðu varir við reyk frá Litlanesi og sigldu strax í átt til þeirra. Er Ingi- mundur gamli kom á• stað- inn, eftir um 30-40 mínútur voru skipverjar á Litlanesi komnir í gúmmíbát og var þeim bjargað þaðan og þeir síðan fluttir til lands. Litla- nesið sökk síðan um hálfum sólarhring seinna og flutu þá olíutankar og fleira upp úr bátnum. Skipverjarnir þrír komu til ísafjarðar á sunnudag. Skýrslutökur vegna brunans fóru fram á Blönduósi og sjópróf eru fyrirhuguð á næstu dögum. Skipstjóri á Litlanesi ÍS-608 er Arnar Kristjánsson. -s. ÓHÁÐ FRÉHABLAÐ / A VESITJÖRÐIM • Menntaskólinn á ísa- firði. ísafjörður: Skóla- slit MÍ Menntaskólan- UM á ísafirði verður slitið við hátíðlega athöfn í sal skólans nk. laugardag og hefst athöfnin kl. 14.00. Við skólaslitin verður sagt frá vetrarstarfi skól- ans auk þess sem 30 ný- stúdentar og ýmsir fleiri fá prófskírteini sín. Þá verð- ur tónlistarflutningur sem að mestu leyti verður í höndum nemenda skólans. Patreksfjörður: Nýrprest- urvígður SÍÐ ASTLIÐINN sunnu- dag vígði biskup ís- lands, herra Ólafur Skúla- son, þrjá guðfræðikand- ídata til prestþjónustu. Tveir vígsluþeganna koma til starfa á Vestfjörð- um en það eru þau Hans Björnsson, sem verður sóknarprestur í Patreks- fjarðarprestakalli í Barða- strandarprófastdæmi og Sigríður Óladóttir, sem verður sóknarprestur í Hólmavíkurprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. RITSTJÓRN s 4560 • FAX S 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.