Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 8
8 BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 20. maí 1992 Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík: / s IFYRRI grein misritaðist stærð Kína og var sögð 0.6 milljónir ferkílómetrar en á að vera 9.5. Við vorum að ganga til náða sunnu- dagskvöldið 5. apríl þegar sögu lauk í síðasta blaði Bæjarins besta. Mánudagurinn 6. apríl Við vorum vakin um kl. 07.00. Mitt fyrsta verk eftir væran nætursvefn var að gá til veðurs. Hugurinn reikaði heim. Hvernig skyldi veðrið vera þar? Ég sá fyrir mér vini mína í Bolungarvík aka 3ja til 5 mín. leið í vinnuna - flestir á nýjum glæsivögn- um. Hér er bifreiðin ekki al- menningseign, fjöldi reið- hjóla er aftur á móti yfir- þyrmandi. Tíu „gíra“ reiðhjól óþekkt, flest virðast komin til ára sinna, en eng- inn virðist æðrast þrátt fyrir allt að klukkustunda hjól- reið í vinnuna. Morgunveðr- ið lofaði góðu, og mun bjartara var í lofti en daginn • Ólafur Kristjánsson, bæj- arstjóri í Bolungarvík skrif- ar um ævintýraferð til Kína. áður. Eftir glæsilegan „vest- rænan“ morgunverð var okkur boðið í heimsókn til lista- og handiðnaðarverk- smiðju - Beijing Arts and Crafts Factory. Móttakan byrjaði allstað- ar á sama hátt: Menn heils- ast og skiptast gjarnan strax á nafnspjöldum, og boðið er til tedrykkju í virðulegum salarkynnum, saga viðkom- andi fyrirtækis eða borgar kynnt í stuttu máli og síðan bornar fram fyrirspurnir, sem oftast enduðu með al- mennu spjalli. í verksmiðj- unni starfa um 1.700 manns, og fengum við að sjá hvern- ig listmunir verða til, stig af stigi. Fyrirmyndir eru sóttar til eldri tíma. Skrautvasar af öllum gerðum og stærðum, myndir úr náttúru landsins, myndir af alþýðufólki, jafnt hermönnum sem keisurum, allskyns „fígúrur", lampar og ævintýramyndir blöstu við hvert sem litið var. Pá var verið að búa til muni og húsgögn í „gömlum stíl“. Hér á við gamla ís- lenska máltækið: „Þolin- mæði þrautir vinnur allar.“ Handbragð allt er fínlegt, handtökin örugg og ljóst að listafólk er að verki. Hægt væri að skrifa heila grein, og vel það, um þessa frægu verksmiðju, en rými blaðs- ins leyfir það ekki. í hádeginu bauð varafor- seti Vináttusamtakanna, hr. Chen Haosu, okkur til dýrð- legrar veislu. Eftir hádegis- verð fórum við svo í heim- • Frá boöi borgarstjórans í Dalian. • Kort af Kína. Hér má sjá hversu langt ferðalag var um að ræða hjá Ólafi og félögum og er þá eftir ferðalagið til og frá Islandi. sókn til einna af fjölmörgum hverfasamtaka í Peking, og fengum lýsingu á starfi þeirra. M.a. gangast hverfa- samtökin fyrir starfi fyrir aldraða - ekki ólíku því og við hér heima köllum „Opið hús“. Að því loknu var orð- ið við ósk okkar um að koma inn á „týpiskt“ kín- verskt heimili. Eldri hjón, hann fyrrver- andi hershöfðingi, tóku brosandi á móti okkur í garði hússins, sem var sam- eiginlegur fyrir 3-4 íbúðir. fbúðin var stór á þeirra mælikvarða, en lítil á okkar. Allt var hreint og þrifalegt, en gamalt. í eldhúsinu var gamall emaileraður vaskur, gas hitaplata með tveimur hellum, hitakútur í einu horninu, og lítill „frístand- andi“ skápur. Veggir voru flísalagðir í rúmlega meters hæð, en kalkaðir þar fyrir ofan. Kalkið var farið að flísast frá, gólfið grámálað og lítill gluggi veitir birtu inn í þetta gamla eldhús. Svefnherbergið er lítið. Tvö rúm standa sitthvoru megin við gluggann, og lítill fata- skápur prýðir herbergið. í stofunni eru tveir djúpir stólar, bókaskápur og borð- stofuborð. Pó okkur finnist ekki mik- ið til koma um þessi húsa- kynni, húsgögn og búnað, er mér ljóst, að gömlu hjónin eru stolt af íbúð sinni, gleði skín úr augum þeirra, og andlitin ljóma. Ég hugsa heim. Óhjá- kvæmilegt er að gera sam- anburð við okkar glæsilegu íbúðir, og þær vistarverur sem við höfum séð í Kína. Við skulum þó ekki gerast dómarar í þessum saman- burði. Hamingja fólks verð- ur aldrei mæld í fcrmetrum, parketi, flísum eða glæsileg- um raftækjabúnaði. - Skyldi eitthvað vera að heima á ís- landi? - Ekki það, að við ættum að hverfa svo langt aftur í tímann og hér var að sjá í „þægindum“ og að- stöðu, heldur hitt: Hefur • Götumynd frá Peking.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (20.05.1992)
https://timarit.is/issue/412185

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (20.05.1992)

Aðgerðir: