Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 11
BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 20. maí 1992
11
SMÁ
L-auglýsingar
Til leigu er rúmgóð 2ja herb. íbúð á Eyrinni. Fyrirfram- greiðsla æskileg. Upplýsing- ar 10 4365.
Til sölu er golfsett fyrir full- orðna og á sama stað fæst einnig unglinga golfsett. Upplýsingar í 0 7462.
Til sölu er Camp-let GTE tjaldvagn. Vel með farinn. Einnig Kettler æfingatæki með ýmsum möguleikum. Uppl. 10 4640 eftirkl. 19.
Hin árlega rauðmagakeppni kafara verður haldin laugar- daginn 23. maí. Skráning í 0 3230 eða 8148.
Rúmgóður bflskúr óskast á leigu. Upplýsingar í 0 4328 eða 4455.
Til sölu er Fender Stratocast- er rafmagnsgítar. m. tösku og Roland gítarmagnari. Upplýsingar í 0 7521.
Barnfóstra óskast, ýmist hálfan eða allan daginn 5 daga vikunnar frá 1. júní. Upplýsingar í 0 4365.
Grunnvíkingar. Aðalfundur Grunvíkingafélagsins verður haldinn í Kiwanishúsinu mið. 20. maí ki. 20.30. Félagar fjölmenníð. Stjórnin.
Stórt úr með leðuról fannst í Stórholtinu. Uppl. f 0 4321.
Fjögur notuð jeppadekk fást fyrir lítið. Upplýsingar í 0 4436 eftir kl. 18.
Næla fannst í Krúsinni sl. laugardagskvöld. Upplýsing- ar í 0 4436.
Óska eftir að passa börn, 1- 3ja ára eftir hádegi, er 12 ára. Upplýsingar í 0 4188.
Óskum eftir ódýru eða gefins sófasetti og stofuborði. Upplýsingar í 0 7758.
Óska eftir að kaupa litla skektu, plast eða tré, með mótor. Uppl. hjá Árna í 0 1583 eða Grím í síma 1365.
Óskilamunir í Sundhöll. Mik- ið af fatnaði íóskilum. Alltfjar- lægt eftir 6. júní. Sundhöllin.
Óska eftir að passa börn í sumar. Er 13 ára og bý í Firð- inum. Upplýsingar í 0 4234.
Óska eftir notuðu sjónvarpi og svefnsófa. Vel með farið. Upplýsingar í 0 7731.
Til sölu er hús á Flateyri, 2 hæðir + kjallari. Mjög rúmgott verð, sem kemur á óvart. Upplýsingar í 0 7731.
Til sölu er vatnsrúm, sem nýtt. Upplýsingar gefur Val- dís í 0 8163.
Óska eftir kerruvagni í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar í 0 8163.
Til sölu er kvíga, á að bera um mánaðamót maí/júní. Upplýsingar í 0 4826.
Óska eftir að passa i sumar, helst niður í bæ e*tir hádegi, er 13 ára. Uppl. í 0 4261.
Óska eftir kanínu. Upplýs- ingar í 0 3372.
/
Isafjarðarkaupstaður
Garðleigjendur
Þeir sem ekki hyggjast nota garðland
sem þeir hafa haft á leigu, vinsamlegast
látið vita sem fyrst, svo hægt sé að út-
hluta öðrum. Qarðarnir verða plægðir
strax og hægt verður að fara inn á þá. Þeir
sem ekki geta beðið verða að merkja við.
Munið að ganga vel um og ekki skilja
eftir plast, ílát eða rusl á svæðinu,
Garðyrkjustjórí.
Sundhöll ísafjarðar
Karlmann og konu vantar til afleys-
inga í sundhöll í sumar, tímabilið júní, júlí
og ágúst.
Upplýsingar hjá íþróttafulltrúa í síma
3722 eða á bæjarskrifstofu.
Sundhöllin.
Vorhreinsunarátak
Giröingar og kofar
í bæjarlandinu
Eigendur girðinga og kofa í bæjarlandi
ísafjarðar.
Eftir 25. maí munu starfsmenn bæjar-
sjóðs fara um bæjarlandið og hreinsa í
burtu allar ónýtar girðingar og kofa sem
eru í niðurníðslu.
Vorhreinsun
Vikuna 25. - 30. maí munu starfsmenn
áhaldahúss og sorphirðuverktaki að-
stoða fólk við að fjarlægja rusl frá hús-
eignum og fyrirtækjum í bænum. Fólki er
þá bent á að það getur sett rusl útfyrir
lóðir sínar og mun sorphirðuverktaki síð-
an hirða það á eftirfarandi dögum:
Mánudagur: Hreinsað í Holtahverfi.
Þriðjudagur: Hreinsað í efri bænum.
Miðvikudagur: Hreinsað í neðri bænum
(Eyrinni)
Föstudagur: Hreinsað í Hnífsdal.
Laugardagur: Farið yfir allan bæinn.
Þeir sem vilja láta rífa skúra, fjarlægja
bílhræ eða aðra stærri hluti hafi samband
við Áhaldahúsið í síma 3443 og munu
starfsmenn þá koma og aðstoða húseig-
endur við það.
Þessu til viðbótar verða ruslagámar
staðsettir við Sorpbrennslu á Skarfa-
skeri, á Sundahafnarsvæði og við Kiwan-
ishúsið á Skeiði.
Tæknideild ísafjarðar.
Smáfréttir:
Menningar-
sjóður Visa
Á síðasta aðalfundi
Visa íslands - Greiðslu-
miðlunar hf, sem haldinn
var í febrúar sl., var sam-
þykkt að stofna til sér-
staks Menningarsjóðs á
vegum fyrirtækisins,
styrktarsjóðs við listir og
vísindi í landinu.
Stofnfé sjóðsins er kr.
2.500.000., þar af verður
1.5 milljón úthlutað í haust
og er tekið á móti umsókn-
um til ágústloka. Tekjur
sjóðsins eru árleg framlög
frá Visa íslandi, sem aðal-
fundur ákveður hverju sinni,
vaxtatekjur og aðrar tekjur
sem kunna að berast sjóðn-
um.
Tilgangur sjóðsins er nán-
ar eins og segir í reglugerð:
1. Að styðja íslenska menn-
ingur og listir. 2. Að veita fé
til líknar og menningarmála.
3. Að efla verkmenntun, vís-
indi og tækni. ( stjórn sjóðs-
ins hafa verið tilnefndir þeir
Jóhann Ágústsson, aðstoð-
arbankastjóri Landsbanka
íslands og stjórnarformaður
Visa, Einar S. Einarsson,
framkvæmdastjóri og Jón
Stefánsson, organisti og
söngstjóri.
fréttatilkynning.
Tímaritið
Þroskahjálp
komið út
Tímaritið Þroskahjálp,
1. tbl. 1992 er komið út. í
þessu fyrsta tölublaði árs-
ins eru umtalsverðar
breytingar á innsíðum
ritsins en þær fylgja í kjöl-
farið á útlitsbreytingum
síðasta árs.
Tímaritið er að þessu
sirini fullt af fróðleik en hæst
ber þó viðtal við Ingibjörgu
Atladóttur Þormar sem segir
frá velheppnuðum fyrsta
skólavetri fatlaðar dóttur
sinnar í almennum skóla.
Skólinn er börnum og ung-
lingum, fötluðum og ófötluð-
um, allt og því ber að berjast
fyrir jafnrétti þar sem annars
staðar.
Fræðigreinin í tímaritinu
er að þessu sinni eftir Rann-
veigu Traustadóttur og veltir
hún fyrir sér muninum á
manneskju- og bygginga-
miðaðri búsetuþjónustu um
leið og hún mótar framtíðar-
sýn í þeim efnum. Grein dr.
Sigrúnar Stefánsdóttur,
„Gagnkvæm hræðsla
gagnkvæm hræðsla", lýsir
samskiptum fjölmiðlafólks
og fatlaðra á skemmtilegan
og fræðandi hátt.
fréttatilkynning.
Minnin^ar-
sjóður Ónnu
Ingvarsdóttur
Fyrir hartnær 50 árum
stofnaði Sunnukórinn á
ísafirði sjóð til stuðnings
söng og tónlistarstarf-
semi hér í bæ. Sjóðurinn
var stofnaður í minningu
Önnu Ingvarsdóttur, eig-
inkonu Jónasar Tómas-
sonar, þáverandi org-
anista og söngstjóra
Sunnukórsins. Anna
hafði mikið unnið að
söng- og tónlistarstarfi
bæjarins, ekki síst við
kirkjuna, meðan líf og
heilsa entist, en hún lést
árið 1943, 43 ára að aidri.
Tilgangur sjóðsins er
samkvæmt stofnskrá hans:
1. Að styðja til söng- og tón-
listarnáms, með styrkveit-
ingum eða lánum, efnilega
nemendur í þeim greinum.
2. Að styrkja til starfs í bæn-
um, þá er starfa að söng
eða tónlist, bæjarbúum til
uppbyggingar.
Reikningar sjóðsins voru
lagðir fram á aðalfundi hans
nú nýlega og kemur þar
fram að sjóðseign
31.12.1991 er kr. 685.843,-
Tekjur sjóðsins hafa frá
upphafi, auk vaxta, helst
verið minningargjafir vel-
unnara og sala minningar-
korta, sem lengi hafa verið
afgreidd í Bókhlöðunni. Þó
ekki sé sjóðurinn digur, hef-
ur honum auðnast að veita
um tug ísfirskum tónlistar-
nemendum lán eða styrki,
sem vonandi hafa komið að
einhverju gagni. Upphæðir
hafa ekki verið stórar, en
kjörin kannske þeim mun
betri.
Frekar hefur verið hljótt
um Minningarsjóðinn nú sið-
ustu árin, endafækkaróðum
þeim hér, sem af eigin
reynslu muna störf Önnu
Ingvarsdóttur. En Minning-
arsjóður Önnu Ingvarsdótt-
ur mun starfa áfram og von-
andi eflast, svo hann geti af
meira afli gegnt sínu ágæta
hlutverki. Stjórn sjóðsins vill
vekja athygli á Minningar-
sjóðnum, bæði vegna
þeirra,
sem hafa áhuga á að styðja
starfsemi hans á einhvern
hátt, en ekki síður vegna
þeirra ísfirskra tónlistar-
nema í framhaldsnámi, sem
hugsanlega gætu sótt þang-
að styrk.
Stjórn sjóðsins skipa nú:
Gunnlaugur Jónasson, for-
maður, Hafnarstræti 2, Einar
Ingvarsson, gjalkeri, Fagra-
holti 14, Jónas Tómasson,
ritari, Túngötu 1, Bjarney
Ólafsdóttir, meðstj. Engja-
vegi 24 og Sigríður J. Ragn-
ar, meðstj. Smiðjugötu 5,
ísafirði.
fréttatilkynning.
Bubbi og Visa
I samstarf
Bubbi Morthens og Visa
ísland hafa ákveðið að
hefja samstarf sem mun
taka yfir 6 mánaða tímabil
á þessu ári. Visa mun
styrkja Bubba til að fara
sína árlegu hljómleikaferð
í kringum landið og einnig
aðra tónleika sem haldnir
verða á þessu tímabili.
Þetta mun gera Bubba
kleift að halda miðaverði
niðri. Bubbi mun halda
frítónleika í júní á eftirtöldum
stöðum: Reykjavík, Akra-
nesi, ísafirði, Akureyri,
Blönduósi, Egilsstöðum,
Selfossi, Keflavík og
Vestmannaeyjum.
fréttatilkynning.
Ferðaskóli
Flugleiða
Ferðaskúli Flugleiða tek-
ur til starfa í október á þessu
ári. Þetta er fyrsti skólinn á
íslandi sem fær formlegt
leyfi frá IATA (Alþjóða-
samband flugfélaga) til að
kenna samkvæmt IATA-
UFTA staðli með gögnum
frá IATA.
Stofnun skólans er liður í
undirbúningi Flugleiða til
að mæta aukinrii samkeppni
í flugi og ferðaþjónustu inn-
an Evrópu. Með stofnun
hans gefst fólki tækifæri á að
stunda hagnýtt nám í ferða-
þjónustu og öðlast frekari
möguleika til að starfa í
greininni, bæði hér heima
og elendis. í dag- eru 57
skólar starfandi í heiminum
sem undirbúa fólk undir
þessi próf og af þeim voru
14 stofnaðir á síðasta ári.
Námið í Ferðaskóla Flug-
leiða er rúmar 400 kennslu-
stundir. Það hefst í október
og verða nemendur útskrif-
aðir í mars. í náminu felst
m.a. fargjaldaútreikningar,
farseðlaútgáfa, notkun far-
þegabókunarkerfis og upp-
lýsingakerfisins Amadeus,
upplýsingar um flutningsað-
ila, erlend og innlend ferða-
landafræði, sölutækni og
markaðsmál, þjónustumál
og þekking á ferðaþjónustu
á íslandi.
Leiðbeinendur við Ferða-
skóla Flugleiða hafa ára-
langa starfsreynslu í ferða-
þjónustu og eru þeir sömu
og sjá um þjálfun starfs-
manna Flugleiða og hinna
ýmsu ferðaskrifstofa. Una
Eyþórsdóttir fræðslustjóri
Flugleiða veitir skólanum
forstöðu. Aðsetur skólans
verður á annari hæð Hótels
Esju þar sem Skóli Flug-
leiða er til húsa.
Kortasími
Eurocard á
íslensku um
allan heim
Eurocard á Islandi hefur
nýlega gert samning við
bandaríska fyrirtækið Ex-
ecutive TeleCard Ltd. um
símaþjónustu fyrir Eurocard
gullkorthafa. Executive
TeleCard kortasímaþjónust-
an er einstök í sinni röð og
gerir korthöfum kleift að
hringja sjálfvirkt úr tónvals-
síma frá yfir 30 löndum til
nánast allra landa í heimin-
um.
Þar að auki er líka hægt
að nota þjónustuna fyrir öll
simtöl innan þessara landa
og til að senda telefax. Öll
fyrirmæli frá kortasímanum
til Eurocard korthafans eru
á íslensku og því engir
tungumálaörðugleikar að
yfirstíga, né erlend skipti-
borð sem þarf að hafa sam-
kipti við.
I stuttu máli virkar korta-
sími Eurocard þannig að
Xorthafinn hringir í grænt
númer í því landi sem hann
er staddur í og slær síðan inn
landsnúmer, svæðisnúmer
og númer þess sem hann
ætlar að hringja í, ásamt
upplýsingum um kortnúmer
sitt og leyninúmer. Búnað-
urinn hringir sjálfvirkt í það
númer sem korthafinn velur
og símgjöldin eru síðan
skuldfærð á kortareikning
hans.