Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 4
4 BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 20. maí 1992 Óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður S 94-4560. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson ® 4277 & 985-25362 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson ® 4101 & 985-31062. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Sólgötu 9, S 4570 • Bréfasími 4564. Setning, umbrot og prentun: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. ,--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 Leiðarinn: Tuttugu þúsund blaðsíður! Umræðan um EES hefur róast í bili. Samningurinn loksins undirritaður með sjálfgefnum fyrirvara um sam- þykki þjóðþinga viðkomandi landa. Væntanlega er þarna að endurtaka sig gamla sagan um lognið á undan storminum. Ef að líkum lætur á eftir að hvessa hressi- lega. Þrátt fyrir eitt nöldursamasta þing í manna minnum tókust sættir með fylkingum stjórnar og stjórnarand- stöðu um sumarþing til að ræða EES-samninginn. Samningurinn, sem nú er smámsaman að komast á yl- hýra málið, verður litlar 20 þúsund blaðsíður í bókar- formi. EES-samingurinn á sér harða talsmenn, með og á móti. Andstæðingarnir krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama gildir um suma þingmenn er eiga erfitt með að taka sjálfstæða ákvörðun. Þjóðaratkvæðagreiðsla getur átt rétt á sér. Það hlýtur þó að fara eftir eðli málsins hvort til hennar skuli gripið. Lítum á ummæli nokkurra þingmanna um umfang EES-samningsins. „Ef ég læsi hann vandlega og merkti við, færi svo aft- ur yfir aðalatriðin, þá yrði ég búinn einhvern tíma upp úr páskum á næsta ári,“ sagði Ólafur Ragnar. „Maður verður að meta og vega hvað maður velur úr. Ég segði það lyginn mann sem segðist ætla að lesa allar 20 þús- und blaðsíðurnar,“ sagði Matthías Bjarnason. „Ég tel ljóst að það sé nokkurra mánaða vinna að fara í gegnum þetta fyrir þann sem ekki hefur kynnt sér málið áður,“ sagði Hjörleifur Guttormsson. „Eg er ekki viss um að neinn lesi samninginn frá orði til orðs,“ er haft eftir iðn- aðarráðherra, sem kvað samninginn eða drög að hon- um hafa verið á borðum þingmanna er áhuga höfðu á málinu um tveggja ára skeið. Þá höfum við það. Þingmenn hafa haft samningsdrög- in meira og minna undir höndum í tvö ár. Nú ýmist nenna þeir ekki að lesa samninginn í gegn eða kveðast svo stirðlæsir, að það taki þá marga mánuði að stauta sig í gegnum efnið af einhverju viti. Almenningur kem- ur ekki til með að hafa 20 þús. blaðsíðna bókina handa í millum, en situr aftur á móti uppi með svart/hvítan áróður já- og neimanna. Síðan er honum ætlað að taka próf í doðrantinum og segja ráðlitlum þingmönnum fyr- ir verkum. Sannleikurinn í EES-málinu er auðvitað sá, að allur almenningur hefur ekki nokkra aðstöðu til að meta samninginn á rökrænan hátt. Því er hætt við að afstaða manna í þjóðaratkvæðagreiðslu byggist á þjóðernisleg- um tilfinningum, sérhagsmunum eða flokkslegri pólitík, sem felst í því að treysta „sínum mönnum“ í blindni. Líklegt verður að teljast að launþegar ljái EES lið, þar sem bæði verkalýðshreyfingin og neytendasamtökin hafa tekið jákvæða afstöðu til samningsins. Ef marka má viðbrögð bænda stefna þeir í þveröfuga átt við neyt- endur. Útvegsmenn dansa stíga, styðja hagsmunadans. Enda þótt alltaf sé gaman að fara á kjörstað eru vandséð rökin gegn því, að þingmenn séu látnir standa og falla með gjörðum sínum á hinu háa Alþingi í EES- málinu. Þeir hafa síðasta orðið, hver sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrði. Og er ekki alger óþarfi að gefa þeim afsökun fyrir afstöðu þeirra? s.h. • Nóg verður um skemmtanahald í VagnOnum á Flateyri í sumar. Þessi mynd var tekin fyrir stuttu er hljómsveitin Risaeðlan skemmti þar við ágætar undirtektir Flateyri: Risaedlan íVagninum Guðmundur Björgvinsson BB Flateyri: HLJÓMSVEITIN Risa- eðlan skemmti gestum veitingahússins Vagninn á Flateyri fyrir stuttu við ágætar undirtektir. Var koma Risaeðlunar startið á annars annarsömu sumri í Vagninum en margt góðra gesta munu líta þar við á komandi vikum. Að sögn Guðbjarts Jóns- sonar, veitingamanns í Vagninum mun Guðmund- ur Rúnar Lúðvíksson verða í Vagninum á næstu helgi, Siggi Ingimars 29. og 30. maí, Cuba Libra 5. og 6. júní og hljómsveitin The Rustics dagana 11.-12. og 13. júní. Siggi Björns verður á ferðinni í Vagninum 3. og 4. júlí og hinn vinsæli KK, Kristján Kristjánsson, 10. og 11. júlí. Kalli og Bjarni skemmt- um í Vagninum 17.-18. júlí og aftur 14.-15. ágúst, Ingv- ar Jóns skemmtir 7. og 8. ágúst og þá er einnig vænt- anleg hljómsveitin KC and Chris frá írlandi og mun hún skemmta í endaðan júní. íbúar Stór Önundarfjarðar- svæðisins þurfa því ekki að láta sér leiðast í sumar. -gb. Lið Jóhanns sigurveg- ari á Shellskálamótinu LIÐ Jóhanns Kristjánssonar sigraði á Shellskálamótinu í innanhússknattspyrnu sem fram fór í íþróttahúsinu Árbæ í Bolungarvík fyrir stuttu. Lið Jóhanns lék æsispenn- andi úrslitaieik gegn Hers og lauk leiknum 5-4. Tíu lið mættu til leiks og var þeim skipt niður í tvo fimm liða riðla og komust tvö efstu liðin áfram í undanúrslit. í A- riðli sigraði lið Hers en liðið vann alla sína leiki í riðlinum. I B-riðli sigraði lið Jóhanns Kristjánssonar, einnig með 8 stig. Meðfylgjandi mynd var tekin er liði Jóhanns Kristjáns- sonar var veittur bikar að leikslokum. Það er Gunnar Hallsson (th) rekstraraðili Shellskálans sem afhendir bikarinn. _ Isafjörður: Afbæjarmálum Á fundi bæjarráðs um fjárhagsmál sem haldinn var 13. apríl síðastliðinn var lagt fram bréf frá Skála kommuna í Færeyjum þar sem Skála bygdaráð býð- ur bæjarstjórn Isafjarðar að senda tvo fulltrúa ásamt mökum til Skála 20.-24. júní. Bæjarráð lagði til að boðið yrði þeg- ið. Þá var lagt fram bréf frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu varðandi framlag úr Framkvæmda- sjóði aldraðra. í bréfinu kemur fram að ákveðið hefur verið að veita bæj- arsjóði ísafjarðar 18 millj- óna króna framlag úr sjóðnum. Mun það verða greitt með fjórum greiðsl- um. Til fundarins mættu einnig þeir Gunnar Stein- þórsson frá rafverktaka- fyrirtækinu Straumi og Indriði Kristjánsson, fé- lagsmálastjóri, til við- ræðna við bæjarráð um öryggiskerfi fyrir Hlíf 1 og 2 og dvalarheimilið sem verið er að taka í notkun. Gerði Gunnar grein fyrir þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið varð- andi öryggiskerfi fyrir húsið. Einnig rakti hann í stórum dráttum tilboð Tæknivals hf. í Reykjavík og úttekt Ólafs Gísla Baldurssonar á tilboðinu. í framhaldi af þessu var bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við Tæknival um kaup og uppsetningu á öryggiskerfi fyrir Hlíf 1 og dvalarheimilið. Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 4. maí síðast- liðinn var lagt fram bréf varðandi endurgreiðslu á ofgreiddum holræsa-, sorp- og lóðarlcigugjöld- um til bæjarsjóðs Isafjarð- ar frá Andra Árnasyni hdl. í niðurlagi bréfs Andra segir m.a.: „Þar sem ætla má að bæjar- sjóður hafi í góðri trú talið sig gera rétt í innheimtu gjaldanna/leigunnar er ekki unnt að krefja bæjar- sjóð lengra aftur í tímann en fjögur ár.“ Á sama fundi var lagt fram bréf frá íbúum við Stakkanes þar sem óskað er eftir að komið verði upp girðingu til að skilja göturnar 'Stakkanes og Skutulsfjarðarbraut. Bæj- arráð felur tæknideild að kanna útfærslumöguleika og gera kostnaðaráætlun. Þá var lagt fram bréf frá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu, þar sem til- kynnt er að samkvæmt til- lögu áfengisvarnarnefndar sé Jón Björnsson starfsmað- ur félagsmiðstöðvar skip- aður formaður áfengis- varnarnefndar ísafjarðar til fjögurra ára frá 1. apríl 1992. Lagðar voru fram hug- myndir og kostnaðaráætl- un frá tæknideild ísafjarð- arkaupstaðar um móttöku á spilliefnum á slökkvi- stöðinni. Heildarkostnað- ur á spilliefnamóttöku er áætlaður kr. 405.000. Bæjarráð samþykkir að koma móttökunni upp og jafnframt að bjóða sveit- arfélögum innan Héraðs- nefndar þátttöku. Á fundi náttúru- og um- hverfisverndarnefndar var lagt fram bréf frá bæj- arráði ísafjarðar varðandi erindi Skotfélags ísafjarð- ar um úthlutun svæðis í Engidal. Nefndin mælir með að skotfélaginu verði úthlutað umbeðnu svæði en bendir á að hljóðein- angrunargarðar verði það háir að hávaðamengun verði innan viðsættan- legra marka.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (20.05.1992)
https://timarit.is/issue/412185

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (20.05.1992)

Aðgerðir: