Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 10
10
BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 20. maí 1992
• íslenski hópurinn með hafnarstjóranum í Dalianborg.
stjórn fórum við í skoðunar-
ferð til stærsta útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækisins i
Dalian sem heitir Dalian
Ocean Fishery General
Corporation. Þetta er feikna
mikið og stórt fyrirtæki með
15.700 manna starfslið í
landi og á sjó. Fyrirtækið
aflar og selur um 150.000
stonn á ári, þ.á.m. til Asíu,
Evrópu og á Ameríkumark-
að. Fyrirtækið á um 164 skip
bæði smá og stór, þ.e. út-
hafsskip jafnt sem minni
landróðrabáta. Laun sjó-
manna eru hærri en í landi,
og hefur skipstjórinn eins og
hér heima - tvo hluti.
Fyrirtækið er ríkisrekið,
og er sama vandamál hjá
Kínverjum og okkur íslend-
ingum, um ofveiði er að
ræða. Sett hafa verið lög um
verndun fiskistofna. Sam-
vinna er við Norður- Kóreu
um fiskveiðar og hafa kín-
verskir sjómenn leitað á al-
þjóðleg fiskimið á síðustu
árum. Mikið er um vatna-
fisk (fiskirækt) í Kína, og er
fiskur dýr í samanburði við
landbúnaðarvörur. For-
stjórar fyrirtækisins buðu
okkur í mikinn hádegisverð
þar sem eingöngu var neytt
matar úr sjó. Margháttaður
sjávargróður smakkaðist vel
með humar, rækju, marflóm
og öðrum fiskiréttum, sem
ég kann ekki að nefna.
Borgarstjórinn í Dalían
bauð til kvöldverðar og voru
á milli 50 og 60 réttir á borð-
um. Petta var einstaklega
glæsilegt boð og skemtilegt,
óþvingað sem önnur boð og
ánægjulegt. Við fengum
mikinn fróðleik frá borgar-
stjóranum, og þegar hann
vissi að ég var frá „hafnar-
borg“ bauð hann uppá vina-
bæjarsamskipti. Eg varð
hálf feiminn að nefna íbúa-
töluna í Bolungarvík, tólf-
hundruð manns. Eg hefði
alveg eins getað sagt 120
þúsund manns. Flann hefði
öruglega orðið jafn hissa á
stærð „borgarinnar" og
hann varð við fyrri frásögn
mína.
Fimmtudagurinn
9. apríl
Þennan dag áttum við
Lillý 37 ára trúlofunaraf-
mæli. Hvern skyldi hafa
grunað fyrir 37 árum síðan,
að uppá það afmæli yrði
haldið í Kína.
Eftir morgunverð heim-
sóttum við umhverfisstofn-
un Dalianborgar. Dalian-
borg sem einnig er þelckt
íþrótta og knattspyrnuborg
er til fyrirmyndar í umhverf-
isverndun. Borgin tók þátt í
keppni 32ja borga í um-
hverfisumbótum og varð
nr.3 í röðinni. Ráðherrann
viðurkenndi, að Kínverjar
væru 20-30 árum á eftir
Vesturlöndum í umhverfis-
málum. Hann hafði lesið og
heyrt um mikið átak á ís-
landi í þessum málaflokki.
Umhverfisvandamál eru
margvísleg, hávaðamengun,
mengun frá bifreiðum og
fyrirtækjum, og einnig frá
upphitun húsnæðis þegar
kol eru notuð. Vísindalegt
eftirlit er með allri mengun
og hávaðamælingar fara
fram.
Fyrirtækin sjá sjálf um
eyðingu spilliefna, en sorp
er almennt urðað, nema frá
sjúkrahúsum, sem er brennt.
Vatn þarf að sjóða til heim-
ilisnota, og verið er að leiða
vatn til borgarinnar frá fjöll-
um í 250 kílómetra fjarlægð.
Byrjað er á því að hreinsa
skolp áður en það fer í
sjóinn, og verður það eitt af
næstu verkefnum borgarinn-
ar að byggja fleiri hreinsi-
stöðvar til að koma þessum
málum í lag. Erfitt var að
átta sig á heimilissorpi, og
magni frá hverju heimili,
enda neysluvenjur allt aðrar
en hjá okkur Islendingum.
Eftir þennan fróðlega
fund fórum við að skoða
list- og handiðnaðarverk-
smiðju, þar sem skeljar af
öllum gerðum og stærðum
voru „hráefni“ listmuna.
Allt er notað, engu kastað
og furðulegt að sjá hvað
hægt er að gera og skapa úr
þessu skeljaefni.
Við kvöddum þessa
skemmtilegu borg með
söknuði, og héldum flug-
leiðina til Shanghai um
kvöldið þennan dag.
Föstudagurinn
10. apríl
Nú vorum við komin til
hinnar víðfrægu borgar,
Shanghai. Við bjuggum á
Sheraton Hua Ting hótel-
inu, fimm stjörnu hóteli. í
anddyrinu tóku á móti okk-
ur blaðaljósmyndarar, en
svo hafði reyndar verið í
hinum borgunum, ásamt
sjónvarpsmyndatökumönn-
um og var íslenska sendi-
nefndin sérstaklega boðin
velkomin af stjórnendum
hótelsins. Herbergin voru
glæsileg og þjónustan eftir
því.
I Shanghai má líta hið
furðulegasta sambland aust-
rænnar og vestrænnar
menningar. Háreistar evr-
ópskar byggingar og skýja-
kljúfar gnæfa yfir lágreistum
kínverskum húsum og forn-
um musterum. Um 12 millj-
ónir manna búa í borginni,
og er hún fjölmennasta borg
Kína, reyndar með stærstu
borgum heims. Erlend ahrif
eru greinileg, og um tíma
var borgiií alræmd sem
„paradís ævintýranna".
Menningarstarfsemi er mik-
il, sinfóníuhljómsveit, leik-
hús, ballettar, óperur og
fjöldi listaverkahúsa. Til
gamans má geta þess, að
Shanghai varð fyrst allra
borga í Kína til að opna
„diskó“ fyrir erlenda gesti.
Ég hafði óskað eftir því
að fá tækifæri til að heim-
sækja tónlistarskóla í ferð-
inni. Við byrjuðum því
þennan fyrri dag okkar í
Shanghai á heimsókn í
„Shanghai Conservatory of
music“. Þetta er einn víð-
frægasti tónlistarskólinn í
Kína, þangað koma börn
víðsvegar að og inntökuskil-
yrði mjög ströng. Skóla-
stjórinn, Hr. He Luting, tók
á móti okkur og fræddi um
skólann. Um 800 úrvals
nemendur stunda nám í
skólanum og er kennt á öll
hljóðfæri. Þá er að sjálf-
sögðu kennd tónfræði, tón-
heyrn, tónsmíðar og tónlist-
arsaga. Nemendur skólans
hafa unnið til verðlauna
víða um heim og nýtur skól-
inn mikillar virðingar.
Heimskunnir tónlistarmenn
hafa sótt skólann heim sem
og þjóðhöfðingjar.
Okkur var sýnd sú virð-
ing, að fá einkatónleika og
fóru þeir fram undir stjórn
aðstoðarskólastjóra eða
kennslustjóra og viðkom-
andi kennara. Þeir nemend-
ur sem léku fyrir okkur voru
í einu orði sagt, frábærir.
Það var eins og verur frá
öðrum hnetti væru að spila.
Við fengum að hlýða bæði á
kínversk alþýðulög og vest-
ræna píanótónlist. Hvert
undrabarnið á fætur öðru
koma fram, og vorum við
svo heilluð, að ekki fær orð-
um lýst.
Við fengum að skoða æf-
ingaaðstöðu nemenda, en
hún var vægast sagt mjög
slæm. Herbergin voru litlir
klefar þar sem píanó rétt
komst inn, aðeins rými fyrir
píanóstól og koll fyrir
kennarann að sitja á. Varla
var mannhæð til lofts, ómál-
uð steingólf og veggir
óhreinir. Það er ekki alltaf
glæsileg aðstaða sem skapar
meistarann. Ég hafði orð á
þessu við kennarana og voru
þeir mér sammála um, að
verulega þyrfti að bæta að-
stöðu nemenda. Við skulum
þó ekki gleyma því, að þrátt
fyrir lélega aðstöðu og léleg
ytri skilyrði var greinilegt að
Kínverjar elska börnin
mjög, og er það vel ljóst að í
börnunum býr framtíð lands
og þjóðar.
Eg held að ég hafi látið
þau orð falla við þakkir til
nemenda og kennara að af-
loknum tónleikunum, að
þessi stund ein væri næg
ástæða til að heimsækja
Kína. Um þetta voru allir
ferðafélagarnir sammála.
Eftir þessa ógleymanlegu
heimsókn var okkur boðið
til varaborgarstjóra Shang-
haiborgar, sem var kven-
maður, og verð ég að játa
það, að hún var einna best
undir komu okkar búin,
hafði greinilega lesið um
Island, og spurði um marga
hluti, sem komu okkur á
óvart. Vandamálin eru lík í
borgunum og því ekki
ástæða til endutekninga í
þessari frásögn.
Magnús Karel, varð fer-
tugur þannan dag, og efndu
vináttusamtökin til mikillar
afmælisveislu á Sheraton-
hótelinu í tilefni dagsins.
Veislan öll, maturinn, fyrir-
komulag og skipulag allt
mun seint úr minni renna.
Ég hafði áhuga á að komast
á Jazz-klúbb um kvöldið, en
búið var að skipulegga dvöl
á „diskó“ hótelsins, og varð
því ekki breytt. Við áttum
þarna sérlega ánægjulegt og
eftirminnilegt kvöld, svo
sem fyrr sagði.
Laugardagurinn
11. apríl
Það var gaman að horfa
yfir borgina í dögun. Hér
var að sjá meiri bifreiða-
umferð, en í Peking. And-
rúmsloftið annað, og virðist
Pekingborg vera „kínversk-
ari“ en Shanghai. Ég saknaði
þess, að fá ekki fleiri tæki-
færi til að sjá og skoða borg-
ina, en dagskráin var
ströng.
Við fórum snemma af
stað til að skoða heilsu-
gæslustöð og sjúkrahús
„Shanghai College Of Tra-
ditional Chinese Med-
icine“, þar sem nálastungu-
aðferðinni er beitt við
lækningar. Yfirlæknir stöðv-
arinnar tók á móti okkur
skýrði helstu atriði þessara
ævagömlu lækningum.
Hann bar mikla virðingu
fyrir vestrænum kollegum
sínum, og vildi aðspurður - í
hógværð sinni - ekki gera
samanburð milli kínverksra
lækningaaðferða og hinna
vestrænu. Þó gat maður
greint það álit hans, að kín-
versk lyf, sem mörg eru
unnin úr jurtaríkinu, hefðu
ekki jafn miklar aukaverk-
anir og vestræn lyf. Ljóst er,
að þarna er lögð mikil rækt
við „huglækningar“ samfara
heilbrigðum lifnaðarháttum
og matarræði.
Ekki var ég hrifinn af
„hreinlætinu" né aðbúnaði.
Kalt var í sjúkraherbergj-
um, og þrengsli mikil. Þarna
var okkur sýnt mikið safn
kínverskra læknaáhalda og
lyfja frá forneskju. Ekki
kann ég að skýra frá þeim,
enda ekki mikill áhugi minn
fyrir nálastungum, þó ég
beri fulla virðingu fyrir nála-
stunguaðferðum. Fjölmarg-
ir nemendur eru þarna í
námi, og koma þeir frá öll-
um heimsálfum og borgum.
Við yfirgáfum Shanghai
um miðjan dag og tókum
járnbrautarlest inn og upp í
landið til Hangzhou. Ferðin
þangað tók rúmar fjórar
klukkustundir. Ferðalagið
var þægilegt, lestin rúmgóð
og hreinleg. Við borðuðum í
matsal lestarinnar á leið-
inni, og létum fara vel um
okkur, samlrliða því að
horfa á gulbleika akra og
það sem fyrir augu bar.
Priðji og síðasti hluti
ferðasögu Ólafs Kristjáns-
sonar, bæjarstjóra í Bolung-
arvík um Kína birtist í nœsta
tölublaði Bœjarins besta.
M/ ísafjarðarkaupstaður
Útboð — Viðhald
skólamannvirkja
Tæknideild ísafjarðar, f.h. bæjarsjóðs
ísafjarðar auglýsir eftir tilboðum í við-
hald skólamannvirkja sumarið 1992. Um
er að ræða tvö aðskilin útboð og geta
væntanlegir bjóðendur boðið í hvort
verkið sem er, eða bæði.
Útboð 1 varðar framkvæmdir við skóla-
mannvirki við Austurveg. Helstu verk-
þættir eru:
a) Múrverk „tengibyggingar 2“ að utan
og að hluta að innan.
b) Málning „nýjabarnaskóla" og „teng-
ibyggingar 2 “ að utan.
c) Sprungu- og steypuviðgerðir á „nýja
barnaskóla".
d) endurnýjun á einni skólastofu í
„ gagnfræðaskóla “.
Útboð 2 varðar framkvæmdir við skóla-
hús við Bakkaveg. Helstu verkþættir
eru:
a) Glugga- og glerskipti í hluta hússins.
b) Sprungu- og steypuviðgerðir.
c) Málunutanhúss.
d) Einangrunþaks.
Útboðsgögn verða afhent gegn 5.000,-
kr.skilatryggingu, frá og með föstudeg-
inum 15. maí á bæjarskrifstofum í Stjórn-
sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1.
Tilboðum skal skila í lokuðum umslög-
um, merktum „Útboð 1, skólar" og „Út-
boð 2, skólar" eftir því sem við á, á bæjar-
skrifstofur fyrir kl. 11.00 föstudaginn 29.
maí nk. og verða tilboð þá opnuð að við-
stöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.
Tæknideild ísafjarðar.
Útboð - Málun
á skemmum
á Ásgeirsbakka
Hafnarstjóm ísafjarðar býður út og
óskar eftir tilboðum í málun á vöru-
skemmu á Ásgeirsbakka.
Verkið sem vinna skal er að hreinsa
gamla málningu af veggjum og þaki og
mála upp á nýtt.
Verkinu skal lokið í síðasta lagi 14. júní
1992.
Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrif-
stofunni á ísafirði, Hafnarstræti 1, frá og
með mánudeginum 18. maí.
Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofur
ísafjarðar, Hafnarstræti 1, merkt „Málun
vöruskemmu" eigi síðar en mánudaginn
25. maí 1992 kl. 11.00, þar semþauverða
opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem
þess óska.
Hafnarstjórn ísafjarðar.