Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 12
12 BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 20. maí 1992 Móttaka stoðtækjafræðings Móttaka stoðtækjafræðings verðurmánudaginn l.júní 1992. Tekið verðurá mótipöntunum á endurhæfingadeild sjúkrah ússins. Örn Ólafsson stoðtækjafræðing- urfrá Stoðhf. kemurað þessu sinni. ifrsiDÐ Bolungarvíkurkaupstaður Frá húsnæðisnefnd Bolungarvíkur Hér með eru auglýstar til sölu 5 almennar kaupleiguíbúðir, sem eru tveggja og þriggja herbergja, að Stigahlíð 2 og 4 og að Þjóðólfs- vegi 16, verkamannabústaður að Þjóðólfsvegi 14, sem er þriggja herbergja íbúð og leigu- og sölu- íbúð að Brúnarlandi 1 sem er fjögurra herbergja raðhús. Þá hefur verið ákveðið að leita eftir þörf á stærra íbúðarhúsnæði í Bolungarvík. Þeir sem telja sig vera í of litlu húsnæði og myndu vilja gera breytingu þar á eru hvattir til að sækja \im svo könnunin geti orðið marktæk. Umsóknarfrestur er til 10. júní næstkomandi. Húsnæðisnefnd Bolungarvíkur. Aðalfundur Aðalfundur Skíðafélags ísafjarðar verður fimmtudaginn 21. maí kl. 20.30 í kaffistofu Norðurtangans. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreyting 5. gr. Félagarfjölmennið. _ , . Stjornm. Til leigu Til leigu er sumarbústaður í Heydal í Mjóafirði í ísafjarðardjúpi. Upplýsingar í síma 3190. ísafjörður: 4.7 milljóna hagnaður af rekstri Hótels Isafjarðar — verulegur rekstrabati hefur verid síðastliðin þrjú ár AÐALFUNDUR Hót- els ísafjarðar hf., var haldinn 13. maí síðastliðinn. Á fundinum kom m.a. fram að árið 1991 var Hótel ísa- firði mjög hagstætt. Heild- artekjur fyrirtækisins voru tæplega 84 milljónir króna sem er 32% frá fyrra ári sem er langt umfram verðlags- þróun. Hagnaður af rekstri var 4.7 milljónir, en árið 1990 var þessi tala kr. 100.000. ísafjörður: Að gefnu tilefni Ð GEFNU tilefni hafði lögreglan á ísafirði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri. Fimmtudaginn 14. maí síðastliðinn varð fimm ára drengur fyrir bifreið á gangbraut við Stjórnsýsluhúsið gegnt Bókhlöðunni. Drengurinn reyndi að komast yfir götuna en átti erfitt með það vegna þess að bifreiðum hafði verið lagt þvers og kurs við gang- stéttarbrún við Stjórn- sýsluhúsið og m.a. yfir gangbrautina sjálfa. Er drengurinn komst framhjá bílunum lenti hann á hlið bifreiðar sem kom upp Hafnarstræti með þeim af- leiðingum að hann fót- brotnaði. Slys þetta var ekki tilkynnt til lög- reglunnar strax og því vill hún koma eftirfarandi ábendingum á framfæri. f fyrsta lagi að ökumenn virði þær umferðarreglur sem í gildi eru og leggi ekki við gangbrautir, hvað þá yfir þær og sýni þar með gangandi vegfarendum meiri virðingu. í öðru lagi vill lögreglan benda öku- mönnum á þau ákvæði um- ferðarlaganna þar sem seg- ir að þeir sem eiga þátt í umferðarslysi beri skylda til að tilkynna það strax til lögreglunnar. -s. Segja má að hagnaður hafi verið af rekstri í fyrsta sinn 1991 frá því að núver- andi hótelstjórar hófu störf á Hótel ísafirði en verulegur rekstrarbati hefur þó verið sl. þrjú ár. Niðurstöður rekstrarreiknings eftir af- skriftir og vexti 1991 sýndu tap að upphæð kr. 6.4 millj- ónir, en sú tala lækkaði úr 11.8 milljónum árið 1990. Þessi rekstrarbati nægi ekki til að reksturinn í heild skili Garðeigendurí Klippum tré, runna og limgerði. Pantið tímanlega í síma 7462 eða 7343 á kvöldin. Jóna Sveinsdóttir og Guðjón Kristinsson, garðyrkjufræðingar. hagnaði og má varla gera ráð fyrir að tekjuaukning verði jafnmikil á þessu ári. Á árinu tókst að auka hluta- fé um tæpar 4 milljónir. Nýting á gistirými var mun betri en árið áður eða 46.5% á móti 36.4% árið 1990. Hótel ísafjörður rak sumarhótel í heimavist Menntaskólans á ísafirði og var það mjög góð viðbót yfir háannatímann. Hótel ísa- fjörður rak bæði tjaldsvæðin á ísafirði á síðasta ári og var ráðinn starfsmaður til að sjá um þrif og eftirlit með svæð- unum. Þegar mest var, voru um 40 tjöld í Tungudal á dag. Tekjuaukning í gistingu var um 50% sem stafar af miklum viðskiptum af ein- stökum tímabundnum verk- efnum og fjölgun ferða- manna. Auk þess hefur hótelið stóran hóp af föstum viðskiptavinum sem nýta sér þjónustu þess. Hluta af • Hótel ísafjörður. tekjuaukningunni má einnig rekja til góðra meðaltekna á herbergjum. Á aðalfundinum kom m.a. fram að mikið vantar á að hagsmunaaðilar í ferða- þjónustu og í atvinnulífinu leggi sig fram um að kynna ísafjörð hvort heldur er sem ferðamannastað eða sem stað sem býður fjölbreytta þjónustu fyrir atvinnulífið. Breyting þarf að verða á í þessum efnum og ísafjarð- arkaupstaður og hinir fjöl- mörgu hagsmunaaðilar þurfa að sameinast um að efla „ímynd ísafjarðar". Var í þessu sambandi nefnd öll sú starfsemi sem tengd er við höfnina svo og þau fjöl- mörgu verkstæði og þjón- ustufyrirtæki sem hafa hag af auknum viðskiptum. -slf. h l a u pið 19 9 2 Undanfarin ár hefur Landsbanki íslands, í samvinnu við Frjálsíþróttasambandið, staðið fyrir keppni í hlaupi fyrir 10-13 ára krakka, sem fædd eru 1979-1982. Hlaupið á ísafirði fer fram þann 23. maí nk. kl. 10.30. Keppendur eru beðnir að mæta hálftíma fyrr við V allarhúsið á Torfnesi. Skráning fer fram í öllum útibúum og afgreiðslum og þar fást einnig nánari upplýsingar. Krakkar! Takið mömmu, pabba og systkini með. - Sjáumst! L Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna BÆIARINS BESIA - blað allra Vestfirðinga

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað: 20. tölublað (20.05.1992)
https://timarit.is/issue/412185

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

20. tölublað (20.05.1992)

Aðgerðir: