Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 6
6 BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 20. maí 1992 Sexý með f immbura ÞEIM brá heldur betur í brún eigendum kattarins „Sexý“ þegar hún vakti þau um kl. 04 aðfararnótt síðastliðins þriðjudags. Sexý hafði lagst til hvílu fyrr um Evöldið ásamt eigendunum en þegar þau vöknuðu hafði kötturinn gotið kettling við andlit annars eigandans með öllu því sem fæðingunni fylgir. Stuttu seinna komu tveir kettlingar til viðbótar og var þá Sexý orðin ansi þreytt. Tók hún sér þá 1,5 klst. pásu og kom svo með tvo til viðbótar um kl. 07 um morguninn. Sexý og kettlingunum fimm leið vel er Ijósmyndari blaðsins leit við hjá þeim á þriðjudag og eigendurnir sem eru ungt par voru ánægð með fimmbura fæðinguna og nú er bara að bíða og sjá hvort frjósemin haldi áfram á heimilinu. -s. PÓSTUR OG SÍMI ÍSAFIRÐI Orðsending um fermingarskeyti Til þess að auðvelda sendingu og móttöku fermingar- skeyta í síma býður ritsíminn upp á ákveðna texta á skeytin. Velja má um fimm mismunandi texta; A, B, C, DogE. Skeytin eru rituð á heillaskeytablöð Pósts og síma. A - Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Kærar kveðjur. B - Bestu fermingar- og framtíðaróskir. C - Hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra. D - Guð blessi þér fermingardaginn og alla farmtíð. E - Hjartanlegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Bjarta framtíð. Ákveðið hvaða texta þér viljið senda, hringið í síma 06 og gefið upp eftirfarandi: 1. Símanúmer og nafn þess, sem er skráður notandi símans. 2. Nafn og heimilisfang þess sem á að fá skeytið. 3. Bókstaf texta (A, B, o.s.frv.). 4. Undirskrift skeytisins (nafn eð nöfn þeirra sem senda óskirnar). Þeir sem óska geta að sjálfsögðu orðað skeyti sín að eigin vild. Þeir sem vilja notfærasér þessa textaskeyta- þjónustu, eru vinsamlega beðnir að geyma þessa orð- sendingu. Þessi skeyti mísenda með nokkurra daga fyrirvara, þó fermingarbörnin fái þau ekki fyrr en á fermingardag- inn. Veljið texta áður en þið hringið! Ritsíminn 06 er opinn alla virka daga kl. 9-19, kl. 9-18 á laugardögum og kl.10-18 á sunnudögum. Opiðhvítasunnudagkl. 10-18. Opið 2. í hvítasunnu kl. 10-18. Póstur & sími ísafírði. • Leikmennirnir sem léku úrslitaleikinn. Aftari röð frá vinstri: Kichard Ray Clark, þjálfari, Hans Sigurgeirsson, Halldór Sveinbjörnsson. Guðjón Þorsteinsson, fyrirliði, Jóhannes Guðmundsson og Gísli Ágústsson. Fremri röð frá vinstri: Magnús Gíslason, Baldur Jónasson, Róbert Jónsson og Jón Páll Haraldsson. Iþróttir / Körfuknattleikur: Bolvíkingar unnu sér sæti í 1. deild F ORFUKN ATTLEIKS- ULIÐ Ungmennafélags Bolungarvíkur vann sér rétt til að leika í l.deild á næsta keppnistímabili eftir að hafa borið sigur úr být- um í æsispennandi úrslita- leik gegn Ungmcnnafélag- inu Gnúpverjum sem fram fór í Hagaskólanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Bolvíkingar gerðu 68 stig gegn 54 stigum Gnúp- verja og urðu því eina liðið af 31 í 2.deild til þess að vinna sér sæti í 1. deild. Átján leikmenn léku með U.M.F.B. á síðasta keppnistímabili, þar af léku fjórir þeirra alla leiki liðsins en það voru þeir Baldur Jónasson, Halldór Sveinbjörnsson, Jón Páll Frammistaða leikmanna í körfuknattleik UMFB á leiktímabilinu ’91-’92 Nafn fjöldi stiga hæsta meðal- leikja fjöldi skor tal Richard Clark 16 324 33 20,3 Halldór Sveinbj. 16 199 33 12,4 Baldur Jónasson 16 150 22 9,4 Jón Páll Haraldss. 16 148 13 9,3 Magnús Gíslason 14 203 23 14,5 Jóhannes Guðm. 12 28 8 2,3 Sigurður Einarss. 11 62 12 5,6 Róbert Jónsson 10 40 13 4,0 Guðjón Porsteins 9 38 9 4,2 Gísli Ágústsson 7 16 6 2.3 Hans Sigurgeirss. 7 8 2 1,1 Guðmundur Mar 6 31 8 5,2 Skarph. Eiríksson 5 38 15 7,6 Pétur Oddsson 5 10 6 2,0 Óskar Óskarsson 5 9 4 1,8 Hálfdán Daðason 4 2 2 0,5 Kristján Oddsson 2 24 18 12,0 Sigurður Stefánss 2 4 4 2,0 Haraldsson og Richard Clark sem er þjálfari liðs- ins. -s. • Leikmenn U.M.F.B. tollera þjálfara sinn Richard Clark þegar sigurinn var í höfn. Lesendur: Trimm fyrir alla -bæði konur og karla - Rannveig Pálsdóttir, íþróttakennari skrifar: AÐ HREYFA sig og njóta útivistar er hverjum manni hollt. Fleiri og fleiri eru farnir að átta sig á því að mikilvægt er að hreyfa sig til þess að mæta streitu hins daglega lífs. Með reglubundinni líkams- þjálfun er verið að vinna fyr- irbyggjandi starf til verndar heilsunni, auk þess fulgir henni aukin vellíðan. Trimm er eitt einfaldasta form líkamsþjálfunar. Út- búnaður er einfaldur og það sem skiptir mestu máli er það að mögulegt er að trimma hvar og hvenær sem er. Ef til vill hefur einhver strengt þess heit að nú verði ekki beðið lengur, þetta verði ár trimmsins. Oft er erfitt að drífa sig af stað, en nú er lag. Á hverjum fimmtudegi í sumar kl. 19-20 ætlum við að trimma þ.e. ganga, skokka eða hlaupa, allt við hæfi hvers og eins. Byrjað verður á góðri upphitun og ljúkum trimminu með teygjuæfingum. Hittumst öll fimmtudag- inn 21. maí kl. 19 við Sund- höll ísafjarðar. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að fara í sundlaug og heitan pott á eftir. Guðríður Sigurðar- dóttir og Rannveig Pálsdótt- ir, íþróttakennarar aðstoða og veita nauðsynlega ráð- gjöf. Rannveig Pálsdóttir, íþrótta- kennari.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.