Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 13
BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 20. maí 1992
Flateyri:
Minjasjóð Onundarfjarð
ar vantar fleiri muni
Renault
á leið um
landið
Sýningar á Vestfjörðum
Guðmundur
BB Flateyri:
Björgvinsson
FYRIR nokkru stofnaði
Sparisjóður Önundar-
fjarðar á Flateyri, Minja-
sjóð Önundarfjarðar en
sjóðurinn á að stuðla að
varðveislu gamalla muna úr
sögu fjarðarins og hefur þeg-
ar orðið talsvert ágengt.
Fest var kaup á húsinu að
Hafnarstræti 47 á staðnum
undir safnið, en húsið var
byggt upp úr 1930 af sænsk-
um manni að nafni Alfred
Johannsen, mublusmiður en
kona hans var Anna Eyj-
ólfsdóttir, og var húsið
lengst af kallað Svíahúsið en
nú í seinni tíð Rauða Rósin.
Safnið í húsinu verður úti-
bú frá Byggðasafni Vest-
fjarða og mun Jón Sigur-
pálsson, safnstjóri hafa
umsjón með uppsetningu
safnsins. Minjasjóðurinn á
þegar talsvert af gömlum
ntyndum sem hefur verið
safnað að frumkvæði Björns
I. Bjarnasonar og er það að
finna margar merkar mynd-
ir og væru fleiri vel þegnar.
Ætlunin er að afmælishá-
tíð Flateyrarhrepps 25. til
28. júní verði opnuð með
sýningu gamalla muna í húsi
Minjasjóðsins. Afmælis-
nefndin væntir þess að Ön-
firðingar fjær og nær láni
gamla muni til sýningarinn-
ar og munu þau Gunnlaugur
Finnsson og Jónína Ás-
bjarnardóttir veita munun-
um viðtöku og gefa upplýs-
ingar þar að lútandi.
-gb.
mmm
Renault 19 - Renault Nevada 4x4
• Minjasafnið á Flateyri. Stefnt er að því að opna afmælishátíð
Flateyrarhrepps 25.-28. júní n.k. með sýningu gamalla muna í húsinu.
ísafjörður:
Vitni vantar
LÖGREGLAN á Isa-
firði hafði samband
við blaðið vegna innbrots
sem framið var í fiskhjall á
Eyrarhlíð á bilinu frá kl.
23.30 og 04.00 aðfararnótt
sunnudagsins 10. maí síð-
astliðinn.
Ekkert hefur enn komið
fram sem getur upplýst
innbrotið og biður því lög-
raglan alla þá sem veitt
geta einhverjar upplýsing-
ar um mannaferðir á þess-
um slóðum á áðurgreind-
um tíma að hafa samband
hið fyrsta.
ísafjörður:
Oft er þörf, en
núernauðsyn!
HLÍFARKONUR á Isa-
firði eru þessa dagana
að safna fyrir sónartæki á
sjúkrahúsið á ísafirði. Nú
fer að líða að því að tækið
verði afhent og sjáum við
fram á það að enn vanti ör-
lítið uppá til að við getum
getið tækið allt í staðinn fyr-
ir að setja peningana í
tækjakaupasjóð.
Pví ætlum við að vera með
blómasölu á fimmtudags-
kvöldið 21. maí næstkom-
andi Bæjarbúar eru hvattir
til að styðja við bakið á svo
góðu málefni og kaupa af
okkur blóm. Fllífarkonur!
Mætið í Koffortið frá kl. 18 á
fimmtudag og hafið með
ykkur fötur.
Stjórnin.
BOLUNGARVIK
Bílaverkst. Nonna - Laugardaginn 23. maí M. 9-11
ÍSAFJÖRÐUR
Shell bensínstöðin - Laugardaginn 23. maí M. 12-14
FLATEYRI
Esso skálinn - Laugardaginn 23 maí M. 15-16
ÞINGEYRI
Bensínstööin - Laugardaginn 23 maí M. 17-18
TÁLKNAFIRÐI
Söluskálinn - Sunnudaginn 24. amí M. 13-14
BÍLDUDAL
Versl. Edinborg - Sunnudaginn 24. maí M. 15-16
PATREKSFIRÐI
Esso söluskálinn -Sunnudaginn 24. maíM. 17-19
UMBOÐSAÐILI A VESTFJORÐUM:
Bílaverkstæði Nonna Bolungarvík
Komiö og reynsluakið
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633
W ísafj arðarkaupstaður
ísafjörður:
Hreiðurstæði?
ER jeppabifreið ritstjórans stóð á bílastæði heima við
hús Krir helgina mætti í heimsókn þrastarsteggur
nokkur er greinilega áleit stæðið vera hreiðurstæði en ekki
bílastæði. Lét hann það ekki á sig fá þótt eins og einn jeppi
væri fyrir og hefur greinilega þóst finna hreiðri sínu góðan
stað upp við volgruna frá vatnskassa bílsins. Að sögn hins
fuglafróða Sigurðar Ægissonar gera þrastarsteggir sér
nokkur hreiður að vori og bjóða svo „dömunni“ að velja
sér eitt úr safninu. Ekki vitum við þó hvernig skötuhjúun-
Um varð við er eitt hreiður þeirra fór að ferðast með bdnurn
en víst er að engin eru eggin í því enn...
-b.
• Frá afhendingu æfingabekkjarins. F.v. Soffía Ingimars-
dóttir og Kristjana Kristjánsdóttir úr stjórn Grettis ásamt
þeim Kristjáni Jóhannessyni, sveitarstjóra, Guðmundi
Baldurssyni, sundlaugarverði og Eiríki Finni Greipssyni
oddvita Flateyrarhrepps.
Flateyri:
Grettir gef ur æf ingabekk
Guðmundur Björgvinsson
BB Flateyri:
NÝLEGA afhenti í-
þróttafélagið Grettir
á Flateyri, Sundlaug Flateyr-
ar æfingabekk að gjöf sem er
kærkomin viðbót við þá æf-
ingaaðstöðu sem fyrir er.
Framkvæmdir er hafnar
að nýju við íþróttahúsið sem
cr áfast sundlauginm og er
áætlað að loka húsinu,
steypa gólf og ganga frá lóð
svo megi nýta húsið til sam-
komuhalds og á fram-
kvæmdum að Ijúka fyrir af-
mælishátíð Flateyrarhrepps
dagana 25.-28. júní nk‘.
-gb.
Starf í býtibúri
Starf í býtibúri við Elliheimili ísafjarðar
er laust nú þegar. Um er að ræða 60%
starf.
Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma
3110 milli kl. 8.00 og 16.00.
Garðplöntusala!
Sala á garðplöntum hefst föstudag-
inn 29. maí nk. kl. 14.00.
Tré, runnar og sumarblóm í miklu
úrvali.
Garðplöntustöð Ásthildar
Seljalandsvegi 100,
400 ísafirði
S 3351.