Bæjarins besta

Eksemplar

Bæjarins besta - 20.05.1992, Side 16

Bæjarins besta - 20.05.1992, Side 16
Lítið inn eða hringið, áðuren þið leitið annað SgH-PRENT ö SÓLGÖTU 9 ÍSAFIRÐI F S 4560 S 4570 Föstudagskvöld: Pöbbinn opinn kl. 23-03. Laugardagskvöld: Nánar í götuauglýsingum. Veri6velkomin Víkurbær Skemmtistaður BolunqarvfkS7130 Isafjörður: IFYRIRSPURNARTÍMA á Alþingi fyrir stuttu, þar sem rætt var um ábyrgð verktaka kom fram hjá Kristni H. Gunnarssyni, alþingismanni Vestfirðinga að komið hafi í Ijós steypuskemmdir á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði og væri áætlaður kostnaður við viðgerðir á húsinu um 40 milljónir króna. Kristinn sagði að kostnaðurinn af viðgerð- unum myndi falla að öllu leyti á ríkið en ábyrgð verktakans Ármannsfells hf., virtist engin vera. Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt sjúkrahússins segir í samtali við Morgunblaðið að aðalástæður steypu- skemmdanna séu þær að húsinu hafi ekki verið haldið við síðan þar var byggt og að steypan í því sé gölluð. Hún sé ekki nógu frostþol- in. Þá sagði hann að gerð hefði verið áætlun um að gera við skemmdirnar fyrir um 40 milljónir en hins veg- ar væri ástæða til að hafa í huga að inn í þeirri upphæð væri virðisaukaskattur sem rynni aftur til ríkisins og eðlilegt viðhald á húsinu hefði væntanlega kostað um 15 milljónir'. Þannig væri kostnaðurinn við sjálfa við- gerðina í raun um 20 millj- ónir. Skemmdirnar komu í ljós fyrir 2-3 árum og voru rann- sakaðar í fyrravetur. Nú liggja niðurstöður fyrir og unnið er að útboði. Áætlað er að viðgerðir á sjúkrahús- inu hefjist í sumar en fjár- veiting er til þriggja ára. Jes sagði að auðvitað ættu bæði verktaki og steypustöð að bera ábyrgð á skemmdunum á sjúkrahúsinu en sam- kvæmt íslenskum lögum næði sú ábyrgð ekki svo langt aftur. -s. • Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði. Miklar steypuskemmd- ir hafa komið í Ijós á húsinu og er áætlað að viðgerðir á því hefjist í sumar. • Elín Óladóttir, elsti starfsmaður íshúsfélags ísfirðinga tekur við viðurkenningunni úr hendi Páls Péturssonar, framkvæmdastjóra gæðaeftirlits Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Isafjörður: s AMÁNUDAGINN var, var íshúsfélagi ísfirðinga hf. afhent viðurkenning frá Cold- water Seafood, sölufyrirtæki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum fyrir góða framleiðslu og góðan stuðning á síðasta ári. Var þetta í sjötta skiptið sem fyrirtækið fær viðurkenningu sem þessa. Ellefu fyrirtæki af sjötíu á landinu fá viðurkenningu að þessu sinni eða þremur fleiri en í fyrra. Við afhend- inguna sagði Páll Pétursson, framkvæmdastjóri gæðaeftirlits Coldwater í Bandaríkjunum m.a. aö í athugun væri að bjóða tveimur fastráðnum starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem viðurkenningu fengju í skoðunarferð til Coldwater í Bandaríkjunum. Ishúsfélag ísfirðinga hf. fékk 94.2 stig í einkun fyrir framleiðslu sína af 100 mögulegum en landsmeðaltal var 89.6 stig. Það var Elín Óladóttir, elsti starfsmaður íshúsfélags ísfirð- inga hf. sem veitti viðurkenningunni móttöku. -s. ísafjörður: Litlanes IS-608 vard eldi að bráð og sókk ÆKJUBÁTURINN Litlanes ÍS-608 frá ísa- firði brann og sökk tæpar 50 sjómflur norður af Skaga út af Húnaflóa síðdegis á laug- ardag. Þrír menn frá Isafirði voru um borð í Litlanesi er eldurinn kom upp og var þeim bjargað um borð í Ingi- mund gamla frá Blönduósi sem sigldi með þá til lands. Skipverjar urðu fyrst var- ir við eld í vélarrúmi skips- ins og magnaðist hann fljótt þannig að ekki var við neitt ráðið. Reyndu skipverjar að nota slökkvitæki en án ár- angurs og var því ekkert um annað að ræða en að forða sér frá borði. Skipverjar sendu út neyðarkall á rás 16 á VHF-stöðinni svo og á stóru stöðinni en án árang- urs. Skipverjar á nærstöddu skipi, Ingimundi gamla frá Blönduósi urðu varir við reyk frá Litlanesi og sigldu strax í átt til þeirra. Er Ingi- mundur gamli kom á• stað- inn, eftir um 30-40 mínútur voru skipverjar á Litlanesi komnir í gúmmíbát og var þeim bjargað þaðan og þeir síðan fluttir til lands. Litla- nesið sökk síðan um hálfum sólarhring seinna og flutu þá olíutankar og fleira upp úr bátnum. Skipverjarnir þrír komu til ísafjarðar á sunnudag. Skýrslutökur vegna brunans fóru fram á Blönduósi og sjópróf eru fyrirhuguð á næstu dögum. Skipstjóri á Litlanesi ÍS-608 er Arnar Kristjánsson. -s. ÓHÁÐ FRÉHABLAÐ / A VESITJÖRÐIM • Menntaskólinn á ísa- firði. ísafjörður: Skóla- slit MÍ Menntaskólan- UM á ísafirði verður slitið við hátíðlega athöfn í sal skólans nk. laugardag og hefst athöfnin kl. 14.00. Við skólaslitin verður sagt frá vetrarstarfi skól- ans auk þess sem 30 ný- stúdentar og ýmsir fleiri fá prófskírteini sín. Þá verð- ur tónlistarflutningur sem að mestu leyti verður í höndum nemenda skólans. Patreksfjörður: Nýrprest- urvígður SÍÐ ASTLIÐINN sunnu- dag vígði biskup ís- lands, herra Ólafur Skúla- son, þrjá guðfræðikand- ídata til prestþjónustu. Tveir vígsluþeganna koma til starfa á Vestfjörð- um en það eru þau Hans Björnsson, sem verður sóknarprestur í Patreks- fjarðarprestakalli í Barða- strandarprófastdæmi og Sigríður Óladóttir, sem verður sóknarprestur í Hólmavíkurprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. RITSTJÓRN s 4560 • FAX S 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar: 20. tölublað (20.05.1992)
https://timarit.is/issue/412185

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

20. tölublað (20.05.1992)

Handlinger: