Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 2

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Blaðsíða 2
BIBLÍUDAGURINN 1976 Hið xslenzka Biblíufél-ao: varð 160 ára 10. júlí 1975 . Elzt er það allra íslenzkra félaga, þeirra er nú starfa. A sumum aldursskeiðum þess hefur ef til vill þótt gæta nokkurs hrumleika í hreyfingum þess og afköstum. En jafnan hefur það sótt í sig veðrið að nýju og getað tekið góðar skorpur. Afmæli þess á síðasta sumri var ekki haldið með neinni stórhátíð. Stjórnin hált afmælisfund og hafði þá sem gest framkvæmdastjóra Brezka og erl. Biblíufólagsins, Dr. Cryer. Síðar var ráðstefna.norrænu Biblíufálaganna í Skálholti, þar sem ágætir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum ráðu ráðum sínum í viku. Vonandi ber þessi ráðstefna nokkurn ávöxt x starfinu hár á landi sem og annars staðar. Gideonfálagið, sem vinnur sjálfstætt að útbreiðslu Biblíunnar, en í góðri samvinnu við Biblíufálagið, hált einnig afmælisráðstefnu í Skálholti skömmu síðar með þátttöku erlendra manna. Það fálag varð þrítugt á sxðast liðnu ári. Nú er hinn árlegi biblíudagur skammt undan, 2. sunnudagur í níuviknaföstu, 22. febrúar. Sá dagur skal minna á það hlutverk, sem Hið ísl. Biblíufálag hefur tekið á sig í þágu kristninnar í landinu: Að gefa út og breiða út % Heilaga Ritningu meðal landsmanna. Þetta hlutverk skír- skotar til allra kristinna manna um samúð og liðstyrk. Biblíufálagið hefur að undanförnu færst mikið í fang í útgáfumálum og fest verulegt fá í nýjum og vönduðum prentunum Biblíunnar. Það þarf því mjög á fjárframlögum góðra vina að halda. Um leið og eitt verk er af hendi leyst blasir við tugur óleystra verkefna og eru mörg þeirra næsta brýn. Ofan á skyldurnar innanlands bætist svo hin mikla og nærgöngula köllun nútfmans, sem Hið ísl. Biblíufélag hlýtur að sinna að sínum hluta með systur- fálögum sínum í öðrum löndum: Að dreifa hinu helga sæði, kynna Guðs orð, meðal þeirra mörgu, sem ekki hafa átt þess kost að kynnast því hingað til, koma Biblíunni eða einhverjum ritum hennar í hendur þeirra milljóna manna, sem nú fyrst eru að verða læsir á bók. Með ráttu er talað um biblíuhungur í heimi nútímans. Kirkja Islands þarf að leggja sitt af mörkum til þess að bæta úr því.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.