Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Side 5

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Side 5
NÝÍ* BISKUPSRITARI Hinn 15. janúar s.l. rann út umsóknarfrestur um embætti biskupsritara. Ein umsókn barst, frá sr. Ölfari Guðmundssyni, sóknarpresti á ólafsfirði. Var hann skipaður frá 1. febrúar að telja. Sr. Úlfar Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 30. október 1940, sonur hjónanna Guðmundar Grímssonar, húsgagnasmíða- meistara og Stefaníu Runólfsdóttur. Sr. Úlfar er stúdent frá Verzlunarskóla íslands, og kandidat frá Guðfræðideild Háskóla íslands 1972. Hann vígðist til ólafsfjarðar í marz sama ár og hefur verið þar síðan. Sr. Ólfar er kvæntur Freyju Jóhannsdóttur og eiga þau tvö börn. Embætti biskupsritara er ákaflega viðamikið starf. Að sögn sr. Úlfars er starfið einkum fólgið í daglegum rekstri skrifstofu biskupsembættisins. Margir sjóðir eru í vörslu embættisins og lætur nærri að þeir sóu nú um 170 talsins, stærsti þeirra hinn almenni kirkjusjóður og kristnisjóður. Þá fara um embætti biskupsritara skýrslur presta til embættisins, reikningar kirkna og kirkjugarða, og þannig mætti lengi telja. Biskupsembættið fagnar nýjum starfsmanni og óskum honum alls góðs í nýju og vandasömu starfi. I STUTTU MALI Fréttabréfið hafði samband við þrjá presta, hvern í sínum landsfjórðungi og leitaði eftir þvx hvaö helzt væri frétt- naemt. Fyrst hringdum við í sr. Jón Einarsson x Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og inntum hann frétta af störfum starfs- háttanefndar kirkjunnar, en sr. Jón er formaður þeirra nefndar. - Er nokkuð að frétta af störfum starfsháttanefndar? - Ja - ég veit ekki hvað ég á að láta uppi um það - og þó, við erum búnir■að■halda 4 fundi síðan á prestastefnu í vor með reglulegu millibili - nú síðast í janúar, og stóð sá fundur í eina 3 daga, og þá gengum við m.a. á fund kirkjumálaráðherra, nú, þá höfum við sent öllum prestum

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.