Bæjarins besta - 15.09.1993, Blaðsíða 2
2
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993
BB spyr:
ísafjörður:
Jón Oddur Guðmundsson,
§órði bekkingur:
„Þetta er allt ofvægt, Jiað
væri betra að hafa „karið”
enda er það míklu hrein-
legra. .-\nnars eiga þau
Jretta alveg skííið.”
Marta Anna Þorsteins-
dóttir, kennari við FVI:
„Nei, ætli það. Þau
stjórna þessu sjálf og
þetta er það sem þau
vilja.“
Deilur um niðurrif Aðalstrætis 16
PÓSTUR og sínti áætlar að rífa húseign sína að Aðaí-
stræti 16. Þaðmun veratilaðreisa nvttogbetra húsundir
starfsemina. Húsafriðunarefnd ríkisins er ekki sátt við
skaðl það væri fyrir Isafjarðarkaupstað að inissa yfir
al targamalt og vel með farið hús sem þetta
I fundagerðadagskrá bæjar-
ráðs fimmtudagsins í síðustu
viku segir nteðal annars að á
fundi ráðsins þann i 2. ágúst
síðastliðinn hafi Erling Sör-
ensenumdæmisstjóriPóstsog
síma á Vestfjöróum mætt til
viðræðna um húsbyggingar
stofnunarinnar á ísafirði. A
þessum fundi lagði Þorgeir
K. Þorgeirsson, framkvæmda-
stjóri umsýslusviós, fram bréf
varðandi úttekt á húsinu
Aóalstræti 16 mcð það í huga
aö gera við húsió svo það
henti til þeirrar starfssemi sem
stofnunín vill byggja yfir.
Erling rakti því næst gang
mála. Lagði hann áherslu á
að þeir fengu að byggja nýtt
hús á lóóinni.
Ennfremur segir í dag-
skránni að bæjarráó heimili
niðurrif mcð fyrirvara um
samþykki byggingarnefndar.
Þegar bæjarráöió kom sam-
an 2. september var lagt fram
bréf frá Húsafriðunarncfnd
ríkisins þar sem farið var fram
á aó yfirvöld fresti ákvörðun
sinní uin niðurrifátveimuraf
húsum bæjarins, þar á meóal
Aðalstræti 16, þar til nefndin
hafi fjallað um málið.
Helgi BoliasonThoroddscn
arkitckt ritaði grein um húsið
í Morgunblaðinu síóastliðinn
laugardag. Þar rekur hann
stuttlcga sögu þess og annarra
á Eyrinni og segir jafnframt
að niðurrif þess sé óhæfa og
mikil skammsýni þar sem
húsið varðveiti enn mikið af
upprunalegum innrcttingum. I
grcininni bendir Helgi á aðrar
leiðir til úrbóta og segir Póst
og síma geta fundið annað
jafn glæsilegt hús fyrir starf-
semi sina. Helgi segir enn-
frernur að húsið sé í góðu
ástandi þrátt fyrir lítíð við-
hald en þaó var byggt á
árunum 1876-83 og þá scm
krambúð og íbúðarhús.
Málið var tekið upp á fundi
bæjarstjóra í gær scm hann
átti með hlutaðeigandi aðil-
eða friða.
um. „Byggingarnefnd hefur
þegarsainþykktnióurrifhúss-
ins af sinni hálfu en hún á að
lcita umsagnar húsal'riðunar-
nefndar ríkisins og ef að hún
cr ósátt við niðurstöðu bygg-
ingarnefndar getur húsafrið-
unarncfndin óskað eftir að
málið verði skoðað betur,”
sagði Smári.
Er busavígslan
of harkaleg?
(Spurt við busa-
vígsluna)
Margrét Tryggvadóttir
og Una Einarsdóttir,
ómerkiíegir busar:
Neinei, þetta er bara
gaman og við viljum alls
ekki að þessu verðt breytt.”
Hilmar Magnússon,
annar bekkingur:
„Nei, þetta er ftnt svona,
þar að auki er Jaetta
einkennandi fyrir skólann,
FVÍ er einí skólinn á
landinu sem beitir svona
aðferðum og þess vegna
megum við ekki missa
þessa hefó niður.”
Sigrún María Bjamadóttir,
háæruverðugur þriðji
bekkingur:
„,Alls ekki, það væri
náttúrulega betra að hafa
karið” góða en þetta er allt
Busar vígðir með íslensku og
hollu hróefni oð góðum sið
ÁRLEG busavígsla Fram-
haldsskóla Vestfjarða fór
fram síðastliðinn fímmtudag
og föstudag. Forsmekkur
vígslunnar fór fram í Fagra-
nesinu á fimmtudag og eigin-
leg busavígsla var fram-
kvæmd á skólalóðinni á
föstudaginn að hópi áhorf-
enda og kennara viðstöddum.
Síðastliðinn fimmtudag
fóru allir nemendur skólans í
bátsferð um Isafjarðardjúp
með viðkomu í Æðey. A
leiðinni til eyjarinnar fór fram
svokölluð busakynning. Hún
felst í því að busarnir, það eru
nýnemar skólans á fyrsta ári,
þurfa að halda stuttan upp-
lýsingafyrirlestur fyrir eldri
bekkinga um sjálfa sig, hagi
sína, áhugamál og margt fleira
sem áheyrendur fýsir að vita.
Að því loknu voru busamir
boðnir upp, hver á fætur
öðrum og þeir sem „keyptu”
þá, máttu nota þá til að upp-
fylla allar þarfir hvers og eins,
til dæmis til að hreinsa borðin,
bera nestistöskuna, hlaupa í
sjoppuferðir og hvaðeina.
Allir nemendur skólans voru
sammála um að ferðin var vel
heppnuð í alla staði.
Síðastliðinn föstudag rann
svo eiginlegur busunardagur
upp. Hann var með hefð-
bundnu sniði, nema að ekki
fékkst leyfi hjá skólayfir-
völdum til að vera með hið
fræga fiskikar, fyllt með sjó
og rækjuúrgangi og útrunnum
mjólkurafurðum. Samt sem
áður voru aðrir liðir busun-
arinnar með sama hætti og fyrr,
busar voru sóttir nauðugir til
skólastofa sinna, bundnir á
höndum og fótum af þriðju-
bekkingum og „íslensku og
hollu hráefni”, eins og einn
eldri bekkingurinn komst að
orði, makað framan í þau. Um
var að ræða rúgbrauð og súr-
mjólk blandað saman ásamt
hökkuðum tómötum og græn-
um matarlit. Því næst voru
busarnir látnir skríða gegnum
drullugar botnlausar olíutunnur
og svo hífðir upp í neti,
sprautað á þá úr slökkvibíl og
látnir játa lotningu sína fyrir
mætti æðri skólanemenda.
Þar með voru fyrstubekk-
ingamir teknir í busa tölu innan
veggja Framhalsskóla Vest-
fjarða og um kvöldið var
svokallað busaball í Sjallanum
að loknum sameiginlegum
málsverði í mötuneyti skólans
þar sem allir sameinuðust sem
vinir á ný.
Mörgum finnst þessar
vígsluaðferðir of harkalegar
og benda á að betra væri að
framkvæma busavígsluna á
sunnlenska vísu þar sem ný-
nemarnir fá sumsstaðar rósir
og hlýlegar móttökur. Þess má
geta að Björn Teitsson skóla-
meistari lýsti yfir í grein einni
í blaðinu fyrir skömmu,
áhyggjum sínum á því að hlut-
fall nemenda af öðrum lands-
hornum minnkar með hverju
ári. Hugsanlega sé einhver
tenging þarna á milli.
Busarnir voru óánægðir
með busunina þegar á henni
stóð en voru hæstánægóir
með framkvæmd hennar að
henni lokinni og þótti hún þá
ekki of hörð. Þess skal um
leið getið að allir viðmæl-
endur blaðamanns á öórum
stigum skólagöngunnar voru
sáttir við þessar aðgerðir að
starfsmönnum skólans undan-
teknum.
-hþ.
Elín Smáradóttir (Haraldssonarj skríður í gegnum aðra olíutunnuna.
Tveir busar makaðir út með íslensku og hollu hráefni. Annar horfir með hryllingi til
þess sem koma skal, olíutunnuskrið og netið.
Framhaldsskóli Vestfjarða: