Bæjarins besta - 15.09.1993, Blaðsíða 4
4
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993
Óháð vUmblað
á Vestfjörðuni,
Útgefandl:
H-prent M.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
q 94-4560
O 94-4564.
Ritstjóri:
Sigurjón J.
Sigurðsson
o 4S77 &
985-25362.
Ábyr gð armenn:
Sigurjón J.
Sigurðsson og
Halldór
Sveinbj örnsson
o 5222 ö?
985-31062.
Blaðamaður:
Hermann Þór
Snorrason.
Útgáfudagur:
Miðvikudagur.
Prentvinnsla:
H-prent M.
Bæjarins besta
er aðili að
samtökum
bæjar- og
béraðsfrétta-
blaða.
Eftirprentun,
Mjóðritun,
notkun ljós-
mynda og
annars efrns er
óheimil nema
heimilda sé
getið.
Smári Haraldsson bæjarstjóri skrifar:
Athugosemd vegna fréttar BB
miðvikudaginn 1. september
BÆJARINS besta.
Hr. Sigurjón Sigurðsson, ritstjóri.
í fréttinni um veitingu viðurkenninga fyrir garða og lóðir
segir „bæjarráð ísafjarðarkaupstaðar verðlaunaði fjóra
aðila síðastliðinn laugardag fyrir snyrtilegar og vel hirtar
lóðir.” Ennfremur „mæting bæjarráðsmanna í morgunsárið
var ekki upp á það besta..”
Bæjarstjórn Isafjarðar veitir
viðurkenningar fyrir fegurstu
garða og lóðir að tillögum
náttúru- op umhverfisverndar-
nefndar. I sumarleyfi bæjar-
stjómar fer bæjarráð með hlut-
verk bæjarstjórnar. Fyrir hönd
bæjarstjómar afhentu viður-
kenningarnar forseti bæjar-
stjórnar, fulltrúar náttúru- og
umhverfisverndarnefndar og
bæjarstjóri. Bæjarráð kom því
hvergi nálægt afhendingunni.
Nokkuð tafðist að safna
saman fulltrúum náttúru- og
umhverfisverndarnefndar og
eru hlutaðeigandi beðnir vel-
virðingar á því. Jafnframt er
þeim sem viðurkenningar
fengu óskað til hamingju með
fallegt umhverfi.
Virðingarfyllst,
Smári Haraldsson,
bœjarstjóri.
Tjaldborg krakkanna úr íþróttafélaginu Stefrii á bökkum Staðardalsár.
Ljósmynd: Sturla Páll Sturluson.
ísafjörður:
Kjarvalsverk
að gjöf
ERFINGJAR hjónanna
Kristínar Kristjánsdóttur
og Jóns Guðjónssonar
fyrrverandi bæjarstjóra á
ísafirði hafa fært ísa-
fjarðarkaupstað Kjarvals-
verk að gjöf.
í gjafabréfi sem bæjarráði
barst I síðasta mánuði er
þess getið að málverkið sé
úr eigu þeirra hjóna og sé
afhent bænum án nokkurra
skilyrða. Listasafni ísa-
fjarðar hefur verið falin um-
sjón listaverksins. -s.
Tónlistarskóli Isafjarðar
Austurvegi 11’ 400 Isafjörður • Sími 3926
Slagverk
Námskeið og kynning á slagverki
(alls kyns trommum) og slag-
verkstónlist verður haldið á vegum
Tónlistarskóla ísafjarðar um næstu
helgi, þ.e. 18.-19. september nk.
Leiðbeinandi:
Maarten van der Valk
Skráning fer fram á skrifstofu
skólans í síma 3926
kl. 13-18 næstu daga.
Skólastjóri.
Súgandafjörður:
Útileguferð í Vutnadal
SÍÐUSTU helgina í ágúst
stóð íþróttaféiagið Stefnir á
Suðureyri fyrir tjaldútilegu
fyrir krakka sem höfðu tekið
þátt í íþróttanámskeiðum
þess í sumar.
Farið var út í Vatnadal í
Súgandafirði og tók mikill
fjöldi krakka þátt í ferðinni
sem stóð í einn sólarhring.
Fararstjóri var Linda Björk
Ólafsdóttir íþróttaleiðbein-
andi. í ferðinni var grillað,
sungið við varðeld, farið til
berja auk þess sem farið var í
skemmtilega leiki og létu
krakkamir það ekkert á sig fá,
þótt rigningardembu hafi gert
um nóttina enda öll vel útbúin
til útivistar.
-sps.
Sundlaug Suðureyrar
Opnunartímar í sumar
Stór útisundlaug,
sér bamalaug
og heitir pottar.
Verið velkomin
Mánudaga kl. 14:00-20:30
Þriðjudaga kl. 14:00-20:30
Miðvikudaga er lokaó v/þrifa
Fimmtudaga kl. 14:00-20:30
Föstudaga kl. 14:00-21:00
Laugardaga kl. 10:00-16:00
Sunnudaga kl. 13:00-16:00
Leiðarinn:
Friðarins handfak
Vonandi stendur handtak Yitzhaks Rabin, forsætis-
ráóherra ísraels, og Yassers Arafat, leiótoga Frelsis-
samtaka Palestínu, PLO, á grasfiötinni við Hvíta húsið
í Washington síðastliðinn mánudag undir væntingum.
Eftir þessu handtaki hafa milljónir manna beóið í
áratugi.
Þegar Bretar náðu Palestínu á sitt vald 1917 voru
nálægt hundraó þúsund Gyðingar í landinu. Þeim
fjölgaði síðan ört þrátt fyrir tilraunir Breta til að
stemma stigu við innflutningi þeirra, ekki síst í seinni
heimsstyrjöldinni. Þegar bæði Arabar og Gyðingar
höfnuðu tillögu Breta um heimastjóm satnþykktu
Sameinuðu þjóðirnar að skipta landinu í tvö ríki,
Gyðinga og Araba. Þetta var árið 1947.
Hinn 15. maí 19481ýstuGyðingaryfir stofnun ísraels.
Daginn eftir braust Palestínustríðið út, þegar egypskar,
íraskar, líbanskar, sýrlenskar og transjórdanskar her-
sveitir hugðust kæfa Gyðingaríkið í fæðingu. Svo
sem kunnugt er uppskám Arabaríkin það eitt, að ísraels-
menn náóu undir sig stærra landssvæði en Sameínuðu
þjóðirnar höfðu áður úlhlutað þeini.
Frá Palestínustríðinu til dagsins í dag hafa stöðugar
erjur og átök átt sér stað milli Araba og Gyðinga.
Súesdeilan, Sexdagastríðið, Októberstríðið og inn-
rás ísraelsmanna í Líbanon 1982. Allt var þetta á cinn
vcg: Eyðilegging og blóðsúthellingar þar sern konur
og böm urðu helstu fómarlömb átaka hinna stríðandi
fylkinga, er stjórnuðust af blindu hatri leiðtoga sem
heimtuðu auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
Er þessu lokið? Er stríðið fyrir botni Miðjarðar-
hafs á enda? Undirritun Símonar Peres, utanríkisráð-
herra ísraels og PLO-mannsins Abu Mazen á friðar-
samninginn staðfestir mikilvægan og Iangþráðan
áfanga að friðsamlegum samskiptum Araba og
Gyðinga. Handtak Rabins og Arafats innsiglaði
samninginn.
En þrátt fyrir þetta stóra skref er erfið ganga
framundan. Öfgasinnar á báða bóga fara ekki dult
meó andúð sína á samningnum. Ljóst er þó aó
meirihluti beggja aðila styður samkomulagió.
Samkomulaginu um frið fyrir botni Miðjarðar-
hafsins er fagnað um heim allan. Og þaó er ánægju-
legt til þess að vita að vestrænar þjóðir skuli hafa
tekið höndum saman að styðja Palestínumenn í upp-
byggingu efnahags- og atvinnulífs og leggja þar með
grunninn að nýju lífi, lífi vonar og friðar, sem heil
kynslóð þessara þjóða þekkir ekki nema af afspurn.
Ef handtakið, sem allir biðu eftir í Washington,
brestur ekki og varanlegur frióur kemst á milli Araba
og Gyðinga var þess svo sannarlega þörf.
Við skulum vona að þessa handtaks verði minnst
aðeiris einn veg á spjöldum sögunnar.
s.h.