Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.09.1993, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 15.09.1993, Blaðsíða 10
10 BÆjARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993 Jón E. Guð- finnsson SPAUGARI síðustu viku, Hallgrímur Kristjánsson, málameistari í Bolung- arvík, skoraði á Jón E. Guðfinnsson, innkaupa- stjóra Orkubús Vestfjarða að koma með næstu sögu og hér kemur framlag hans: Eitt sinn var bóndi sem bjó skammt frá þorpi og hann stundaði smá heimilisiðn- að sem í daglegu tali kallast bruggstarfsemi. Hreppstjóri þorpsins hafði hann ávallt undir grun og reyndi margoft að nappa bóndann en sá hafði alltaf vaðið fyrir neðan sig og njósnaði um ferðirhreppstjórans og náði alltaf fela bruggið og til- heyrandi tæki áður en hrepp- stjórann bar að garði. En einu sinni náði hrepp- stjórinn að koma bóndanum að óvörum og með snar- ræði sínu náði bóndinn að hella niður brugginu áður en hreppstjórinn kom inn til hans en náði því miður ekki að fela tækin. Bóndinn var því kærður og dreginn fyrir rétt og dæmdur sekur vegna gruns um bruggstarfsemi. Bóndanum líkaði sú dóms- niðurstaða engan veginn og spurði hreppstjórann af hverju hann væri dæmdur sekur. „Jaa, þú ert dæmdur sekur af því að þú hefur tækin til þess að brugga,” sagði hreppstjórinn. ,,Af hverju í andskotanum er ég þá ekki líka dæmdur fyrir nauögun?” spyr bóndinn. „Því skyldi ég gera það?” svarar hreppstjórinn með spumingasvip. „Nú,” segir bóndinn og losar um buxna- beltið og girðir niður um sig, „ég hef tækin til þess!” Eg skora á Sölva Sól- bergsson deildartœknifrceð- ing hjá Orkubúi Vestfjarða á Isafirði að koma með nœstu sögu. Unnið að síldarlöndun í Bolungarvík. Bolungarvík: Dagrún með 150 tonn úr fyrsta túrnum Dagrún ÍS-9 frá Bolungarvík landaði í gær 150 tonnum af þorski en hér var um Uagrun XSi-9 tra Bolungarvik landaði 1 gær 100 tonnum at porski en her var um frrstu veiðiferð skipsins að ræða frá því það varð stopp vegna gjaldþrots Einars Guðfinnssonar hf. Afli skípsins fór að mestu lil vinnslu hjá Hraðfryst.ihúsinu Norðurtanga hf., á Isafírði en hluti aflans fór til yinnslu hjá Diúpfangi líf. í Bolungarvík oglrjá fiskverkun Magnúsar Snorrasonar. I síðustu viku landaði Heiðrún 21 tonni af þorski auk einhvers magns sem ekki fékkst uppgefið og fór í gám. Gunnbjörn kom með 30 tonn af þorski í í sextán sjóferðum. Aflahæstur var Páll Helgi með 7 tonn í fnnm róðrurn. Tíu línubátar lönduðtr í Bolungaivík í síðustu viku samtals 36,1 tonní og var Snorri afi aflahæstur með 10,1 tonn í sex róðrum. Færabátamir komu með 30,6 tonn ogvnr Byr aflahæstur með 3,5 tonn í tveimur róðrum. Netabátamir komu með 15,6 tonn í sextán ferðunr og var Húni aflahæstur með 6,7 tonn í sex róðrum. F.inn rækjubátur kom að landi í Bolungarvík í síðustu viku, Gunnbjörn sem kom með 11,1 tonn úr einni sjóferð. Þingevri: Súðavík: Framnesið með 100 tonn af þorski Framnesið kom til hafriar á Þingeyri í dag með rúm 100 tonn af þorski eftir viku útivist Skipið landaði einnig á Þingeyri um miðja síðustu viku og var þá með 55 tonn af þorski. Dragnótabátar staðarins lönduðu samtals 10,9 tonnum í síðustu viku og fékkst aflinn í sex sjóferðum. Aflahæstur var Máni með 5,6 tonn í þremur ferðum. Handfærabátarnir lönduðu samtals 2,1 tonni í ellefú ferðum og var Stígandi aflahæstur með 1,1 tonn í þremur ferðum. Línubátarnir komu með 7,5 tonn að landi' í níu ferðum og var Litlanes aflahæst með 3,5 tonn í þremur ferðum. Sléttanesið hefúr verið í viðgerð í Reykjavík undanfarna viku og var áætlað að skipið heldi til veiða í gærdag en ekki höfðu horist fréttir af skipinu er blaðið hafði samband við Þingeyri í gærmorgun. ísafjörður: Hæst meðallaun hjá Guðbjörginni Hrönn hf., sem gerir út aflaskipið GuðBjörgu greiddi næst meðallaun út- gerðarfyrirtækja á landinu á árinu 1992 eða kr. 7.460.000. fyrir ársverkið. I öðru sæti var Samherji hf. á Akureyri með kr. 6.280.000. og í þriðja sæti var Gunnvör hf. á Isafirði, útgerðarfyrirtæki frystitog- arans Júlíusar Geirmunds- sonar, sem greiddi kr. 5.890.000. fynr ársverkið. Þessar upplýsingar má lesa úr listayfir 100 stærstu sjávar- útvegsfýrirtækin á Islandi árið 1992, sem birtur er í árbókinni Sjávarfréttum. I Fiskifréttum segir m.a. að taka beri skýrt fram, að þegar talað er um ársverk er ekki átt við það að einn sjómaður hafi borið tiltekin laun úr býtum nema hann hafi farið í allar veiðiferðirnar sem yfirleitt tíðkast ekki. Daersaflinn að tal meðal- li um 30 tonn Skuttogarinn Bessi frá Súðavík kom til heima- hafna r sinnar í gær- morgu n með rúm 150 tonn ai að me grunn stu leyti á Kögur- inu. Veiðiferðin hjá Be og va ssa tók fimm daga r því meðaltals- aflinn á aag um 30 tonn. f ga ;r landaði einnig eftir v iku útiveru og á mánuc landi íag kom Oi niiii að með 11 tonn af rækju A fimmtudag í olUltqfy Haffar með 22 tonn af rækju. Hann mun vera vænta morgu nlegur í land á n eða fostudag. Vantar fólk til starfa í handhreinsun og pökkun. Vinnutími kl. 13-17. Upplýsingar gefur Halldór í síma 5205. Hringt á miðin: Lohanimar eru búnar að eyði- leggja togslóðina _ / — segir Guðbjartur Asgeirs- son skipstjóri á Guðbjörgu „Aflinn sem togararnir voru að fá í síðustu viku fékkst á nokkuð stóru svæði á Kögurgrunninu. Það var orðið dapurt á þessu svæði í gær en pað var þokkalegt hjá þeim á Halanum í nótt og ég hugsa að ég taki stefnuna þangað,” sagði Guðbjartur Asgeirsson, skipstjóri á Guðbjörgu IS- 46 er blaðið sló a þráðinn til hans um miðjan dag í gær en þá var hann staddur í Djúpkjaftinum á leiðinni á miðin. „Það er töluvert af ísjökum á svæðinu, bæði smáir og stórir, allt upp í borgarísjaka. Það er óvanalega mikið af þykkum ís. Þetta er ekki lagnaðarís, heldur meira um jaka. Það er svolítið varasamt að athafna sig þegar svona mikill ís er á svæðinu en þetta er í lagi á meðan veðrið helst gott. Eg held að maður verði að vera bjartsýnn á veturinn þrátt fý lokanir rir allar reglugerðar- [okanirnar. Maður reynir að hugsa sem minnst um það helvíti. Þessar lokanir eru búnar að eyðileggja mikið fýrir okkur togslóðina. Þetta er ekkert smásvæði sem okkur er bannað að veiða á. Guðbjartur Ásgeirsson. Ætli við skoðum ekki svæðin umhverfis þessi lokuðu hólf og vonum það besta. F iskiríið á Kögurgrunninu stóð í 2-3 daga sem er ekki venjulegt í seinni tíð. Við vorum að fá upp í 15 tonn í holi þá en í dag eru menn að fá 1-2 tonn í holi. Einhverjir komust í 6- 7 tonn í nótt þannig að það er eitthvað lífa miðunum. Það er nokkuð um loðnu á svæðinu og mikið af hval. Það voru heilu hvalavöðurnar á svæðinu í morgun,” sagði Guðbjartur Asgeirsson í sam- tali við blaðið í gærdag. Landað úr Guðbjarti ÍS, sem kom inn með 110 tonn af þorski á mánudaginn. „ Isafjörður: Góður afli hjá togurunum Isfirsku togaramir hafa aflað vel undanfama daga líkt og aðrir togarar sem hafa verið á veiðum út af Vest- fjörðum. I síðustu viku gekk yfir aflahrota á Kögur- grunninu og stóð hún óvenju iengi miðað við fyrri skipti. I gær lönauðu þrír ísfirskir togarar samtals 370 tonnum af þorski. Guðbjörgin kom með 140 tonn, Guðbjartur með 110 tonn og Stefnir landaði einnig 110 tonnum. A sunnu- dag kom Páll Pálsson með 95 tonn af þorski og á fimmtudag í síðustu viku lönduðu tvö skip á ísafirði. Hálfdán í Búð kom með 35 tonn af frystri grálúðu og Sigurður Þorleifsson kom með 15 tonn af rækju.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.