Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.09.1993, Page 9

Bæjarins besta - 15.09.1993, Page 9
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993 9 ísafjöröur: Al bæjarmálum NOKKUÐ er um liðið frá því sagt hefur verið frá störfum bœjarstjórnar og er skýringin sú að útgáfa fundargerða bæjarstjórnar hefur legið niðri í sumar. I lok síðustu viku kom síðan út þykk skýrsla sem spannaði yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og byrjun september mánaðar og skuiu tíunduð hér nokkur atriði úr þeirri fundar- gerð. * Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 22. júlí var lögðfram beiðni um fjárstyrk frá Jóni Geír Jóhannssyni, f.h. hljómsveit- arinnar Urmuls. Faríð varfram á fjárstyrk vegna útgáfustarfsemi. Bæjarráð vísaöi erindinu til menningarráðs til afgreiðslu. * Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 29. júlí var lagt fram bréf frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða, þar sem bæjarráð er hvatt til að beita sér fyrir upp- setningu veöurathugunar- stöðvar á ísafirði. Bæjarráð benti á að nú þegar er unníö að rnálinu. * Þá var iagt fram ;bréf frá forstööumanní tæknideildar þar sem óskað cr heimíidar tii að greiða virðisaukaskatt af bíl, sem bæjarverkstjórí hefur til um- ráóa, vegna breyttra reglna um notkun bíla, sem hafa verið keyptir án Vsk. Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla frekari upp- lýsinga um málið. * Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 26. ágúst var lagl fram bréf frá Nanortaiik, þar sem fram kemur ánægja með þau starfsmannaskipti sem fariðhafa fram í sumar. Ennfremur kentur t'ram áhugi á að fá skólabörn frá ísafirði í heimsókn til Nanortalik næsta sumar. 1 tengsium við það mundu fulltrúar frá Nanortalik koma tii Isafjarðar næsta vor. á þriðjudögum. Það er líka á stefnuskránni að hafa sérstaka tíma fyrir „heiðursmenn” á öllum aldri. Félagasamtök geta líka fengið sérstaka eróbikktíma, til dæmis er Körfuboltafélagið í eróbikk- og þrektímum tvisvar í viku og þetta er tilvalið tækifæri fyrir hópa og félagasamtök, hvort sem þeir vilja bara halda sér í formi eða æfa stíft. * Á fundí bæjarráðs sem haldinn var 2. september síðast- lióinn lagði bæjarstjórinn á ísa- firði frameftírfarandi spumingar varðandí nýja íþróttahúsið á ísa- firði: Hvenær voru umsamin verklok? Hvaó eíga verktakar eftir áð gera? Hvað cr eftir af öðrurn verkum, sem verður aó ljúka áður en húsið verður til- búíð? Fram kom að verktakamir Auðunn Guömundsson og Naglinn sf., áttu aó hafa lokið verkinu I. ágúst. Vélaverk átti hins vegar aó hafa lokið víð lóðina 27. ágúst. * Á fundi bæjarráðs um fast- eignamál sem haldinn var 12. ágúst var lagt fram bréf frá Elíasi Skaftasyní og Halldóru Þórðar- dóttur þar sem leitað er umsagnar um heimild til að byggja 300 fermetra blómaglerskála á lóð- inni bak vió verslunina Elísu. Meðfylgjandi erindinu voru ljós- myndír af blómahúsinu á Akur- eyri. Bæjarráð hefur ekki um- ráðarétt yfir lóðinni og gat því ekkí afgrcitt málið. * Á fundí byggingamefndar íþróttahúss sem haldinn var 11. ágúst skýrði Stefán Brynjólfs- son, eftirlitsmaður hússins frá opnun tilboða vegna útboðs á lausum búnaði, mestmegnis hús- gögnum, Alls bárust þrjú tilboð: A) Frá GKS-Biro að fjárhæð kr. 952.132. B) Frá Pennanum að fjárhæðkr. 513.466. C) Frá HÚs- gagnaioftinu á ísafirði að fjár- hæð kr. 1.656.176. Tilboðín voru ekki innbyróis sambærileg og náói tilbo c eitt til alls út- boðsins. Samþykkt var því að leggja til aó gengið yröi til samnmga við Húsgagnaiottið. þó með fyrirvara um sófa í and- Ég vil svo að lokum benda á, að þar sem nýja íþrótta- húsið er orðið að raunveru- leika, þá mun Framhalds- skólinn verða með alla sína íþróttatíma þar en ekki hér í vetur. Fólk getur því verið ó- hrætt viö að koma alla tíma dagsins, það er alltaf nóg pláss,” sagði Stefán. -hþ. ARNAR G. HINRIKSSON Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími 4144 Strandaata7: Nýuppgert, tvílyft einbýlishús úr timbri. Sundstræti 24: Önnur hæð. Rúmlega 120 m2 sérhæð. 3 svefnherbergi. Bílskúr fylgir. Hjallavegur 1: Einbýlishús, fbúðarhæðin er 120 m2. Bílskúr oggeymslaeru um 60 m2. Húsið er laust í haust. Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á з. hæð. Bakkavegur 23: Einbýlishús, и. þ.b. 160 m2 ásamt bílskúr. Aðalstræti 22b: 2jaog 3ja herb. íbúðir á 2. og 3ju hæð. Tangagata 20: 3ja herb. íbúð. Laus eftir samkomulagi. Lyngholt2:140m2einbýlishús ásamt bílskúr. Laust eftir sam- komulagi. Aðalstræti 20:3ja herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 95 m2. FASTEIGNAVIÐSKIPTI Mjallargata 6: Norðurendi. 4ra herb. íbúð ásamt tvöföldum bílskúr. Fitjateigur4: U.þ.b. 151 m2ein- býlishús á einni hæð ásamt bflskúr. Súðavík Aðalgata 60: Lítið einbýlishús. Bolungarvík Hlíðarstræti 24: Tvílyft ein- býlishús, 2 x75 m2. Hólastígurð: Rúmlegafokhelt raðhús. Selstágóðum kjörum. Hlíðarstræti 21: Gamalt ein- býlishús, 80 m2. T raðarland 24: T vílyft einbýlis- hús, u.þ.b. 200 m2 með bílskúr. Vitastígur 8: Tvílyft einbýlis- hús, m.a. 4 svefnherbergi. Leikskólamál SAMKVÆMT reglum um innritun barna á leikskóla Isa- fjarðarkaupstaðar geta foreldrar sótt um leikskóiad völ fyrir barn sitt á því ári er það verður eins árs. Þessar reglur eru í samræmi við lög um lcikskóla sem tóku gildi í mars 1991.1 þessum lögum er leikskóli skilgreindur sem 1. skólastigið og stofnanir sem áður hétu dagheimili (heilsdags dvöl) og leik- skólar (hálfsdags dvöl) heita nú allar leikskóiar og eru skil- greindar sem uppeldis- og menntastofnanir. Leikskóli er samkvæmt ofangreindum lögum frá því er fæðingarorlofi lýkurtil sex ára aldurs barnsins. Isafjarðar- kaupstaður starfrækir þrjá leik- skóla og eitt skóladagheimili. Þá hefur skóladagheimilið starfrækt litla leikskóladeild og gefist vel. Isafjarðarkaup- staður hefur ekki geta full- nægt þörfinni fyrir leikskóla- rými og er því biðlisti. Bið- listinn er samkvæmt stöðinni 16. ágúst eftirfarandi: Fyrir hádegi; 35 böm, þar af 22 börn sem einnig eru á bið- lista eftir hádegi. Eftir hádegi; 59 börn, þar af 27 böm sem einnig eru á biðlista fyrir há- degi. Heilsdags dvöl; 37 böm, af þeim eru 13 böm í forgangs- hóp. Af þessum 37 bömum eru 7 böm á hálfsdags d völ en óska eftir skiptum og 24 böm sem einnig eru á biðlista á hálfs- dags dvöl. A leikskólanum Bakkaskjóli eru 12 börn á bið- lista og af þeim eru 9 börn einnig á biðlista á aðra leik- skóla. Af þessum tölum má sjá að þörfin fyrir leikskóladvöl er mikil, jafnvel meiri en ofan- greindar tölur gefa til kynna þar sem sumir hafa ekki ennþá sótt um leikskólapláss fyrir barn/börn sín. Þegar börn komast inn á leikskóla hér, það er á hálfdags dvöl, þá eru þau orðin þriggja ára gömul, ef ekki eldri. A undan þeim tíma hafa foreldrar óg börn gengið marga þrautargönguna. Biðlisti eftir heilsdags dvöl er einnig mjög Iangur. Sam- kvæmt reglum þá hafa ein- stæðir foreldrar, námsmenn (miöaö vió fullt nám), börn sem búa við fötlun og/eða veikindi, og börn sem búa við félagslega erfiðleika, forgang að leikskólaplássi. Fyrir hjóna- fólk getur það tekið mjög langan tíma að koma bami sínu á heilsdags dvöl. En á meðan þörfinni er ekki fullnægt verð- ur að vera regla um forgang. Það er mikið um að fólk lýsi óánægju sinni með það hvern- ig búið er að barnafólki hér í bæ en gerir kannski of lítið af því að láta í sér heyra og mót- mæla þessari stefnu við rétta aðila. Málefni leikskóla og hvemig að þeim er staðið hér er ekki einkamál fóstra, heldur varðar þetta alla, ekki síst barnafólk. Það erkominn tími til að ráða- menn hér í bæ kynni sér betur hugmyndafræði leikskóla og móti sér einhverja stefnu þar að lútandi, heldur en að láta einhverjar skyndiákvarðanir ráða ferðinni. Þetta er spurning um skilning og niður- röðun verkefna í forgang. Eru böm kannski ekki líka fólk? Heilsugæslustöðin á ísafirði: Heimilislæknar taka til starfa ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma á heimilislæknakerfi innan læknishéraðs heiisu- gæslustöðvar Isafjarðar. Þess vegna hefur til hag- ræðingar, einnig verið á- kveðið að skipta héraðinu niður á þá lækna sem starfa við HSÍ. Fjórar stöður heilsugæslu- lækna eru við stöðina þó aðeins tvær séu settar föstum læknum. Fjórir læknar hafa þó oftast verið starfandi samtímis við stöðina svo ekki hefur komið að sök, nema þá hve hvimleitt það er fyrir sjúkl- ingana að geta sjaldnast séð sama lækninn. Þessu verður nú breytt með því að láta fólk velja sér heimilisiækni. I kjölfar slíkrar breytingar ásamt fleirum vonast HSI til að geta fengið hingað fleiri fasta lækna til starfa. Til að ofgera engum læknanna verður sett hámark á þann fjölda sjúklinga sem skráðir verða á hvem lækni. Sjúklingar geta skipt um fastan lækni þyki þeim eóa læknunum ástæðatil. Sjúklingar geta líka nú sem fyrr sótt aðra lækna innan stöðvarinnar, sé þess óskað. ///,/, ísafjarðarkaupstaður óskar eftir tilboðum í 1. áfanga byggingar sorpbrennslustöðvar í landi Kirkjubóls í Engidal sem er gröftur og uppsteypa sökkla, kjallara og plötu. skila skala 1. áfanga fullkláruðum 10. nóvember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Táeknimiði hf., Árnagötu 2, ísafirði, frá og með þriðjudeginum 14. septembernk. gegn5.000,- kr. skilatryggingu. TOboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. september nk. kl. 14:00 Útboð þetta er með fyrirvara um samþykki Skipulags ríkisins á aðal- og deiliskipulagi. Byggingarnefnd. Vlltu starfa með unglingum í vetur? Félagsmiðstöðináísafirði óskar eftir tveimur starfsmönnum í hlutastörf. Óskað er eftir starfsmanni í hálft starf á morgnana, við þrif o.fl. (vinnutími getur þó verið sveigjanlegur) og í hálft starf e.h. og þrjúkvöldívikuviðunglingastarf. Þaróskum við eftir einstaklingi með reynslu af unglinga- starfi og með eigin frumkvæði í starfi (þarf að geta leyst forstöðumann af). Viðkomandi munu hefja störf sem fyrst og starfa fram í maílok. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Félagsmiðstöðvar í síma3808eða á staðnum. Sundhöll ísaflarðar iUmeimingstímar virkadaga kl. 7:00- 8:30 og 17:00-19:00 laugardaga kl. 10:00-16:00 sunnudagald. 10:00-14:00 Ath! Lengur opið á morgnana (til 8:30) Sána og heitur pottur innifalið í sundmiða. ísfirðingar! Sundveitir ánægjuogbetríheilsu. Sundhöll ísafjarðar m sölu Til sölu er einbýlishús með upp- hituðum bílskúr og geymslu við Aðal- strœti 18, Bolungarvík. Rœktuð lóð. Upplýsingar gefur Bernódus G. Hall- dórsson í síma 7376.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.