Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.09.1993, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 15.09.1993, Blaðsíða 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993 Tónlistarskóli ísafjarðar Austurvegi 11• 400 Isafjörður • Sími 3926 Skólasetning verður í sal Grunnskóla ísafjarðar í kvöld, miðvikudagsvöld kl. 20:30 Tónlistarflutningur: Guðrún Jónsdóttir, sópran, Beáta Joó, píanó Leslaw Szyszko, blokkflauta Sig. Friðrik Lúðvíksson, gítar Einnig verða flutt ávörp. INemendur, foreldrar og aðrir velunnarar skólans, fjölmennið! Skólastjóri. ATVINNA Er ekki einhver á lausu? Okkur vantar starfsfólk strax (vinnutími helst eftir hádegi). Upplýsingar í síma 3755, Álfheiður eða Guðrún. KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA AÐALBÚÐ LÖGREGLAN Á ÍSAFIRÐI OG íÍSAFJARÐARSÝSLU Námskeið og próf í meðferð skotvopna Námskeið og próf í meðferð skotvopna verðurhaldið ávegumlögreglunnar áísafirði dagana 24. og 26. september 1993. Námskeiðið verður haldið á slökkvistöðinni á ísafirði og hefst kl. 17:00 báða dagana. Skráning fer fram á lögreglustöðinni á ísafirði í síma 94-4222. Yúrlögregluþjórm Póls-rafeindavörur hf: Hörður IngéKsson Sæfur of starfi framkvæmdastjóra UNDANFARIN misseri hefur ríkt mikill ágreiningur á milli meirihluta stjórnar Póls-rafeindavara hf., á Isa- firði og framkvæmdastjóra fyrirtækisins Harðar Ing- ólfssonar sem hefur í fram- haldi af því látið af störfum. A mánudaginn var boðað til hluthafafundar í fy rirtækinu þar sem borin var fram van- trauststillaga á stjóm félagsins og var sú tillaga felld með naumum meirihluta atkvæða. 1 fréttatilkynningu frá stjóm fyrirtækisins sem blaðinu barst í gær segir m.a. að sá ágrein- ingur sem uppi hafi verið hafi verið jafnaður að fullu og ákveðið hefði verið að Hörður Ingólfsson léti af störfum sem framkvæmda- stjóri. í fréttatilkynningunni segir einnig að samdráttur á innan- landsmarkaði hafi reynst fyrir- tækinu erfiður á síðustu mán- uðum, jafnhliða því að fyrir- tækið hefði fjárfest mikið í markaðsuppbyggingu erlendis sem nú er farin að skila sér. „Fyrirtækið tekur nú stóran þátt í sjávarútvegssýningu í Reykjavík. Þar verða kynnt nú þróunarverkefni sem stjórn félagsins bindur miklar vonir við,” segir m.a. í frétt frá stjórn fyrirtækisins. ísafjörður: Nýr sýslufulltrúi og héraðS' MARGRFT María Sig- urðardóttir og Vignir Sigur- ólason iluUu til ísafjarðar fyrr í mánuðinum. Margrét tekur innan skamms við stöðu fráfarandi sýslu- fulltrúa Astu Valdimars- dóttur og Vignir hefur þegar tekið við stöðu héraðsdýra- læknis en íörveri hans, IVira Jóhanna Jónasdóttir er flutt til Noregs til frekara fram- haldsnáms. Vignir, scm er þrítugur, er fæddur og uppaiinn á Húsa- vík og Margrét í Kópavogi. Eftir að hann hafði lokið námi í Kaupmannahöfn í febrúar 1992 fluttist hann ásamtMargréti til heimabæjar hans, Húsavíkur. Þar leysti Vignir heilbrigðisfulltrúann af frá septcmber í fyrra scm þá fór í ársleyfi. : Margrét, sem er á tuttugasta og ntunda aldursári, er fædd og uppalin í Kópavogí. Þau verðandi sýslufúlltrúi med son þcirra, Egil Vignisson. eiga einn son, Egil Vignisson, sem nú nálgast tveggja ára aldurinn. Fjölskyldan kom svotil ísa- fjarðar 2. scptember síðast- liðinn og hóf Vignir þegar störf sem héraðsdýralæknir og mun Margrét taka víð embættí sýslufulltrúaþann20. september næstkomandi. Blaðið býður þau vel- komin til ísafjarðar og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum. Jarðgöngin: Bormenn rúmlega HáHnaðlr með göngin Minningarkort / Isafjarðarkirkju Fjáröflunarnefnd ísafjarðarkirkj'u minnir á minningarkort kirkj'ubyggingarsj'óðs, sem eru til sölu í Bókhlöðunni á ísaflrði. Einnig er hægt að fá kortin hj'á eftirtöldum nefndarmönnum utan opnunartíma verslunarinnar: Illynur Snorrason s:3217, Hansína Einarsdóttir s:3558, Heiðar Sigurðsson s: 3441, Ást- hildur Ólafsdóttir s: 3703, Óli M. Lúðvíksson s: 3406 og Þor- gerður Einarsdóttir s: 3107. Þá vill fjáröflunarnefridin minna á heimsenda gíróseðla vegna kirkj'ubyggingarinnar, en þeir liggja einnig frammi í báðum bönkunum á Isafirði. Fjáröflunat'nefnd ísajjarðarkirkju - nýjar vatnsæðar finnast öðru hvoru í Botnsdal UNDANFARNAR fjórar vikur hafa bormenn lent á nokkrum litlum vatnsæðum í Botnsdalsenda ganganna og hefur þá verið gripið til berg- þéttingar, eða grautunar eins og það kallast. Björn A. Harðarson umsjónarmaður ganganna segir þessar nýju vatnsæðar smávægilegar og vart til tíðinda miðað við þá stóru frægu sem fannst í sumar. „Boranirnar ganga þannig fyrir sig að fyrst eru boraðar könnunarholur og vatnsmagn- ið í þeim mælt. Ef vatns- magnið er yfir ákveðnum hættumörkum þá dælum við sementseðju í holurnar og bíðum í átta til tíu klukku- stundir og þá er hafist handa á ný við boranir og sprengingar. Við höfum þurft að grípa til þessara grautana tíu eða tólf sinnum. Þarna er aðeins um fimm til fimmtán sekúndulítra að ræða og telst því vart til tíðinda. Hættumörkin eru sí- fellt að hækka hjá okkur enda er eiginlega um tilraunastarf- semi að ræða. Við byrjuðum með lág hættumörk og erum að færa okkur upp á skaftið. I dag eru hættumörkin komin í þrjátíu sekúndulítra og ef vatns- magnið fer yfir það í á- kveðnum fjölda hola, þá er grautað,” sagði Björn A. Harðarson. Rangt var farið með bor- tölur í síðasta BB í frétt um jarðgöngin. Sagt var að búió væri að bora um fjóra kíló- metra en hið rétta er nákvæm- lega 4590 metrar. Það þýðir að 4100 metrar eru eftir og biðst blaðamaður afsökunar á þessum mistökum. -hþ.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.