Bæjarins besta - 15.09.1993, Page 5
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993
5
Bolungarvík:
Styffist í að Þuríður heffji
starfsemi í frystihúsinu
deila sprottin upp um eignarhald á skrifstofuhúsgögnum
MORGUNBLAÐIÐ
greindi frá því í gær að deila
væri risin milli forsvars-
manna fyrirtækjanna
tveggja, sem keyptu eignir
þrotabús Einars Guðflnns-
sonar hf., Þuríðar hf., sem
keypti frystihúsið og Os-
varar hf. um skrifstofubúnað
í húsinu.
Páll A. Pálsson skiptastjóri
þrotabúsins segir í samtali við
blaðið að verið sé að kanna
hvað fylgdi með í kaupunum
þegar Fiskveiðasjóður keypti
eignina af þrotabúinu og síðan
hvað fylgdi húsinu þegar
sjóðurinn seldi það áfram til
Þuríðar hf. Ekki sé nægjan-
lega ljóst hvað fylgdi húsunum
og hafa forsvarsmenn Þuríðar
ekki viljað hleypa mönnum
inn í húsin og taka þaðan hluti
án þess að sýna fram á eignar-
rétt.
Jón Guðbjartsson hjá Þuríði
hf., sagði í samtali við blaðið
að hér væri ekki um að ræða
deilu á milli þessara tveggja
fyrirtækja. „Þegarsvonahlutir
eru seldir er það alltaf spurning
um orðalag og hvað fylgir
með. I þessu tilfelli teljum við
okkur hafa keypt þessi hús-
gögn og aðrir telja sig hafa
verið að selja okkur eitthvað
annað, eftir að búið er að
ganga frá málunum. Okkur
fannst það helvíti skítt að
menn skyldu vera að fara að
bera húsgögn út úr húsinu eftir
að við vorum búnir að kaupa
þau. Þeir höfðu ekki kláran
eignarrétt á þessum hlutum og
því er málið í strand. Það er
verið að finna út úr þessum
málum og ég á von á að þau
komist á hreint innan mjög
skamms tíma. Það eru miklu
fleiri atriði sem þarf að skera
úr um, heldur en þessi skrif-
stofuhúsgögn. Þetta er ekki
beinn ágreiningur á milli okkar
og Osvarar.”
Jón sagði að þeir Þuríðar-
menn hafi að undanförnu
verið aó lagfæra hluti sem
hefðu farið aflaga í stöðunni
og vonaðist hann til að geta
neglt ákveðinn opnunardag á
frystihúsinu í lokþessarar viku.
„Hvað við ráðum marga
veltur allt á því hráefni sem
við fáum til vinnslu. Við
höfum alltaf talað um að lág-
markseining til að hefja
vinnslu væri fimmtán konur
Jón Guðbjartsson, einn
eigenda Þuríðar hf.
og við vonumst að það haldi
og jafnvel að við getum bætt
fleirum við. Við höfum verið
að skoða alla möguleika varð-
andi hráefnisöflun, við höfum
verið að kaupa Rússafisk og
vonumst til að geta verið með
rúm 200 tonn þegar við hefjum
vinnslu,” sagði Jón Guðbjarts-
son í samtali við blaðið.
-s.
Fiskkarið umrædda iðaði allt af lífi þegar fréttaritari mætti með
myndavélina á staðinn.
Suöureyri:
Nýsköpuní
ffiskverkun?
HEILSUBÓTARSINNA, sem oft lagði leið sína framhjá lisk-
verkunarhúsi Hnífsdælings hf. á Suðureyri þótti ekki allt með feldu
með þúsund lítra fiskikar sem staðið hafði austan við húsið um
nokkurn tíma.
Flugur virtust hafa sérstakt dálæti á karinu eða innihaldi þess auk þess
sem miður góðan þef lagði frá því. Ekki gerðist heilsubótarsinninn þó
svo djarfur að hætta sér nálægt karinu svo hann sæi innihald þess en
stuttu síðar er hann var í einum göngutúrnum sér hann hvargufu lagði
upp af karinu.
Nú var forvitnin orðin Iyktarskyninu yfirsterkari og fikraði hann sig
því nær því með lokað nefið. I um tíu metra fjarlægð fór að heyrast
niður og þrátt fyrir aó vera að Iíða útaf vegna spennu og ólyktar, færði
hann sig nær. Þegar hann loks náði aó karinu blasti við honum cin 200
kg. af hvítmaðki sem iðaði t karinu. Var stundhans við karið mjög stutt
og hrökklaðist hann frá. Hann náði samt að komast til að taka með-
fylgjandi mynd.
Eftir að hafa jafnað sig um stund, rann í gegnurn huga blessaða
mannsins, sú hugsun hvort hér væri um að ræða nýsköpun í fisk-
vinnslunni. Ef svo væri, var hann ákveðinn í aó gerast grasæta um leið.
ERTU A LEIÐ TIL
REYKJAVÍKUR
í vetur höldum við upp á 30 ára afmæli okkar
og bjóðum Vestfirðingum af því tilefni
gistingu á afbragðs kjörum.
Stutt er í óperuna, sinfóníuna, leikhúsin, kvik-
myndahúsin, barina, kaffihúsin og veitingahúsin frá
HÓTEL ÓÐINSVÉ
Ferðir til og frá flugvellinum eru á okkar vegum.
BSR sér um flutninginn.
Við ætlum að sjá til þess að þið hafið það svo notalegt
meðan á dvölinni stendur, að Hótel Óðinsvé
verði umtalað í bænum.
Hafið samband og kannið málið, síminn er 91-25640