Bæjarins besta - 15.09.1993, Page 3
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993
3
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum:
Lýsír mildum ákyggjum vegna stórahrar-
legrar stöðu afvinnulífsins í kjerdæminu
AÐALFUNDUR kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum sem
haldinn var dagana 11. og
12. september síðastliðinn á
Hólmavík lýsir mjög miklum
áhyggjum vegna stóralvar-
legrar stöðu atvinnulífsins í
kjördæminu.
Skerðing aflaheimilda og
aflabrestur á undanförnum
árum hafa minnkaó tekjur
þjóðarbúsins um þúsundir
milljóna. Langharðast hefur
þessi skerðing þó komið niður
á Vestfirðingum þar sem
þorskafli hefur alla tíð verið
megin uppistaða í afla Vest-
firðinga. Ef heldur á sem horfir
mun þetta stofna tilveru vest-
firskra byggða í hreinan voóa.
Kjördæmisráð heitir á
stjórnvöld að bregðast fljótt
við, enda er trúnaður þjóð-
arinnargagnvart ríkisstjóminni
undir því kominn að hún sýni
skilning, árvekni og dug til þess
að takast á við þær hremm-
ingar sem nú dynja yfir og
koma verst við Vestfirðinga.
Ollu máli skiptir við þessar
aðstæður að bæta svo stöóu
atvinnulífsins í landinu að
skuldasöfnun þess stöðvist og
nýtt framfaraskeið geti hafist.
Þar vegur þyngst að hverfa nú
þegar frá verðtryggingu fjár-
skuldbindinga og þeirri há-
vaxtastefnu sem dregur at-
vinnulífið, fólk og fyrirtæki
niður í svaðið. Fundurinn
hvetur til raunhæfs stuðnings
við nýsköpun í atvinnulifinu
og nýjar atvinnugreinar því hið
fámenna íslenska þjóðfélag
þolir fátt verr en atvinnuleysi.
Fundurinn vekur athygli á
því skipbroti, sem kvótakerfi
við fiskveiðistjórnun hefur
augljóslega beðið. Það hefur
nú komið í ljós, að þetta kerfi
við stjórnun fiskveiða hefur
alls ekki skilað þeim árangri
sem að var stefnt og því er
eðlilegt að það verði endur-
Botnsheiði:
••
Ohraður og
próflnus á
leið yffir
heiði
DANSLEIKIR voru
haldnir á Suðureyri og á
Núpi um síðustu helgi og
gengu þeir að mestu leyti vel
fyrir sig, þrátt fyrir tölu-
verða ölvun.
Eftir dansleikinn á Suður-
eyri var lögreglan kvödd í
heimahús þar sem heimilis-
erjur áttu sér stað. Síðar um
nóttina stöðvuðu lögreglu-
menn bifreió á Botnsheiði og
er ökumaður hennar grunaður
um ölvun við akstur. Hann
reyndist einnig vera próflaus,
hafði verið sviptur ökuleyfi.
skoðaó frá grunni. Kjör-
dæmisráðið ítrekar stuðning
sinn við að hvalveiðar hefjist
sem fyrst undir vísindalegu
eftirliti.
Fagnað er þeim miklu
áföngum sem nú eru að nást í
samgöngumálum. Enginn vafi
er á því að með þeim skapast
ný sóknarfæri á Vestfjörðum.
Þetta kallar líka á ný viðhorf
til sameiningar sveitarfélaga.
Samnýting þjónustu á milli
byggðarlaga og aukin verk-
efni heim í hérað eru rökrétt
framhald þess að þjónustu- og
atvinnusvæði stækka með
bættum samgöngum. Mikil-
vægt er að á milli byggðar-
laga ríki gagnkvæm virðing
og vilji til að treysta sam-
skiptin á jafnræðisgrundvelli.
Kjördæmisráð styður að-
haldsaðgerðir í ríkisbúskapn-
um og telur sjáifsagt aó lækka
ríkisútgjöld á sama tíma og
tekjur þjóðarinnar minnka.
Þegar þjóðin í heild hefur
minna úr að spila kemur það
niður á því sem ríkið getur
annast. Við getum einfaldlega
ekki gengið lengra í því að
varpa skuldabyrði yfir á kom-
andi kynslóðir, vegna þess aó
við sjálf neitum að horfast í
augu við vandann. Fundurinn
hvetur því til raunhæfra og rót-
tækra aðgerða á þessu sviði.
-fréttatilkynning.
Isafjarðarkaupstaður
Bæþstjóm ísa/jarðar býóur ykkur hér mé til vígsluhútíður
nýs íþróttuhúss ú Torfhesi, ísufirði, Idugarduginn 18, september 1993,
Aðaldagskrá
Kl. 15:00
1. Flilltrúi vígslunefndar setur
hátíðina. Björn Helgason
2. Sunnukórinn syngur.
Stjórnandi: Beáta Joó.
3. Einsöngur. Guðrún Jónsdóttir.
4. Ágrip byggingarsögu. Björn Teitsson.
5. Ávörp gesta.
6. Formleg afhending íþróttahússins.
7. Séra Magnús Erlingsson blessar húsið.
8. Sýning skólabarna undir stjórn íþróttakennara.
9. Kynning innanhússíþrótta. Í.B.Í.
10. Veitingar: Risastór terta og svaladrykkir.
Kynnir verður Jóhannes B. Guðmundsson, nemi í Framhaldsskóla Vestfjarða.
Vígsluleikur - körfuknattleikur kl. 21:00
UMF Pijarðvíkur - Körfuknattleiksfélag ísafjarðar
ísafjarðarliðið verður styrkt með Pétri Guðmundssyni og fimm bestu
erlendu körfuboltamönnunum, sem leika á íslandi í dag.
Komið ö J og sj i lið stó rgla »i 1 egt íþróttahús!
Aðgangseyrir
á leikinn:
Börn kr. 200,-
Fullorðnir kr. 500,-