Bæjarins besta - 15.09.1993, Side 8
8
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993
Knattspyrna 2. deild karla:
ísfirðingar fallnir í 3.deild
ISFIRÐINGAR eru endanlega fallnir í 3. deild, þrátt fyrir
sigur á Tindastól á Sauðárkróki á laugardaginn var. ís-
firðingar eigðu von um að halda sæti sínu eftir sigurinn en
hann varð að engu daginn eftir er IR-ingar náðu 2-2 jafn-
tefli gegn Stjörnunni. Það verða því hlutskipti BÍ og Tinda-
stóls að leika í 3. deild á næsta keppnistímabili.
Leikurinn á Sauðárkróki var
þýðingarmikill fyrir bæði
liðin og var því oft hart barist.
1 byrjun leiks sóttu BI menn
stíft og áttu tvö stórgóð mark-
tækifæri á fyrsta stundar-
fjórðungi leiksins, en eftir það
tóku heimamenn leikinn í sínar
hendur og gerðu eina mark
fyrri hálfleiks á 33. mínútu úr
vítaspymu.
Var þar að verki Sverrir
Sverrisson, bróðirhins snjalla
knattspyrnumanns Eyjólfs
Sverrissonar hjá Stuttgart í
Þýskalandi.
ísfirðingar hófu síðan síð-
ari hálfleikinn af miklum krafti
og uppskára mark á 51. mínútu.
Þar var að verki Stefán
Tryggvason. A 67. mínútu
gerði svo Gunnar Torfason
sigurmark Isfirðinga eftir
þvögu í vítateig heimamanna.
Isfirðingar eiga eftir einn
heimaleik í deildinni gegn IR-
ingum og verður hann á laugar-
daginn kl. 14.
-s
Nýi eróbikkþjálfarinn, Ásdís Sigurðardóttir.
Líkamsrœkt:
- -
&
íífi
Verðlaunahafar í fyrsta stigamóti vetrarins, f.v. Einar Gunnlaugsson í fyrsta sæti,
Asbjöm Bjamason í öðru sæti og Zophanias Amason í því þriðja.
Snóker:
Einar sigraði á fyrsfa
stigamáfi vetrarins
Velrardagskráin
hafin hjá Stúdíó Dan
Og fleira sport...
Golf:
Oylfi og
Oddur
sigruðu
SÍ ÐASTLIÐINN sunnudag
fór fram á golfvellinum í
Tungudal, Hrannarmótið í
golft þar sem leikið var eftir
svokölluðu vanur-óvanur
fyrirkomulagi.
Urslit urðu þau að Gylfi og
Oddur sigruðu á 55 höggum
eftir bráðabana við þá félaga
Omar og Gunnlaug sem höfn-
uðu í öðru sæti. I þriðja sæti
urðu svo þau Guðríður og
Donald á 56 höggum.
Daginn áður fór fram firma-
keppni Golfklúbbsins. Um
fjörutíu fyrirtæki tóku þátt í
keppninni að þessu sinni og
úrslit urðu sem hér segir: 1.
Skipasmíðastöð Marsellíusar
hf. Keppandi var Egill Sig-
mundsson og fór hann braut-
irnar á 62 höggum nettó. I öðru
sæti varð Netagerð Vestfjarða
á 66 höggum nettó. Keppandi
var Gylfi Sigurðsson og í
þriðja sæti varð Aral hf. á 68
höggum nettó en keppandi fyrir
Aral hf., var Rúnar Vífilsson.
FYRSTA stigamót vetr-
arins í snóker til Isafjarðar-
meistaratitils var haldið í
síðustu viku í billiardstofunni
Gosanum við góða þátttöku.
Einar Gunnlaugsson vann
mótið en hann varð einnig í
fimmta til áttunda sæti á
samskonar stigamóti til Is-
landsmeistaratitils í Reykja-
vík um síðustu helgi.
A stigamótinu á Isafirði var
Asbjörn Bjamason í öðru sæti
eftir 3-1 tap gegn Einari og
Zophanias Arnason í því þriðja
eftir 2-1 tap gegn Asbimi. Þetta
var fyrsta mótið af sjö og efstu
sex menn úr þeim auk tveggja
annarra úr einu aukamóti keppa
til hreinna úrslita um Isa-
fjarðarmeistaratitilinn í vor.
Fyrsta stigamót vetrarins til
Islandsbikars í snóker var
haldið í Reykjavík um síðustu
helgi og þar var Isfirðingurinn
Einar Gunnlaugsson í fimmta
til áttunda sæti eftir að hafa
tapað 4-1 í viðureign sinni
gegn fimmföldum Islands-
meistara, Brynjari Valdimars-
syni.
Fyrirhugað er að halda
stigamót á Isafirði í hverjum
mánuði í vetur, tæpri viku á
undan stigamótinu í Reykja-
vík, þannig að sigurvegarinn
hér heima fær að launum far-
seðil til Reykjavíkur síðar
sömu viku og tekur þátt í stiga-
móti til Islandsmeistaratitils.
Þess má um leið geta að
sérstök mótaröð verður háð í
Gosanum í vetur, um er að
ræða sex mót og tvö efstu sæti
úr lokaúrslitum þeirra gefa far-
seðil á mót á Englandi í maí á
næsta ári. Alls eru því 14
keppnir fram undan í Gosanum
í vetur.
-hþ.
Brátt gengur vetur kon-
ungur í garð og þá eykst alltaf
aðsókn í líkamsræktarstöð-
ina hjá Stefáni Dan Oskars-
syni. Margra ára reynsla
sýnir að fólk stundar líkams-
þjálfun frekar yfir vetrar-
tímann en yfir sumartímann
og er það eðlilegt. Studio Dan
hyggst koma til móts við gesti
sína með því að fjölga æf-
ingatímunum og breyta tíma-
setningu sumra þeirra.
Nú er kominn nýr eró-
bikkkennari í stað Pálfríðar
sem nú flyst til hennar stóru
Ameríku. Hún heitir Asdís
Sigurðardóttir en hún kenndi
hér einn vetur í Studio Dan
fyrirþremurárum. Asdíshefur
síðan þá verið aðalkennari
Líkamsræktarstöðvarinnar
Hress í Hafnarfirði og kennt
þar átján tíma á viku. Hún hefur
meðal annars æft þolfimi sem
keppnisgrein og varð í öðru
sæti í parakeppni á Islands-
mótinu í fyrra.
„Það eru allt of margir sem
eru of hræddir við að byrja og
segja að þetta sé ekkert fyrir
sig, en ég mun sýna fólki fram
áannað. Líkamsþjálfun ergóð
og heilbrigð iðja fyrir líkama
og sál,” sagði Asdís.
BB átti tal við Stefán Dan
Oskarsson og spurði hann
hverjar helstu breytingarnar
væru og hvað hann myndi
bjóða uppá í vetur.
„Nú verður eróbikk klukkan
hálfsjö alla virka daga vikunnar
og það hefur aldrei gerst áður.
Við munum einnig bjóða sér-
staka kvennatíma, það er ró-
legri leikfimi og hún verður
tvisvar í viku klukkan hálf átta.
Svo verður eróbikk í rólegri
kantinum klukkan hálf tvö fyrir
þá sem geta mætt þá, og þá
erum við sérstaklega með
heimavinnandi húsmæður í
huga. Þess vegna munum við
bjóða barnapössun á meðan.
og ætlum að útbúa aðstöðu
fyrir börnin í skvass-salnum
og barnfóstra gætir þeirra allan
tímann. Eygló Jónsdóttir
verður sem fyrr með tækja-
þjálfunarhóp frá klukkan fimm
til hálf átta alla virka daga og
það er fyrir alla aldurshópa,
menn og konur. Eygló leggur
þó áherslu á að fá konur sem
eiga við töluverð fituvanda-
mál að stríða,” sagði Stefán.
Það er alltaf nóg
pláss fyrir alla
„Svo verð ég með hóp í
tækjaþjálfun milli klukkan
korter í átta til níu fyrir þá sem
vilja æfa áður en þeir fara í
vinnuna. Hjálmar Bjömsson
heldur áfram skvasskennslunni
Fasteign
vikunnar
Stórholt 7:
76 m2 íbúS
á 2. hœð fyrir jnidju
TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL
HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRÐI • v 3940 & 3244 • FAX 4547
Fasteignaviðskipti
Einbýlishús/raðhús:
Strandgata 17:120 m2einbýlis-
hús á 2 hæðum ásamt sólstofu
og bílskúr.
Fitjateigur 4:151 m2einbýlishús
á einni hæð + bílskúr. Skipti
möguleg á minni eign á Eyrinni.
Fagraholt 11: 140 m2 einbýlis-
hús á einni hæð ásamt bílskúr.
Hlíðarvegur 42:3x60 m2 raðhús
á 3 pöllum. Góð greiðslukjör.
Bakkavegur 29: 2x129 m2 ein-
býlishús átveimur hæðum ásamt
bílskúr.
Hnlfsdalsvegur 8: 102 m2
einbýlishús á tveimur hæðum
ásamt kjallara
Hnífsdalsvegur 13: 3x60 m2
einbýlishús á tveimur hæðum
ásamt kjallara og bílskúr.
4-6 herbergja íbúðir
Mánagata 2: 140 m2 4ra herb.
íbúð á 2 hæðum + kjallari og
háaloft.
Mjallargata 6:100 m24raherb.
íbúð á efri hæð, suðurenda í
þríbýlishúsi.
Urðarvegur 45: 103 m2 4ra
herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlis-
húsi ásamt bílskúr.
Fjarðarstræti 32: 126 m2 4ra
herb. íbúð átveimur hæðum i a-
enda í tvíbýlishúsi ásamt kjallara.
Urðarvegur 41:120 m234 herb.
íbúð á n. h. í tvíbýlishúsi.
Vantar 4-5
herbergja
íbúðir á skrá
Hreggnasi 3: 2x60 m2 4ra herb.
íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt
rishæð undir súð.
Sundstræti 14: 80 m2 4ra herb.
íbúð á 2 hæðum, v-enda í þrí-
býlishúsi. Endurnýjuð að hluta.
Pólgata 4:136 m2 5 herb. íbúð á
2. hæð í þríbýli + lítill bílskúr.
3ja herbergja íbúðir
Mjallargata 1 b: 90 m2 ný íbúð á2.
hæð í fjölbýlishúsi.
Aðalstræti 25: íbúð á efri hæð í
tvíbýlishúsi.
Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 3. hæð
til hægri í fjölbýlishúsi.
Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 2. hæð
til vinstri í fjölbýlishúsi.
Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 3. hæð
til vinstri i fjölbýlishúsi.
Sundstræti 14:86 m2 íbúð á e.h.
n-enda í þríbýlishúsi. Endurnýjuð
að hluta.
Stórholt 11:75 m2 íbúð á2. hæð
fyrir miðju í fjölbýlishúsi
Aðalstræti 15: 90 m2 íbúð á efri
hæð, s-enda í fjórbýli. Sérinng.
Aðalstræti 26a: íbúðáefrihæð,
v-enda í þríbýlishúsi.
2ja herbergja íbúðir
Aðalstræti 20: 94 m2 íbúð á 4.
hæð í fjölbýlishúsi.
Urðarvegur 80: 66 m2 íbúð á
jarðhæðTfjölbýlishúsi. Sérinng.
Tangagata23a: íbúðáeinnihæð
ásamt kjallara. Endurnýjuð.
Strandgata 5: 55 m2 íbúð í s-
enda, efri hæð, nýuppgerð.
Urðarvegur 78: 66 m2 íbúð á 1.
hæð í fjölbýlishúsi. Skipti á stærri
eign möguleg.
Ýmislegt:_______________
Sindragata 3: 714 m2 iðnaðar-
húsnæði Sunds hf.
Bolungarvík:________________
Traðarstígur 6:116 m2einbýlis-
hús á einni hæð ásamt bílskúr.
Ljósaland 4:291 m2einbýlishús
á 4 pöllum ásamt bílskúr.
Heiðarbrún4:139m2einbýlishús
á einni hæð ásamt bílskúr.
Vitastígur 11:105 m2 íbúð á efri
hæð í fjórbýlishúsi.
Vitastígur 19:90 m2 íbúð á neðri
hæð í fjórbýlishúsi.
Þuríðarbraut 9: 130 m2 6 herb.
einbýlishús ásamt bílskúr.
Súðavík:
Aðalgata 14: 70 m2 einbýlishús
á einni hæð + kjallari. Skipti
möguleg á eign á Isafirði.