Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 1

Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 1
OHAÐ FRETTABLAÐ A VESTFJORÐUM STOFNAÐ n. NÚVEMBER 1984 BÆJARINS BESTA • MIBVIKUDAGUR 16 NÓVEMBEB199í • 46. TBL. * 11. ÁBG. • OKEYPIS EINTAK ísafjörður Giftusam- !eg björgun & ísafjörður Bókaveista um heigina o Lífið Sjónvarps- fréttamað- urinn Giuggað í gömui biöð & Bo/ungarvík Sögusagn- irnar farnar að skaða okkur BB - viðtal Paradís a Joróu*n> Frásögn Útkaii A/fa TF-S,F*& Súðavík Ný sveitar- stjórn kjörin ^ Fótboiti Leita þarf aiira ieiða © t*&u fœrm ykkur biaðiði Þessi fríði hópur ungmenna frá Súðavík, Boiungarvík, ísafirði, Suðureyri, Fiateyri og Þingeyri hefur séð um að seija BB að undanförnu, sem og að koma biaðinu skiivísiega tii áskrifenda. í tilefni af 10 ára afmæiisins bauð biaðið þeim upp á pizzu og kók á iaugardaginn og sóttu þá veis/u öii söiubörn biaðsins, sem eru þrjátíu að töiu. Meðfyigjandi mynd var tekin af þeim áður en veisian hófst og er óhætt að segja að þau hafi tekið vei til matar síns, enda pizza uppáhaid f/estra ungmenna í dag. BB þakkar krökkunum fyrir vel unnin störf og vonast eftir að fá að njóta krafta þeirra sem lengst. Tii hamingju krakkar! Sambandið hættir við að seija Tóniistarféíaginu húsnæði KÍ Við höfum verið svlldn - segir Úlfar Ágústsson, formaður Tónlistarfélagsins, sem telur að Sambandinu beri að borga þann kostnað, sem félagið hefur lagt út í vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæðinu Á AÐALFUNDI Tónlistar- félags Isafjarðar sem boðað hefur verið til næstkomandi sunnudag stóð til að taka fyrir hugsanleg kaup félagsins á húsnæði Kaup- félags Isfirðinga við Austurveg á ísafirði, en félagið hafði gert samkomulag við stjómarformann Sambands íslenskra samvinnu- félaga urn kaup á húsnæðinu og var aðeins beðið eftir lögmanni félagsins, sent var í fríi, þegar stjórn Tónlistarfélagsins barst til eyrna að ákveðið hefði verið að ganga til samninga við stjórn KI um kaupin. „Við gerðum kauptilboð í húsið og stjórnarformaður SIS var búinn að ganga að tilboðinu sem og að fela lögmanni sínum Tryggva Guðmundssyni, að ganga til samninga við okkur á grundvelli þess tilboðs, sem þýðiránræltu máli að menn hafa ákveðið að kaupa og selja en það á eftir að gera sjálfan kaup- samninginn. Þegarég fékk skeyti frá stjórnarformanni Sambands- ins þess efnis að tilboði okkar hefði verið tekið, hafði ég sanr- band við Pétur Sigurðsson, stjórnarformann KÍ og tilkynnt honurn um kaupin. Hann brást vondur við og sagðist ekki vita annað en að Kaupfélagið væri að kaupa húsið,” segir Úlfar Ágústs- son, formaður Tónlistarfélags Isafjarðar. „Síðan frétti ég það utan af mér að Kaupfélagið væri að kaupa húsnæðið. Eg hafði því samband við stjórnarformann SÍS, og hann tilkynnti mér þá að hann yrði því miður að falla frá þessari samningagerð og selja KI vegna þess að Landsbankinn legði miklaáherslu áaðKI fengi húsiðog að hann ætlaði að útvega fé til kaupanna. Ég hringdi því í bankastjóra Landsbankans, Sverrsi Hermannsson og fékk þau svör að þetta væri alrangt. Hann sagði bankann ekki hafa nein afskipti af Sambandinu og hefði ekki lagt að þeinr á neinn hátt að selja KI húsnæðið frekar en annað, því þeirhefðugert upp öll sín mál við Sambandið fyrir tveimur til þremur árum. Hins vegar væri það rétt að það hefði verið tekin fyrir ósk frá KI um aðstoð til að kaupa húsnæðið og hefði hún verið samþykkt. Kaup- félagið hefur því fengið 100% lán til að kaupa húsnæðið. Við vorum búin að ræða við okkar arkitekt og fela honum að teikna breytingar á húsnæðinu og var hann kominn hingað vestur með grunnteikningar undir höndum, en þar var m.a. teikning af tónlistarsal sem við hugðumst reisa ofan á þak núverandi húsnæðis. Við vorunr búin að leggja út í töluverðan kostnað sem okkur finnst að Sambandinu beri að greiða, vegna þessara samningsrofa. Okkur finnst að við höfum verið svikin,” sagði Úlfar. Hann sagði ennfremur að þegar fyrsta könnun fór fram á hugsanlegum kaupum félagsins á húsnæðinu, hefðu margir verið um kaupin og hefði KI verið veikasti aðilinn að þeirra mati. „Þess vegna fannst okkur það ekki slæmur kostur fyrir KI að við keyptum og þeir fengju að hafa núverandi verslunarhús- næði ásamt kjallara og skrifstofu á leigu á sönru kjörum og þeir hafa í dag. Þótt við séum ósátt við hvernig staðið var að málum þá fagna ég því að Kaupfélagið sky Idi hafaeignast sitt eigið hús- næði aftur. I dag erum við á núll- punkti og í húsnæðishraki. Við vorum að gefast upp á því að leita eftir efndum á samningi bæjarins frá 1987, þar sem ákveðið var að klára að byggja húsið á Torfnesi og að bæjar- sjóður greiddi helminginn af þeim kostnaði. Ennþá hefur enginn peningur komið til þeirrar byggingar og ekki er séð fyrir hvenær þeir fjármunir koma,” sagði Úlfar. -s. RITSTJÓRN ** 4560 • FAX 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT « 4570

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.