Bæjarins besta - 16.11.1994, Síða 4
OHAÐ FRETTABLAÐ
Á VESTFJÖRÐUM
STOFNAD 74 NOVEMBER 1984
Óháð vikublað
á Vestfjörðum
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
•n 94-4560
O 94-4564
Ritstjóri:
Sigurjón J.
Sigurðsson
Blaðamaður:
Hermann
Snorrason
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J.
Sigurðsson
og Halldór
Sveinhj örnsson
® 94-5222
Útgáfudagur:
Miðvikudagur
Bæjarins hesta er aðili að samtök-
um hæjar- og héraðsfréttahlaða
Eftirprentun, hJjóðritun, notkun
ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið
Tíu ára
Ef borið er saman við mannsaldur má segja að
BB sé að verða búið að slíta barnsskónum og
unglingsárin að taka við.
Enda þótt hæpið sé að gera slíkan samanburð á
jafn ólíku viðfangsefni og vikublaði og mann-
eskju, verður ekki á móti mælt, að sé gerður
samanburðuráfyrsta tölublaði BB, sem leitdagsins
ljós hinn 14. dag nóvembermánaðar 1984 og
blaðinu sem þú, lesandi góður, hefur fyrir augliti
þínu í dag, þá hefur ekki síður orðið mikilfengleg
breyting á því en á barni frá vögguári til tíu ára
aldurs.
Það vita allir, sem hafa orðið þeirra gæfu að-
njótandi að eignast arfa, að endaþótt umhyggju
aðstandenda sé þörf alla tíð, býr lengi að fyrstu
gerð. BB býr enn í dag að velvilja og viðtökum
sem það hlaut í vöggugjöf. Og vissulega leyfa
aðstandendur blaðsins sér að vona, að sú að-
hlynning haldi áfram.
Blaðaheimurinn er harður heimur. A þeim
vettvangi er hart barist hvort heldur er um fréttir
eða auglýsingar. Á landsvellinum berjast risarnir,
Morgunblaðið og DV auk minni dagblaða, viku-
blaða og tímarita; á heimavöllum héraðsfrétta-
blöðin. I þessum harða heirni hafa blöð komið og
farið. Að þessu leyti er líkt með þeim farið og
mannskepnunni; enginn veit sitt skapadægur.
Héraðsfréttablöðin gegna mikilvægu hlutverki.
Þau eru hluti af mannlífi og menningu í viðkomandi
landshluta og gegna lykilhlutverki í söguskráningu.
Eða hvernig halda menn að tekist hefði til með
„Sögu Isafjarðar og Eyrarhrepps”, svo dæmi sé
tekið, ef ekki hefðu komið til heimildir hinna
mörgu blaða sem gefin hafa verið út hér urn slóðir
á því tímabili er sagan greinirfrá? Blaða, sem sum
hver lifa enn í dag þótt blóðið renni hægar um
æðar þeirra en áður fyrr.
En þrátt fyrir gildi héraðsfréttablaðanna fyrir
sagnaritara síðari tíma er lífsmyndin sem birtist á
síðum þeirra við útkomu hvers nýs eintaks ekki
síður mikilvæg. í pensildráttum þeirrar rnyndar
opinberast mannlífsþættir líðandi stundar, frásagnir
af fólki í lífi og starfi, í gleði þess og sorgum.
BB er rétt við það að slíta barnsskónum. Hver
framtíð þess verður veltur öðru fremur á ykkur,
lesendur góðir. En fyrir frábærar viðtökur ykkar í
tíu ár þökkum við með þessu afmælisblaði.
s.h.
Að vanda var Hafþór Gunnarsson spurull gagnvart viðmælanda sínum, þegar ijósmyndari BB gómaði
hann við vinnu sína á ísafirði í síðustu viku.
Gerðu þetta í gær!
Allan sólarhringinn gerast
fréttnæmirhlutirogöllumfinnst
eðlilegt að frá þeim sé greint
hið snarasta. Hvort sem við-
komandi frétt birtist í dag-
blöðunr, útvarpi eða sjónvarpi,
þá gerir maður þær kröfur að
fréttin sé vel unnin, framsetning
hennar sé einföld og auðskilin,
auk þess sem fallegar og skýrar
myndir prýði fréttina, þ.e.a.s.
bjóði fjölmiðillinn upp á þann
möguleika. Ekki ósanngjamar
kröfur - eða hvað?
Þeir eru heldur færri sem gera
sér fulla grein fyrir því, hvaða
vinna býr að baki 30 sekúndna
langrar fréttar í Sjónvarpinu og
því fékk BB fréttaritara Sjón-
varps í Bolungarvík, Hafþór
Gunnarsson, til að lýsa því.
Hann er pípulagninameistari að
mennt og hefur það fyrir aðal-
starf, en við fréttaritarastarfinu
tók hann árið 1989 og sinnir
því innan sem utan aðalstarfs-
ins.
Hafþór er ekki skólagenginn
í my ndbandsupptökum en hefur
í mörg ár haft mikinn áhuga á
þeirri iðju, auk þess sem hann
er mikilll áhugaljósmyndari.
Einnig hefur hann sótt ótal mörg
námskeið tengd myndupp-
tökum og fleiru sem felst f þessu
aukastarfi hans. „Þetta byrjaði
allt á því að ég sendi mynd-
bandsupptökur til Stöðvar 2 af
þorrablóti Bolvíkinga, sem eru
merkileg mannamót fyrir marg-
ra hluta sakir. Þeir tóku frétta-
skotinu fegins hendi og sýndu
fimm mínútna langa frétt um
þorrablótið, sem jafnframt er
lengsta myndskeið sem ég hef
fengið birt í sjónvarpi. I fram-
haldi af því fór ég líka að senda
myndir til Sjónvarpsins og þá
bauð varafréttastjórinn, Helgi
H. Jónsson, mér að gerast frétta-
ritari Sjónvarps í Bolungarvík,
sem ég að sjálfsögðu þáði.
Ég fór að gera auknar kröfur
til myndgæðanna og kom mér
upp fullkomnari tækjabúnaði,
með stuðningi frá Sjónvarpinu.
Ég fékk margar fréttir að vinna
úr og skilaði inn niiklu efni, en
núna upp á síðkastið hefur þeim
fækkað til muna. Sjónvarpið
hefurekki úrmiklum peningum
að moða, og því er það kannski
eðilegt að þeir vilji halda þeim
að sem mestu leyti fyrirsunnan.
Fjárframlög til landsfréttarita-
ranna hafa verið skorin mikið
niður. Fyrir vikið skammast
landsbyggðarfólkið út í frétta-
ritarana fyrir að birta æ færri
fréttir, en fréttamatið er einfald-
lega ekki lengur í okkar hönd-
um. Þetta viðhorf fréttastof-
unnar kemur berlega í ljós þegar
birtar eru myndir af léttklæddu
fólki að borða ís í sumarblíð-
unni í borginni, eins og slíkt
gerist bara þar. Þannig myndir
fengjust aldrei birtar héðan að
vestan,“ sagði Hafþór.
- Hvernig fer fréttaöflunin
fram?
„Það er nú allur gangur á því.
Maður er auðvitað alltaf með
augu og eyru opin, auk þess
sem ég fæ stundum upplýsingar
frá höfuðstöðvunum á Lauga-
veginum og oft hringir fólk víða
af Vestfjörðum með upplýs-
ingar um alls kyns uppákomur
og fréttanæm efni.
En það getur verið sérstak-
lega erfitt að fá fréttir frá stærri
fyrirtækjum og félagasam-
tökum, því stjórnendur fyrir-
tækja vilja sjaldnast láta vitnast
hvað gerist á fundum þeirra og
fara með þá eins og Frímúrara-
fundi. Það gildir einu þó þeir
þurfi að koma málum á fram-
færi. Hitt er það, að eftir að
skýrar myndir og greinargóðar
fréttir tóku að berasl héðan, fóru
Vestfirðingar sjálfir að skynja
fagmennskuna við starf mitt.
Fyrir vikið urðu þeir opnari,
tóku þetta allt alvarlegar og
vildu frekar mæta í viðtal.“
- En hvernig verða fréttimar
til?
„Þegar ég hef fengið vit-
neskju um fréttbært efni, hringi
ég í höfuðstöðvarnar og óska
leyfis til að vinna fréttina. Svo
hef ég samband við viðkomandi
aðila, inni hann upplýsinga um
málsatvik og mæli mér loks mót
við hann. Því næst mæti ég á
vettvang og tek svokallaðar
„innklipps“-myndir, þ.e. hús
eða annað umh verfi sem tengist
fréttinni, sem ég nota síðan til
uppfyllingar þegar ég mynd-
klippi fréttina saman. Þegar við-
talið sjálft fer loks fram, stilli
ég upp þrífætinum og mynda-
vélinni og staðset viðmæland-
ann fyrir framan og útskýri
nákvæmlega fyrir honum
hvernig hann megi, og megi
alls ekki, standa og horfa þegar
upptaka fer fram. Að tökum
loknum skrifa ég inngang að
fréttinni og bý til texta sem ég
tala inn á, ef með þarf. Síðan
púsla ég þessu öllu saman
heima í stúdíóinu á eina spólu
og sendi hana suður með næstu
flugvél. Hver frétt má helst ekki
vera lengri en mínúta að lengd,
alla vega þykja tvær mínútur
vera algjört hámark.
Hafþór bendir á að starfinu
fylgi mikið álag. Fólk hringir í
hann á öllum tímum sólar-
hringsins og vinnudeginum
lýkur því í raun aldrei, enda er
hann á bakvakt alla daga ársins.
Hanneralltaf í viðbragðsstöðu.
í töskum sínum geymir hann
nýhlaðnar rafhlöður og tilbúnar
myndbandsspólur. Hafþór
hendir aldrei neinu myndefni
og á heimili hans er að finna
mörg hundruð klukkustunda
efni á myndbandsspólum. „Öllu
því sem unnið er fyrir sjálfa
fréttastofuna fylgir mikið stress,
fréttahaukamir hringja með efni
og enda alltaf símtölin á; „og
gerðu þetta í gær!“. Og ef svo
óheppilega vill til að ég kemst
ekki á vettvang eða að ekki næst
í mig þegar mikið liggur við. þá
er fjandinn laus svo ekki sé
meira sagt,“ sagði Hafþór
Gunnarsson að lokum.
-hþ.
Námsstyrkur
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr
Minningarsjóði Gyðu Maríasdóttur.
Styrkurinn verður veittur til framhalds-
náms í heimilisfræðum og skyldum grein-
um.
Umsóknarfrestur ertil 15. desember 1994.
Umsóknir ásamt námsvottorðum og upp-
lýsingum um fyrirhugað nám sendist til
undirritaðra sem veita nánari upplýsingar.
Magdalena Sigurðardóttir
Seljalandsvegi 38, ísafirði
Sími 3398
Björn Teitsson
Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði
Sími 3599
4
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994