Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 8

Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 8
Úr gömlum blöðum Eitthvað-alvegsama Við Islendingar erum alveg sérstakir. Ég er þess fullviss að hér í gamia daga er Norðmenn fluttu frá Noregi, þá var þeim ALVEGSAMA, hvert þeir fóru - þeir vildu EITTHVAÐ vestur. Því hefur þetta enn ioðað við okkur, við viljum EITTHVAÐ eða ALVEGSAMA, án þess að vita hvað. Sem betur fer erum við ekki svona öli. Fjölmargir vita nákvæmlega hvað þeir vilja og ætla, enda taldir ákveðnir, jafnvel frekir. Þessa frekju þekkjum við öll, oftast leiðinlegir þegar þeir ryðjast framfyrir, heimta og krefjast, og eru sífeilt að tapa einhverju stóru og miklu. Hinn ákveðni er öðruvísi, hann veit nákvæmlega hvað hann vill og ætiar, hann kaupir eina COKE og ekkert annað, hann kaupir sér aftur VOLVO því gamli VOLVO-inn var besti bíllinn, og hann labbar alltaf 10 km., heilsubótargöngutúr á viku. Æi-nei, það var ekki þessi er ég ætlaði að ræða um. ÉG var inn í VORUVALI að versla hjá Heiðari um daginn, og var kominn að kassanum, þegar konan á undan mér vildi fá EITTHVAÐ nammi fyrir afganginn. Aumingja stúlkumar við kassanna, að afgreiða fólk sem ekki veit hvað það vill. Auðvitað vildi dóttir mín lfka fá EITTHVAÐ nammi. Þið þekkið þetta flest. Mér hefur oft dottið EITTHVAÐ í hug, en mér hefur líka verið ALVEGSAMA um þetta. Svo var það ALVEGSAMA-fólkið. Ég var með mjög mikilvægan fund um daginn, við vorum fimm, og í lokin bauð sé einn á barnum. Spurði hvað menn vildu, eitt vildi Martini, annar Manhattan, tveir sögðu ALVEGSAMA, og ég vildi Sherry. Barþjóninn leit á mig stórum augum er ég sagði tvo ALVEGSAMA, þannig að ég fékk COKE fyrir annan í klaka, og tvöfaldan 12 ára Viskí fyrir hinn. Auðvitað vildi COKE-maðurinn frekar fá Vodka, og Viskí- maðurinn frekar fá Asna, en hvað átti ég að gera, þeir báðu um ALVEGSAMA. Aumingja ég, fundurinn ónýtur. Ég ræddi málið við konuna, það yrði bara að gera EITTHVAÐ, í málinu, því okkur var ekki ALVEGSAMA. Ég hef því fengið tilvalda lausn, og keypti í gær sælgætisgerð og bruggverksmiðju, og þið megið geta hvað ég ætla að gera. Rétt, framleiða sælgætið EITTHVAÐ og brugg (að vín) undir nafninu ALVEGSAMA. Ofangreinda grein ritaði dálkahöfundur í 31. thl. BB sem út kom 3. septemher 1985. á samfélagsbraut, eru frá Bol- ungarvík og Isafirði, allt konur. Þær eru Svava Oddný Asgeirs- dóttir, Sigríður Símonardóttir. Kristín Gunnasdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Guðlaug Elías- dóttir, Anna Lóa Guðmunds- dóttir og Agnes Karlsdóttir.” Úr frétt í 47. tbl. BB, 1985. 1986 Árangursrík útgáfa „Útgáfa kynningarbæklings fyrir íbúðir aldraðra virðist ætla að bera tilætlaðan árangur. Hafa margir tekið að hugsa þessi mál og kynna sér nánar hvemig að málum megi standa. Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Hlífar, sagði tilganginn einmitt hafa verið þann, að hvetja aldraða og aðstandendur þeirra til að leita í tíma lausna á þeim viðkvæmu vandamálum sem upp kynnu að koma þegar fólk hættir eða minnkar við sig vinnu vegna aldurs, hættir að geta sinnt húsi sínu eins vel og það helst vildi. Hann sagði nokkuð á annan tug manna hafa hringt til að spyrjast fyrir, einkum um kaupskilmála og tómstundarað- stöðu. Sumir hefðu spurt vegna gefinna verðmæta, hvort ekki mætti staðgreiða íbúðimar svo ekki þyrfti að koma til hækkana. Það væri að sjálfsögðu hægt. Halldór kvað rétt að fólk íhug- aði þessi mál vandlega því „ekki væri ráð nema í tíma sé tekið”.” Frétt Í2. tbl. BB 1986. VeQurathuganir átsafirðl? „Oft hafa menn velt því fyrir sér hvort ekki sé mál að veður- athuganir verði gerðar á ísa- firði og lesnar í útvarpi rétt eins og á Galtarvita, Æðey og Hom- bjargi. Auðvitað viðurkenna menn það, að fyrmefndir þrír staðir eru miklu mikilvægari til veðurspádóma, en samt... Einn þeirra sem finnst að þarna þurfi að ráða bót á hafði samband við BB. „Það er ótækt, að allir landsmenn haldi að hér sé alltaf vitlaust veður ef hvasst er f Æð- ey eða þoka á Horni,” sagði þessi góði maður. Hlynur Sig- tryggson, veðurstofustjóri svar- aði: Já, það eru öðruvísi veðrið inni á Isafirði en hjá sjó- mönnunum úti á hafi. En. gamanlaust, þá eru veður- athuganir á vegunt Veður- stofunnar nánast eingöngu gerðar þar sent talið er vera gagn að því til veðurspádóina. Um slíkt er ekki að ræða á Isa- firði, nema ef helst væri vegna flugsins.” Frétt í 4. tbl. BB 1986. Vjerð aiitaf tsienðingur „Fyrsta árið var efitt. Mér fannst þetta strang líf og féll ekki við það í fyrstu. Málið var líka nokkur þröskuldur; ég var ekki góður í ensku og fannst fólk hlæja að mér á bak og varla teljamigfullgildan. Þaðerhins vegar horfið nú... Auðvitað er ég íslendingur og verð alltaf. En ég á heima úti á Nýja Sjálandi, þar er fjölskylda mín, heimili mitt.” Viðtal við Sigurð Rósa Sigurðsson, tónlistar- mann og bónda á Nýja Sjál- andi í 4. tbl. BB 1986. Efhann Mati hías okkar btessaður „Mér hefur fundist báglega tekið undir störf hafnarnefndar þessi árin. Bæjaryfirvöld sitja líka í þeirri klípu að berjast á tvennum vígstöðvum, ef svo má segja. Þessi ótímabæra byrjun framkvæmda við Sundahöfn hefur leitt fyrirtæki til að byggja þar og nú er þrýst á bæinn að halda áfram svo þeim nýtist sú fjárfesting eins og vera ætti ef skipulagi hefði verið fylgt. Ég held að okkur Isfirðingum kæmu miklu betur ef hann Matthías okkar blessaður tæki af 2 milljörðunum sem eiga að fara til vega og setti í hafnar- gerð, þó ekki væri nema nóg til þess að ná því sem átti að vera komið fyrir fimm árum.” Við- tal > ’ið Sturla Halldórsson,yfir- hafnarvörð á Isafirði í 8. tbl. BB 1986. Rífumsthér „Það kom greinilega í ljós á fundi sem hafnarnefnd Isa- fjarðar boðaðið til á Hótel Isa- firði sl. laugaradg, að nokkuð er fjarri því að Isfirðingar séu sammála um það hvernig eigi að standa að uppbyggingu hafnarinnar og leysa þar með þann gífurlega vanda sem nú er vegna þrengsla. A fundinum skiptust menn á skoðunum um það og gangrýndu sumir mjög það, sem þeir kölluðu fyrir- hyggjuleysi við skipulag og ákvörðun um Sundahöfn... Eða, eins og einn fundarmanna benti á: Rífumst hér, komumst að niðurstöðu og verðum sammála um hana í kröfu til ríkisins.” Fréttíll. tbl. BB 1986. Við viijum seija „Við viljum selja, eins og sagt er í auglýsingunni. Það gæti allt eins verið einhver utan- bæjarmaður sem sæi sér hag í að kaupa Alþýðuhúsið eða Ieigja það. Það er líka auð- veldara fyrir einstakling eða einkafyrirtæki að reka svona hús. Félögum eins og okkar er ómögulegt að hagræða þannig að gróði sýnist tap.” Frétt í 12. tbl. BB1988 um söluáAlþýðu- húsinu. Rrænienskir sjómenní tanðsvistar- banni „Þegar grænlenska rækju- veiðiskipið Nuk var á ísafirði um miðjan marsmánuð lentu nokkrir skipverja í slagsmálum við íslensk ungmenni fyrir utan skemmtistað í bænum. Lög- reglan koma að og vildi skakka leikinn en gekk lítt og í skýrslu tilgreinir hún sérstaklega ódælni skipverjanna. í kjölfar þessa ritaði bæjarfógeti, umboðs- manni skipanna á ísafirði, Gunnari Jónssyni, bréf þar sem kunngjört var, að skipverjum yrði ekki heimil landvist milli kl. 8 að kvöldi til kl. 8 aðmorgni í næstu tvö skiptin sem skipið kæmi til Isafjarðar. Skipstjóri varþó undanþeginn þessu... Það getur ekki verið að menn séu svo óréttsýnir, að dæma heila skipshöfn í landbann vegna slagsmála fárra, sagði skip- stjórinn Karl Andreassen.” Frétt í 14. tbl. BB 1986. Ekkiaðfaraá hausinn „Nei, fyrirtækið er ekki að fara á hausinn. Það er eigna- staðan sem skiptirmáli. Hún er þannig, að um er að ræða miklar eignir umfram skuldir. Hins vegar er það rétt að lausafjár- staðan hefur verið slæm... Þessi makalausa frétt í Morgun- blaðinu er byggð á afskaplega veikum grunni.” Spjall við Einar Jónatansson í 28. tbl. BB 1986 um slœma stöð EG í Bolungarvík. Kona veistjóría skuttogara „Manni finnst einhvem veg- inn að falleg stúlka geti ómögu- lega verið vélstjóri eða vélvirki. Manni finnst endilega að vél- stjóri hljóti að vera með þriggja daga skeggbrodda og glansandi af olíu og svita. S vona er maður nú vitlaus og fullur af for- dómum. Það sá ég best þegar ég hitti Rannveigu Rist um daginn. Hún var að fara um borð í Guðbjart, í sinn fyrsta túr sem vélstjóri á togara... Mér líkarvel áísafirði, hérermaður stutt úti og tekjurnar eru háar, og þetta er góð útgerð og góður mannskapur, sagði Rannveig. Frétt í 28. tbl. BB 1986. Skemmhieg tiiviijun „Við Hörður Ingólfsson byrj- uðum að djamma saman ellefu- tólf ára gamlir. Hann spilaði á pía'nó en ég söng. Við sömdum Stur/a Ha/lc/órsson, fyrrverandi yfirhafnarvörður. mundu! Tilkynning til allra fyrirtækja! Þann 3. júní 1995 verða öll almenn símanúmer á landinu sjö stafa. Á höfuðborgarsvæðinu verða nýju sjö stafa símanúmerin tekin í notkun 1. desember n.k., en jafnframt verður hægt að velja gömlu síma- númerin samhliða þeim nýju fram til 3. júní 1995. Á Vestfjörðum er breytingin þannig að 456 bætist framan við síma- númer. Ekki þarf lengur að velja svæðisnúmer og þegar hringt er frá út- löndum verður sjö stafa númerið valið strax eftir landsnúmerið. Dcemi um þaö hvernig númer d Vestfjöröum breytist: hringt innan svæðis 5000 hringt frá öðrum svæðum 94 5000 hringt frá útlöndum 354 4 5000 Fyrirtækjum, sem eru að huga að útgáfu bréfs- efna, bæklinga, fréttabréfa o.þ.h., er bent á að kynna sér nýútsendan bækling þar sem gerð er nánari grein fyrir breytingunum. verður verður verður 456 5000 456 5000 354 456 5000 8 MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.