Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 16.11.1994, Qupperneq 14
verðmæti á þessum tíma er á verðlagi dagsins í dag orðið 2,7 milljarðarkróna. Anúvirði mun Bessinn hafa kostað 270 mill- jónir króna og hefur hann því dregið á land tíu sinnum verð sitt á þeim sextán árum sem eru liðin síðan hann hóf veiðar.” Úr frétt Í36. tbl. BB 1989. Þegar drykkjan er meginmark- miðið ,,Ég hóf guðfræðinámið að nýju haustið 1981. Námið er fimm ár. Mér gekk vel að læra, að minnsta kosti fyrstu þrjú árin og fékk góðar einkunnir. En þá fór að halla undan fæti. Ein- kunnirnar lækkuðu og það kom m.a.s. fyrir að ég féll. Ég var farinn að eiga við töluvert drykkjuvandamál að stríða. Kannski var það svo, frá því að ég smakkaði vín í fyrsta sinn. Það var í raun farið að há mér strax í menntaskóla en ég gerði mér ekki grein fyrir því sjálfur. Drykkjuvandamálið er orðið töluvert þegar fólk er farið að hlakka til helgarinnar alla vikuna til þess eins að detta í það. Þá er drykkjan í raun orðin meginmarkmiðið í lífinu." Úr viðtali Í44. tbl. BB 1989 við Sr. Karl V. Matthíasson, sóknar- prest. Hijúðritaði messur ,,Þær eru ekki margar, en nokkrar heilar messur á ég á spólum. Stundum tók ég upp sálma sem mér þóttu fallegir og svo brot úr ræðum presta, en það var ekki mikið um það. Upptakan tókst yfirleitt vel, sér- staklega af söngnum en ræður- nar voru stundum óskýrarvegna þess að ég var stundum það langt frá prestinum.” Úr viðtali í 47. thl. BB 1989 við Eirík Guðjónsson, Eirík grafara. Óðinn Svan Geirsson. Skoðum gúmmíbáta og björgunarbúninga Seljum svifblys, handblys, bjarghringi, björgunarvesti, línubyssur, hleðslur, sylgjur á sleppibúnað og flotvinnugalla. Framleiðum seglasaumuð flögg með endurskini. Gúmmí'bátaþj ónustan s/f Grænagarði - ísafirði Sími 94-5314 Heimasími 94-3774 Fax 94-4588 MJaiiargötu- púki „Ég varMjallagötupúki. Þótt ég byggi við kvennaríki heima þá var maður náttúrulega í slag- togi við jafnaldra sína þarna í nágrenninu. Það varmikil sam- vinna íþessum hóp um að herja á Tangagötupúkana og Bakka- púkana. Menn brölluðu eitt og annað á þessum árum. Ég man einu sinni varð ég mér úti um peninga til að kaupa forkunnar- frítt sverð af félaga mínum. En það var nú ekki betra en svo að þegar ég ætlaði að fara að beita gripnum í fyrsta skipti þá brast það við mikla hrifningu and- stæðingsins, sem ég átti í höggi við. Úr viðtali í 50. tbl. BB 1989 við Einar S. Einarsson, forstjóra Vísa Island. Getrokiðuppí brjáiæðiskast „Ég get rokið upp í brjálæðis- kast enn þann dag í dag en ég gerði mér sanrt snemma grein fyrir skapbrestum mínum og hef verið að glíma við þá alla tíð. En langrækinn er ég ekki. Ég get sagt þér sögu af því hvað ég var skapmikill. Ég eignaðist einu sinni dýrgrip þegar ég var strákur. Það var áttaviti, ógur- lega fallegur. Svo einu sinni, þegar mér sinnaðist við Eyjólf bróður, fékk ég æðiskast og þreifaði á götunni eftir steini til að grýta í hann en fann engan. Þá stakk ég hendinni í vasann og fann áttavitann. Og þrátt fyrir að mér þætti vænt um gripinn, þá lét ég hann fjúka sarnt. Það urðu ógurleg vonbrigði að sjá hann liggja á götunni í þúsund pörtum.” Úr viðtali í 51. tbl. BB 1989 við Jón A. Bjarna- son, Ijósmyndara, Nonna Bjarna. Léiegur bæjar- sffóri ei öiium iíkarviðhann „í svona starfi gengur oft á ýmsu og ég held að það hljóti að vera lélegur bæjarstjóri sem öllum líkar við því að það þarf að taka ákvarðanir og sumum líkar vel við þær og öðrum ekki. Þannig að auðvitað hlýtur maður að komast á milli tanna á fólki. Ég er hins vegar mjög fljótur að gleyma og er ekki langrækinn maður. Ég afgreiði málin og þá er þeim lokið." Úr viðtali í2. tbl. 1990 við Harald L. Haraldsson, fyrrverandi bœjarstjóra á Isafirði. Eg varkaiiaður morðingi „Við vorurn rétt ókomin í bæinn aftur þegar ég fann allt í einu þungt högg á bílinn og framrúðan mölbrotnaði yfir okkur. Ég stökk út úr bílnum án þess að hafa hugmynd um á hverju ég hefði lent, ég hélt að ég hefði lent íárekstri. Égheyrði þá öskur og grát og sé þá stelpu og strák liggja í götunni, greini- lega stórslösuð. Daginn eftir var ég vakinn og mér sagt að stúlkan væri dáin og strákurinn lægi á milli heims og helju í Reykja- vík. Það veit engin hvað það er að lenda í svona án þess að upplifa það. Mér fannst ég vera einn í heiminum. Ég var ekki þekktur af góðu og var fy 11 i bytta þannig að fólk var dómharðara. Ég fékk það á mig að ég væri morðingi. En ég ræddi ekki við neinn og byrgði allt inni í mörg ár.” Úr viðtali í6. tbl. 1990 við Oðinn Svan Geirsson, Oðinn bakara. Einar S. Einarsson. Tapaðibragð- Hetséðyfirí skyninu annan heim ,,Ég smakka alltaf á há- karlinum sjálfur og ef mér líkar hann ekki þá hendi ég honum. Ég ætlast ekki til að aðrir borði það sem ég get ekki borða sjálfur. Annars var ég með yfir- smakkara í þessu fyrir mörgum árum, karl norðan af Ströndum, en hannernúorðinn svogamall að hann er búinn að tapa bragðs- kyninu.” Úr viðtali í5. tbl. BB 1990 við Óskar Friðbjarnar- son, hákarlsverkanda í Hnífs- dal. „Ég hef fylgt látnu fólki yfir, til dæmis föður mínum og það hef ég margt af því sem ég lifi eftir. Ég hef farið sálförum í fylgd annars manns og séð hluti sem ég hef reynt að túlka sjálf. Ég veit ekki alltaf hvers vegna, ég veit og trúi á ýmislegt en margt af því kemur úr öðrum heimi." Úr viðtali í 12. tbl. BB 1990 við Sigríði Júlíusdóttur, spákonu. 14 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.