Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 16
Ármann Leifsson, vöruf/utningabif Sögusagnirnar eru farnar að skaða okkur - segir Ármann um ummæli Olafs Halldórssonar, eins eigenda ísafjarðarleiðar eiðarstiori i VöruflutningarArmanns Leifssonar eru ekkertað hætta á næstunni, hvað se l/ður sögusögnum, segir Ármann Leifsson. ÁRMANN LEIFSSON, vöruflutningabifreiðastjóri í Bolungarvíkhafði samband við blaðið og vildi koma á fram- færi eftirfarandi athugasemdum vegna ummæla Olafs Halldórs- sonar, eins eigenda Isafjarðar- leiðar hf., í44. tbl. BB. þar sem hann segist hafa gert tilboð í rekstur Ármanns upp á 62 milljónir króna, eftir að séð fyrirtækið auglýst á bílasölu í Reykjavík, en engin viðbrögð fengið. „Ólafurhefuraldrei haftsam- band við okkur vegna kaupa á mínu fyrirtæki og það er ekki til sölu, hvorki á bflasölum né annars staðar. Menn eru að leika sér með þessa hluti og þetta er farið að skaða okkur. Við erum að heyra allskonar helvítis kjaft- æði út um allt sem engin fótur er fyrir. Hann segist hafa gert tilboð og engin svör fengið. Það hefur enginn hringt í mig, hvorki hann né aðrir og mér er ekki kunnugt um að fyrirtæki mitt sé til sölu. Hitt er svo allt annað mál að ég gerði verð- könnun á bílunum, ef til þess kæmi að ég seldi þá, eins og t.d. á þeint bíl sent skemmdist hjá mér um daginn eftir veltu,” sagði Ármann Leifsson. „Hvað varðar kaup Eimskips á fyrirtækinu, þá eru stað- hæfingarÓIafs miklar. Eimskip hefur verið í viðræðum víðar um land og þreifað fyrir sér, en það mál er ekki á því stigi að menn séu að selja eða kaupa. Við höfum átt viðræður við þá Eimskipsmenn en það er ekkert kornið að sölu á fyrirtækinu. Og að Ólafur viti meira en ég og láti hafa slíkt eftir sér, þykir mér hart. Þetta er kjaftæði og ég vildi gjarnan að hann komi með rök fyrir þessum orðum, viti hann meira um málið en ég sjálfur. Þamaeru menn að reyna að slá sig til riddara. Eg er ekki farinn að sjá það, allavega ekki með mínum rekstri, að menn hristi 62 milljónir fram úr erminni. En ef svo er, þá eiga menn náttúrulega að hafa sam- band við rétta aðila. Við erum ekkert að hætta neinum rekstri hér og fólk getur leitað til okkar sem fyrr, bæði með tilboð og annað. Við erum búin að vera þrjátíu ár í þessu og erunt ekkert að hætta,” sagði Ármann. -s. Stakkur skrifar Bæiarins besta 10ára UM ÞESSAR mundir er Bæjarins besta að fylla áratuginn. Vissulega er það merkisáfangi í útgáfu héraðsfréttablaðs. Þá er við hæfi að líta yfir farinn veg og skoða hvað hefur áunnist. Margir velta þvf fyrir sér hvernig unnt sé að halda úti tveimur fréttablöðum á Isafirði. Skýringin er auðvitað ein öðrum fremur. Fréttaþorsti eða forvitni íbúanna hlýtur að vera svo mikil. BB hóf göngu sína á mjög hógværan hátt, lítill blöðungur, fjölritaður án mynda, en hefur vaxið og eflst að umfangi. Menn deila um efnið, annað væri óeðlilegt. Mörgum finnst fréttir of smátt skornar, of ntikið af brennivínsfréttum frá lögreglu og af ýmsum smábrotum. En margt fleira kentur til, þessa. Þeir hafa að vísu orðið skoðanakannanir fyrir bæjar- stjórnarkosningar hafa gefist ótrúlega vel, tækifæri til að koma málstað á framfæri ein- mitt í tengslum við kosningar, viðtöl við ýmsa þekkta jafnt og óþekkta og skoðun blaðsins í leiðara, auk fastra dálka eins og misjafnlega langlífir. Lífs- seigastur varð Hákur, sem viku- lega varpaði fram ýmsum mál- unt bæði héraðs-og þjóðmálum og stundum var honum svarað. Einnig hafa aðrir lifað, en skemur, og er þar að minnast Kjóa auk annarra. Lesendur hafa einnig ritað BB bréf og ekki alltaf komið fram undir nafni. Fámennið getur gert mönnum erfitt fyrir. Það er einhvern veginn svo, að Is- lendingar eiga erfitt með að skiptast á skoðunum án þess að verða persónulegir. Með því er átt við fyrst og fremst að persónan sem heldur frarn skoðun verður stærri þáttur um- ræðunnaren skoðunin sjálf. Svo virðist sem skoðunin skipti minna ináli ef það erekki réttur maður sem hefur Itana. En hvaða tilgangi þjónar BB. Er ekki nóg að hafa Vestfirska fréttablaðið, sent gefur var út áður, auk pólitísku blaðanna sem vakna af dvala um jól, á sjómannadaginn og unt kosn- ingar? Nú er líka komið Svæðis- útvarp Vestfjarða í eigu Ríkis- útvarpsins. Á þá BB nokkurt erindi lengur? Að sjálfsögðu eiga allir miðlar erindi. Undir þeint sjálfum er komið hversu mikið og hvort þeir þjóna öðru en að segja frá einhverju sem er ein- faldlega staðreynd. Lítið hér- aðsfréttablað hefur ekki sömu möguleika og stóru dagblöðin á því að fjalla á vandaðan hátt um þá málefni sent hæst ber í umræðunni hverju sinni. Oft kynni reyndar að vera um endurtekningu að ræða vegna eðlismunar dagblaðs og viku- blaðs. I þessu samhengi á héraðsfréttablað möguleika á umfjöllun um staðbundin mál og birtingu viðtala við hina hæversku landsbyggðarmenn um þau málet'ni er jafnan hljóta ekki umfjöllun stóru fjölmiðl- anna. Ekki er ósennilegt að þau hafi haft áhrif á dagblöðin í þá veruna að einbeita sér að lands- byggðinni frekar en áður var. Ekki má gieyma því að oft vitna bæði dagblöð og ljósvaka- ntiðlar í efni héraðsfrétta- blaðanna og er framtak Ríkis- útvarpsins að lesa úr þeim á mánudögum virðingarvert. Á þennan hátt halda þau og þar á Erum búnir að opna Vélaverslun að Smdragötu 8, ísafirði Hitachi rafmagnsverkfæri Kempí suðuvélar og rekstrarvörur Verkfæri Slípivörur Nsk kúlulegur Búkkalegur Flangslegur Astengi Drifkeðjur Asamt miklu úrvali af boltum, V skrúfum og ýmsu fleiru! w Vélsmiðjan Prístur hf. ísafirði • Sími 4750 Opið virka daga kl. 8-18 Laugardaga kl. 10-12 meðal BB nafni landsbyggð- arinnar hátt á lofti og mun ekki af veita. Hins vegar ber ávallt að varast að stilla Reykjavík og nágrenni annars vegar og lands- byggðinni hins vegar upp sem andstæðum. Okkur Islend- ingum er öðru fremur nauðsyn þess að standa saman. Eilíft skæklatog skilar okkur ekki fram um veg. Sama gildir að sjálfsögðu um einstakarbyggðir landsins austan Elliðaáa. Stundum mætti leiða saman, frekar en gert er, forsvarsmenn á landsbyggðinni. ekki síst á Vestfjörðum, og skoða og skil- greina sameiginlegar þarfir Vestfirðinga. Allt of oft gleym- ist að aldamótin nálgast og aldrei er spurt hér um slóðir hvert við ætlum okkur á næstu öld. Hvað bíður okkar? Því er ekki gott að svara, en þá kemur að því hlutverki sem héraðs- blöð mega gjarnan rækja betur. Þau eiga að sinna því að vera samviska byggðarinnar. Til hamingju með afmælið. -Stakkur. 3X-STÁL í Starfsmenn óskast Óskum að ráða menn vanasmíðiúr ryðfríu stáii. Upp- iýsingar eru veittar á staðnum eða í síma 5079. 3X-STÁL hf. Suðurtanga 7, ísafirði. 16 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.