Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 23

Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 23
Frá björguninni úr Barðanum. og dró gardínuna frá svefn- herbergisglugganum. Aðeins var farið að birta af degi og það gekk á nreð leiðinlegum suð- vestan éljahryðjum. Það fór einhver hrollur um mig. Út- kallið var á þá leið að það kom píp í tækið mitt sem þýddi Sigurður, Ingi. Friðrik - SIF - útkall Alfa. Tækið sagði mér ekkert meira en þetta þýddi að einhver var í lífshættu. Eg vissi að ég þurfti að drífa mig út á flugvöll á sem allra stystum tíma og hugsaði: ,,Það er eitt- hvað mikið fram undan núna.” Ég átti heima í hlíðunum og ók sem leið Iá fyrir Öskjuhlíðina og út á völl. Þegar ég kom þangað lágu fyrir upplýsingar. Bátur hafði strandað í klett- unum við Hólahóla, vestan til á Snæfellsnesi. Það voru bátar fyrir utan, þeir sáu engin Ijós en töldu sig sjá einhverja menn í klettunum. Sjö vindstig voru á þessum slóðum og það gekk á með dimmum snjóéljum. Sjór var mjög þungur.” Sigurður Steinar Ketilsson, spilmaður hafði gert sér vonir um að það tækist að bjarga að minnsta kosti einhverjum úr á- höfn Barðans stuttu áður en komið var á strandstað en er þangað kom blasti við honum átakanleg sjón: „Þegar sé sá allt þetta brak í sjónum og hvernig báturinn lá hugsaði ég ekki nema eitt. Það er ekki nokkur vera á lífi þarna. Astandið þarna var hræðilegt. Þegar við flugum yfir bátinn fannst okkur allt steindautt þarnaniðri. Allt virtist verabúið þarna um borð. Við höfðum hangið þarna yfir í dágóða stund þegar það óvænta gerðist. Skyndilega var hendi veifað í gættinni á brúardyrunum bak- borðsmegin þar sem hurðin hafði brotnað af. Það var lífs- mark.” Nú tók adrenalínið að streyma í mönnunum íþyrlunni. Það var Bergþór stýrimaður sem hafði veifað til þyrlunnar. Hann var orðinn talsvert þrek- aður. Páll flugstjóri gerði sér grein fyrir að nú þurfti að láta hendur standa fram úr ermum. En spurningin var: Hvernig átti að bera sig að við þessar að- stæður? „Þegar við töldum að fyrsti maðurinn væri kominn í björg- unarlykkjuna þorðum við ekki að nota spilið. Fyrstu metrana hífðum við manninn upp á höndum. Um leið og við sáum hann koma út um brúardyrnar greip okkur mikil skeifing. Maðurinn sat í lykkjunni. Hann átti að smeygja henni undir handarkrikana og draga hólk á lykkjunni niður að brjósti. Við höfðum einmitt óttast að ein- hver myndi setjast í lykkjuna. Ég hafði aldrei áður híft neinn upp sem situr í lykkjunni enda er það í rauninni stranglega bannað. Ég lýsti því fyrir Páli flugstjóra þegar ég sá manninn koma sitjandi í lykkjunni. Ég fann að honum var brugðið en hann gerði sér auðvitað grein fyrir að ekki yrði aftur snúið. Það var útilokað að láta mann- inn síga niður aftur, því hann var kominn út úr brúnni. Menn gerðu sér grein fyrir að þetta var hættuspil. Ekki var um annað að ræða en að gera það sama og karlinn sagði á togaranum í gamla daga: „Hífa, slaka eða gera eitthvað." Maðurinn hékk þarna sitjandi í lykkjunni og allt virtist komið í óefni. Hvað voru margir eftir á lífi um borð? Ég vissi hvernig hagaði lil í þessum báti og að plássið væri ekki mikið þarna fyrir níu menn miðað við hvernig báturinn lá. Við sáum þó í gegnum gluggann á korta- klefanum að þar voru aðrirskip- brotsmenn. A þessari stundu fannst okkur þó útilokað að fleiri en tveir eða þrír væru á lífi.” MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 23

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.