Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 1
OHAÐ FRETTABLAD A VESTFJORÐUM STOFNAÐ 14. NÚVEMBEfí 1984 BÆJARINSBESTA - MHJVIKUDAGUR1. NÚVEMBER1995 - M. TBL ■ 12.ÁBG. • VEBDKB. 170M/VSK ísafjöröur FjÖ/SÓtt minningar- athöfn ^ Suðureyri Stór flóö- byigja o/ii skemmdum isafjörður Hrikaieg iffs- reynsia Vestfirðir Fyrsta haust- iægðingerði us/a Jarðgöng Fiýting opnunarí athugum & BB viðtai Ég geng ekki í piisi ísafjörður Sameining við Sléttu- hrepp? Orkubúió Tjóniðnemur 80miiijónum króna Nemendur Framhaldsskóla Vestfjarða ásamt öðrum ísfirðingum minntust iátinna á Fiateyri með minningarathöfn á sai skóians á mánudag sem og fieytingu kertaijósa á Pollinum á ísafirði. Hvíidi mikiii hátíðieiki og þögn yfir stundinni. TUTTUGU manns fórust er stórt snjóflóð féll á Flateyri við Önundarfjörð, kl. 4.07, að- faranótt fimmtudagsins 26. október síðastliðinn. Snjó- flóðið, sem er hið þriðja ntann- skæðasta hér á landi, féll úr svokallaðri Skollahvilft og lenti á 19 íbúðarhúsum við Hjallaveg, Tjarnargötu, Unnar- stíg, Hafnarstræti og Ólafstún, sern í voru 45 manns, auk þess sem það jafnaði bensínstöð staðarins við jörðu, fjarvarma- veitu og spennistöð Orkubús Vestfjarða, Minjasafnið og kirkjugarðinn. Snjóflóðið féll á svæði sem hingað til hefur verið talið öruggt og lenti aðeins efsta húsið af þeim sem talið hefur verið á hættusvæði þ.e. við Ólafstún og Goðatún, í flóðinu. íbúurn á því svæði hafði verið gert að rýma hús sín kvöldið áður vegna snjó- flóðahættu enda aftakaveður á Flateyri og mikil ofankoma. Heimamenn hófu leit í rúst- unum, strax eftir að flóðið féll, en þeint barst liðsauki frá Isa- firði um klukkan 11 um rnorg- uninn. Björgunarsveitarmenn þaðan komu með leitarhunda með sér og gekk leitin mun greiðar eftir kontu þeirra. Hundruðir björgunarsveitar- manna víðs vegar að af landinu, bættust í hópinn er leið á daginn auk fjölmargra leitarhunda. Þá komu læknar, hjúkrunarfólk, fólk sem sérhæft er í áfalla- hjálp, alls á sjöunda hundrað manns. Leitarstarfi, sem var mjög erfitt sökunt þungs snjós og aftakaveðurs, lauk síðdegis á föstudag. 21 íbúi komst úr flóðinu af eigin rantmleik eða með aðstoð nágranna áður en formlegt leitarstarf hófst, fjórum var bjargað úr rústum húsanna en tuttugu létust eins og áður sagði, tíu karlar, sex konur og fjögur börn. Eyðileggingin á Flateyri er gífurleg, fjöldi húsa er með öllu horfinn og önnur meira og minna skemmd. Talið er að eignartjón nemi 200-300 mill- jónum króna og er þá miðað við að tjónabætur Viðlaga- trygginar íslands vegna snjó- flóðsins í Súðavík í janúar, námu rúmum 180 milljónum króna, með kostnaði við hreins- un. Ljóst er að mikið starf er framundan við hreinsun húsa- rústa, björgun muna fólks sem og að forða eignurn frá frekara tjóni. Sjá einnig fréttir af snjó- flóðinu á Flateyri og afleiðing- um þess á blaðsíðum: 2, 3, 7, 8, 9, 10, 11, 12 og 16 auk ritstjórnargreinar á blaðsíðu 4. AUGLÝSINGAR • ÁSKRIFT • RITSTJÓRN • ÍT 456 4560 • FAX ‘ZT 456 4564

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.