Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 3
Nýrra leiða leitaó við mat á snjóflóóahættu Ekki rétt að miða við snjó- flóðasögu hvers staðar STARFSHÓPUR stærð- fræðinga og verkfræðinga við Háskóla íslands hefur frá því í júní síðastliðnum unnið að sérstöku verkefni við að leggja mat á meðaltíðni snjóflóða og að þróun reikningsaðferða til að geta sagt til um skriðlengd flóða. Leggja á kapp á að hraða þeim hluta vinnunnar sem snýr að lengd snjóflóða svo unnt verði að nýta niðurstöðurnar strax í vetur á snjóflóða- svæðum, en tilgangurinn er að finna leiðir til að bæta snjó- flóðaspár hérlendis. Kveikjan að þessu starfi, sem unnið er að beiðni Veðurstofu íslands og Almannavama rík- isins, var sú að rnenn áttuðu sig á því í kjölfar Súðavíkur- slyssins, að það væri ekki rétt að miða eingöngu við snjó- flóðasögu hvers staðar fyrir sig, heldur þyrftu menn að geta fært upplýsingar um flóð á milli byggðarlaga. í kjölfar snjó- flóðsins á Flateyri í síðustu viku, ákvað starfshópurinn að leggja kapp á að koma stigaút- reikningum í það horf að hægt yrði að reikna út nýjar hættu- línur fyrir einstök byggðarlög, þannig að unnt yrði að nýta niðurstöðurnar strax á þessum vetri. Annar hluti verkefnis starfs- hópsins er að reikna út endur- komutíma snjóflóða þ.e.a.s. þann tíma sem líður á milli flóða, en lengra mun vera í land þar til þær niðurstöður liggi fyrir. Stórt srtjóf/óð féll á mi/li Norðureyrar og Selárdals í Súgandafirði SNJÓFLÓÐ, féll úr hlíðinni milli Norðureyrar og Selárdals í Súgandafirði á ellefta tíman- um á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Snjóflóðið mynd- aði flóðbylgju sem talin er hafa verið 6-7 metra há, og olli hún talsverðum skemmdum á bát- um og hafnargarðinum á Suð- ureyri auk þess sem hún drap fjölda fjár sem höfðu leitað skjóls fyrir óveðrinu í gömlu sundlauginni, sem stendur neðan við þjóðveginn fyrir miðjum firðinum. Flóðbylgjan fór þvert yfir fjörðinn og upp á land þar sem hún flæddi inn í gömlu sund- laug þeirra Súgfirðinga og þaðan upp á veg sem er í um 15 metra hæð frá sjávarborði. Inni í sundlauginni var tjöldi fjár sem leitað hafði skjóls fyrir óveðrinu, og drapst það allt. Fannst féð, sem var í eigu þeirra bænda að Botni í Súgandafirði, á víð og dreif um fjöruna. Flóð- aldan hélt síðan áfram út með firðinum og stöðvaðist ekki fyrr en á hafnargarðinum á Suðureyri, þar sem hún olli talsverðum skemmdum. Tveir bátar slitnuðu frá bryggju og sökk annar þeirra í höfninni. Hann náðist á þurrt eftir há- degi sama dag og er mikið skemmdur. Engin slasaðist í þessum hamförum. Flóðbylgjan skall einnig á 18 tonna jarðýtu sem stóð við hús Orkubús Vestfjarða og færði hana um 10-15 metra. Þá fletti flóðbylgjan klæðingu af hluta þjóðvegarins til Suður- eyrar. I kjölfar þessarar ham- fara ákvað almannavarnanefnd Suðureyrar að rýma tíu íbúðir sem stóðu næst sjónum, auk Flóðbylgjan sem snjóflóðió olli fórþvertyfir fjörðinn, og skaiiá hafnarsvæóinu sem og á stórum hiuta vegarins frá Suðureyri og inn eftirmiðjum Súgandafirði. þess sem öll umferð unt neðstu að falla úr Norðureyrargili sem snjóflóðið féll og sást ekki yfir götur kauptúnsins var bönnuð síðan myndaði flóðbylgju sem fjörðinn og var því ekki hægt og börnunt var bannað að vera færi beint á kauptúnið. Sá ótti að staðsetja snjóflóðið ná- úti fyrir. Var það gert af ótta varð ekki að veruleika. Von- kvæmlega. við annað snjóflóð, sem kynni skuveður vará Suðureyri þegar Kr. 790,- M2 Siðustu forvöð ný veggfóðursbók Ægifögur - Stærð 120x200 Stærð 170x230 GOTT VERÐ KR. 9.316,- kr . 12.586,- METRÓ - ÁRAL HF. - MJALLARGÖTU 1 Sími 456 4644 Krístján syngur fyrír Flat- eyrínga Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, hefur ákveóió að halda tvenna einsöngstón- leika með Sinfóníu- hljómsveit íslands í maí á næsta ári og mun ágóði af öðrum tónleikunum renna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins á Flateyri. Með þessu vill Kristján taka þátt í að leggja fólkinu á Flateyri hjálparhönd, eins og hann sagði í samtali við Morgunblaðið. Látinna minnst á Aiþingi Alþingismenn minnt- ust þeirra sem létust í snjóflóðinu á Flateyri og vottuóu syrgjendum samúð, er Alþingi kom saman til fundar á mánudag. Ragnar Arnalds, varaforseti Alþingis, flutti minning- arorð og sagði m.a. að vonandi væri syrgjend- um einhver huggun í samúð þeirra sem fjær standa og vitneskjunni um það að bæói hér á landi og erlendis, beindust hugir manna til þeirra í löngun til að styrkja þá í orði og verki. 183 miiij- ónir höfðu safnast í gær Á hádegi í gær höfðu rúmlega 183 milljónir króna safnast í söfn- uninni „Samhugur í verki” sem fjölmiðlar landsins hafa staðið fyrir undanfarna daga. Er sú upphæð langt fram úr björtustu vonum, ekki síst miðað vió skamman undir- búningstíma söfnun- arinnar. Formlegri söfnun á vegum fjöl- miðla er lokið en tekið verður við framlögum á söfnunarreikningi nr. 1183-26-800 í Spari- sjóði Önundarfjarðar út allan nóvembermánuð, auk þess sem hægt verður að leggja fram- lög inn á símanúmer söfnunarinnar 800- 5050, jafn lengi. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 3

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.