Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 9
Snjóflóöiö á Flateyrí Yfir 600 björgunarsveitarmenn, iæknar, hjúkrunarfóik og sjáifboðaiiðar komu til starfa á Fiateyri. Hérmá sjá íbúðarhús Einars Odds Kristjánssonar, aiþingismanns, Sóibakka, en það skemmdist nokkuð afvöidum þrýstibyigju snjófióðsins. Neðst á myndinni má sjá í hjóibarða Pajero jeppa Einars Odds, sem þeyttist frá húsinu og niður í ión. Mikiar skemmdir urðu á mörgum íbúðarhúsum á Fiateyri, öðrum en þeim sem gjöreyðiiögðust. Hér má sjá inn í eitt þeirra, aiit á tjá og tundri og snjór útum aiit. Taiið erað eignatjón af vöidum f/óðsins kunni að nema 200-300 miiijónum króna. Hér var einu sinni eidhús fjöiskyidu einnar á Fiateyri. Eftir fióðið var aðkoman eins og hér sést. Stéttbakur llutti björgunarlið og teitarhunti Nítján björgunarsveitarmenn með leitarhund voru sendir frá Patreksfirði til Flateyrar með togaranum Sléttbak EA, sem hafði leitað vars utan við Patreksfjörð á fimmtudag í síðustu viku. Skipið lagði af stað frá Patreksfirði um kl. 10 um morguninn og kom á áfangastað um kvöldmatarleytið. Siglingin tók um sjö klukkustundir í stað þriggja og hálfs tíma við venjulegar aðstæður. Um sex huntiruð manns komu tit hjatpar Um 600 manns voru fluttir til Flateyrar til hinna ýmsu björgunar- og hjálparstarfa í kjölfar snjóflóðsins mikla sem féll á kauptúnið aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Hátt í tveir tugir lækna og hjúkrunarfræðinga voru sendir frá Reykjavík strax á fimmtudag auk tíu manna hóps á vegum Rauða Kross Islands til fjöldahjálpar, ellefu manna sérþjálfaðrar sveitar slökkviliðsins í Reykjavík, hóps manna þjálfuðum í áfallahjálp, hundruða björgunarsveitarmanna víðs vegar að af landinu. Flestir komu þeir vestur með varðskipunum Ægi og Oðni en hluti lækna og hjúkrunarfólks var fluttur með hinni nýju þyrlu Landhelgisgæslunnar TF- Líf, sem sannaði gildi sitt í þessari lengstu og erfiðustu björgunarferð þyrlunnar til þessa. Huntiarnir unnu otruiegt björgunarstarf Heimamenn á Flateyri hófu leit um leið og þeim barst vitneskja um snjóflóðið en formleg leit hófst um sexleytið sama morgunn. Einn hundur kom strax frá Isafirði til leitar og átti hann ásarnt leitarmönnum erfitt um vik í fyrstu vegna veðurofsans. Um leið og þrír hundar til viðbótar bættust í hópinn, fundust margir hinna týndu á skömmum tíma. Að sögn Snorra Hermannssonar, vettvangsstjóra leitarinnar, unnu hundarnir ótrúlegt björgunarstarf. Hann sagði ennfremur að leitin hefði ekki gengið jafn hratt og hún gerði, hefði þeirra ekki notið við. íbúarnir fiuttir í mötuneyti Kambs Aðstandendur þeirra sem létust í snjóflóðinu á Flateyri og aðrir íbúar kauptúnsins, fengu inni í mötuneyti fiskvinnslunnar Kambs hf., um leið og ljóst var hvað hefði gerst. Þar fengu þeir aðhlynningu og áfallahjálp frá prestum, sálfræðingum og fleirum sem sérhæfðir voru í áfallahjálp auk þess sem fólk huggaði og hughreysti hvort annað. Öllum var gefið að borða á staðnum og lögðu allir sem vettlingi gátu valdið fram vinnu sína við hin ýmsu störf. Mikil sorg ríkti í húsnæði Kambs á fimmtudag en yfirhöfuð tóku menn áfallinu með stillingu. Beðið fyrir Fiateyringum Beðið var fyrir Flateyringum, aðstandendum þeirra og björgunarfólki víðs vegar um land á fimmtudag. Huggunarorð voru flutt í flestum kirkjum landsins að beiðni biskups Islands, herra Ólafs Skúlasonar, þ.á.m. í Dónrkirkjunni í Reykjavík. Meðal annarra syrgjenda þar voru forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og tveir þingmanna Vestfjarða, þeir Einar Oddur Kristjánsson og Einar K. Guðfinnsson. Samkomuhaitii víða afiýst Samkomuhaldi var aflýst víða um land á fimmtudag í kjölfar hinna hörmulegu atburða á Flateyri. Hinum ýmsu fundum, samkomum og íþróttaviðburðum var aflýst auk þess sem fjölmörg fyrirtæki óskuðu eftir því við RÚV að auglýsingar þeirra yrðu ekki lesnar upp. Rauði Kross Islands frestaði aðalfundi sínum, sem hefjast átti á föstudag, lokahófi þings Verkamannasambands Islands var aflýst og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að tillögu formannsins, Davíðs Oddssonar, að fresta 32. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti 2.-5. nóvember, fram yfir áramót, svo dæmi séu tekin. Árósarháskóii gefur550þúsunti Stjórnendur Arósarháskóla í Danmörku hafa fært Islendingum 550 þúsund íslenskra króna að gjöf vegna snjóflóðsins á Flateyri. Skólayfirvöldum bárust fregnir af atburðinum á fimmtudagsmorgunn, þar sem fjórir Islendingar stunda sálfræðinám við skólann, þar af tvær stúlkur með áfallahjálp sem sérgrein. Þær komu með gjöfina til landsins á mánudag. Stjórn Rauða kross íslands ákvað að veita 20 milljónum króna í svokallaða fyrstu aðstoð við þá sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna, Happdrætti Háskóla Islands gaf 1 milljón króna og svo mætti lengi telja. Ljóst er að hugur landsmanna er með Flateyringum um þessar mundir, líkt og með Súðvíkingum í janúar síðastliðnum. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.