Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 15
verði deild innan fjórðungs- sambandsins líkt og fræðslu- skrifstofan. í dag erum við í raun að elta fólk innan kjör- dæmisins. Það er mjög erfitt til dæmis að festa fjármagn á Hólmavík til þessarar þjónustu, ef sá sem notar hana flytur til Reykhóla, yrði fjármagnið eftir á Hólmavík. I dag geta pening- arnir elt þann sem þarf á þeim að halda. Ef sveitarfélögin hafa ekki samstarf sín á milli, er þetta ekki hægt. Það hvort ég verð áfram í þessu starfi, veltur í raun mikið á því hvort breyting verður á yfirstjórn tnálaflokksins. Ef það verður ofaná er ég tilbúin til að taka þátt í því, en ég er ekki tilbúin til að vera lengur að vinna í einhverju sérkerfi og þurfa ein að berjast fyrir peningum við ráðuneytið. Það fer allt of mikið af dýrmætri orku í það. Það er verið að hræða okkur nteð því að þjónustan versni ef málefni fatiaðra flytjast til sveitarfélaganna, en ég hef ekki trú á að svo verði. Eg hef þá trú að um leið og sveitarfélögin eru orðin ábyrg fyrir rekstrinum og vilja taka þátt í honum, er þjónustan tryggð. En ég vil sjá þetta á kjördæmavísu, því á meðan sveitarféiögin eru svona smá, eru sunt þeirra ekki í stakk búin til að taka við þessari þjónustu. En ég treysti sveitar- félögunum fullkomlega til að taka við málefnum fatlaðra, ef þau vinna saman og hef engar áhyggjur af að þjónustan skerð- ist. Eg er alltaf að sjá betur og betur þær sérstöku aðstæður sem fylgja Svæðisskrifstof- unni. Þetta er sérapparat, al- farið rekið af ríkinu. Við erum að sinna ákveðnum hópi fólks sem á það eitt sameiginlegt að vera fatlað á einhvem hátt, en er að öðru leyti alveg eins og ég og þú. Það býr við ákveðna fötiun og fer þar af leiðandi inn í sérkerfi, sem aftur gerir því mjög erfitt að fá þjónustu í almenna kerfinu vegna þess að sérkerfið á að sinna fólkinu. Með allri þessari hröðu upp- byggingu í málefnum fatlaðra höfum við misst sjónar á aðal- atriðinu, sem er hvað hentar fötluðum best. Þeir eru öruggir inni sérkerfinu og hafa fengið þar góða þjónustu. Eðlilega er þetta fólk hrætt um sinn hag þegar sveitarfélögin taka við málefnum þeirra, því þau hafa litla sem enga reynslu af þjónustu sveitarfélaganna.” Skortur á varaafli hjá Orkubúi Vestfjarða veldur búsifj- um f matvælaframleiðslu GjaHskrá hækkar vk) nýia varaaflstöð RAFMAGNSNOTENDUR á þjónustusvæði Orkubús Vestfjarða eru orðnir langþreyttir á því ófremdarástandi sem ríkir í rafmagnsmálum svæðisins, en skortur á varaafli hefurmeðal annarsvaldið matvælaframleiðslu- fyrirtækjum töluverðum þúsifjum. Munu nokkur fyrir- tæki vera að skoða möguleika á að tryggja sér vararaf- orku af sjálfsdáðum, en það getur kostað hvert fyrir- tæki allt uþþ í fjórar milljónir króna. Kristján Haraldsson, orkuþússtjóri sagði í samtali við þlaðið að vissulega væri hægt að fá nýja varaaflstöð, en þá þyrfti að koma tii gjaldskrárhækkana. „Þetta er sþurning um hvort notendurvilja borgahærraverðfyrir tryggari orku, eða hvort þeir vilji hafa þetta eins og nú er,” sagði Kristján. Hann sagði jafnframt að Orkubúið ætti eftir að kanna hjá viðskiptavinum sínum hvað þeir vilja, en þá þyrfti líka að upplýsa þá um kostnaðinn. „Við munum skoða þessi mál frá grunni í kjölfar þessara veðra sem hafa verið að ganga yfir okkur. í þessari bilanahrinu sem núna gekk yfir, urðu að mínu viti ekki verulegartruflanir. Varaaflstöðvarvoru keyrðar lungann úr síðustu viku, en línur frá Mjólkárvirkjun brotnuðu mjög illa og eru í lamasessi þó okkur hafi tekist að koma á bráðabirgðatenginu,” sagði Kristján. Um mánaðarverk er að koma línunni í samt horf. Heildardíselafl á Vestfjörðum miðast við það að ekki þurfi að grípa til skömmtunar, þó svo Landsvirkjun geti ekki afhent rafmagn um vesturlínu. Enginn landshluti býr við jafnmikið varaafl og Vestfirðir gera, að sögn Kristjáns. Halldór Jónsson hjá Rit hf., sagði að fyrirtæki í matvælaframleiðslu hefðu orðið fyrir fjárhagslegum skaða vegna skorts á varaafli og að hann teldi nauðsyn- legt að koma upp nýrri varaaflstöð fyrir áramót.,,í hefðbundnu árferði myndi ég segja að menn þyrftu að vera komnir með stöð fyrir áramót. Ég hef uþþlýsingar um það að það á að vera hægt ef vilji er fyrir hendi. Meðhöndlun hráefnis er orðin miklu viðkvæmari en áður var, kröfur hafa alltaf verið að aukast. Einn til tveir dagarskiptu ekki máli áður, en í dag er þetta sþurning um einhverja klukkutíma. Það má ekkert út af bregða og okkur þykir að Orkubúið hafi ekki fylgt þeirri þróun sem hefur orðið á undanförnum árum. Hér vantar varaafl og atvinnureksturinn má ekki við því að missa úr rafmagn,” sagði Halldór. Stjórn Orkubús Vestfjarða mun koma saman í þessari viku og fjalla um þessi mál, en bæjarráð ísafjarðar hefur sent stjórn Orkubúsins áskorun um að koma varaaflsmálum á ísafirði í lag sem fyrst. Félagsmálaráðherra leggur fram frumvarp um sam- einingu S/éttuhrepps og ísafjarðarkaupstaðar Mkilvægt að svæðið teng- ist ísafirði sQórnskipulega FÉLAGSMÁLARÁÐ- HERRA, Páll Pétursson, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sameiningu Sléttuhrepps og ísafjarðar- kaupstaðar. Sléttuhreppur er eina sveitarfélagið á landinu sem er í eyði, en hreppurinn fór í eyði á 6. áratugnum eins og Grunnavíkurhreppur, sem var sameinaður Snæ- tjallahreppi árið 1963, sem aftur var sameinaður ísa- fjarðarkaupstað á síðasta ári. I greinargerð með frum- varpinu segir að í Sléttuhreppi sé friðland og að svæðið sé á náttúruminjaskrá og einnig séu þar hús sem notuð eru sem sumarbústaðir. Jafnframt hafi kotnið fram hjá embætti Skipu- lagsstjóra ríkisins að nokkrir landeigendur í hreppnum hyggi á byggingu sumarbústaða, en þar sem engin íbúi sé í hrepp- num, sé þar engin sveitarstjórn og því hafi skapast ýmis vanda- mál sem varði stjómsýslulega meðferð mála á svæðinu, m.a. varðandi umsóknir um bygg- ingarleyfi. Þá segir í greinargerðinni að í Sléttuhreppi og fyrrum Snæ- fjallahreppi verði í framtíðinni vinsælt útivistar- og ferða- mannasvæði, því sé mjög mikilvægt að þetta svæði tengist stjórnskipulega ísa- fjarðarkaupstað, þannig að tryggt sé að við nýtingu þess verði hafðirhuga sameiginlegir hagsmunir byggðanna á norð- anverðum Vestfjörðum. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 15

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.