Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 10
Snjóflóðið á Flateyrí Samúðarkveðjur berastvíðaað Fjölmargar samúðarkveðjur hafa borist til íslensku þjóðarinnar erlendis, frá, vegna hörmunganna á Flateyri. Færeyska landstjórnin sendi ríkisstjórn íslands samúðar- skeyti vegna slyssins strax á fimmtudag og fleiri bættust við í kjölfarið. Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar send Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, samúðarkveðjur, auk þess sem samúðarkveðjur bárust frá Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, norsku konungs- hjónunum, Jóhannesi Páli II páfa, forsætisráðherrum Danmerkur og Eistlands, lögmanni Færeyja, ríkisstjórn Argentínu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, svo dæmi séu nefnd. Á þriðja tug Ftateyringa tit Reykjavíkur Tuttugu og fjórir Flateyringar, ásamt læknum, hjúkrunar- fólki og nokkrum björgunarsveitarmönnum, voru fluttir með varðskipinu Ægir frá Flateyri á fímmtudagskvöld og kom skipið til Reykjavíkur um hádegisbil á föstudag. Þar tóku ættingjar og vinir á móti þeim og voru endurfundimir hlaðnir tilfinningum, í senn sorg vegna fráfalls ástvina og gleði yfir að heimta sína nánust úr helju snjóflóðsins. Menn þurftu engin orð á hafnarbakkanum, þétt faðmlög og tárvotar kinnar sögðu alla söguna um raunir þessa fólks. Átta konur veðurtepptar íReykjavík Átta konur frá Flateyri, sem voru í hópi 46 kvenna frá Vestfjörðum, sem fóru f fjögurra daga orlofsferð til Glasgow, voru veðurtepptar í Reykjavík frá því sunnudaginn 22. október og þar til á föstudaginn var. I hópi kvennanna frá Flateyri voru konur sem misstu eiginmenn sfna og börn í snjóflóðinu. Sterk viðbrögð frá atmenningi Fyrir síðustu helgi hafði Rauða Kross Islands borist fjöldi gjafa og tilboða um aðstoð frá almenningi vegna snjóflóðsins á Flateyri. Fólk bauð fram íbúðir, föt og mat auk þess sem fjölmargir kontu í fjöldahjálparstöð RKI í Reykjavík, með brauð og kökur fyrir þá sem þar nutu aðstoðar. Að sögn starfsmanns RKI, voru viðbrögð almennings mjög sterk og jafnvel sterkari en eftir snjóflóðið sem féll á Súðavík í janúar og spili þar inní, hversu stutt er frá því slysi. Fjöidi eriendra fréttamanna Mikið var fjallað um snjóflóðið á Flateyri í erlendunt blöðum og sjónvarpsstöðvum. Mest var umfjöllunin í tjölmiðlum á Norðurlöndum og þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. SIóu mörg blaðanna fréttinni upp á forsíðu auk þess sem fjallað var um málið í máli og myndum á innsíðum. Nokkur blaðanna sendu blaðamenn og ljósmyndara til landsins, auk þess sem fréttamaður frá NTB-fréttastofunni norsku kom til landsins. Þá bárust fjölmargar beiðnir til íslenskra fjölmiðla um aðstoð við efnis- og myndaöflun, m.a. til BB, sem sendi myndir víðsvegar um heim. Þrjátfu og sex snjófióð hafa fallió á og við Flateyri sfðustu sextíu árin Slö snlóflóð hafa falllð á líðandi ári SAMKVÆMT skráningu Veðurstofu Islands, hafa 36 snjóflóð fallið á og við Flat- eyri í Önundarfirði frá árinu 1934. Skráningin var gefin út í ágúst síðastliðnum og þar kemur fram að á árunum 1936 til 1989, féllu nítján snjóflóð, en sautján á síðustu sex árum, þ.e. á árunum 1989 til 1995. Fyrsta snjóflóðið sem skráð var, féll 26. október 1934, réttu 61 ári fyrr en flóðið sem féll á Flateyri í síðustu viku. I þessu flóði fórust þrír menn.Að- minnsta kosti ellefu þeirra áttu upptök sín í Skollahvilft, en þaðan féll snjóflóðið í síðustu viku. Síðasta snjóflóð sem vitað er um að hafi fallið úr Skollahvilft, fyrir utan stóra flóðið í síðustu viku, féll 12. nóvember 1991. Það var um 200 metra breitt og stöðvaðist um 30 metra frá húsunum við Ólafstún. Einhvern tímann á árunum 1989-1990, féll flóð rétt utan við Innra-Bæjargil. Það flóð var mjög aurblandað og var aðeins um 50 metra breitt. Flóðið féll við húshorn Goðatúns 14 án þess að skemma húsið. Snjóflóð sem fallið hafa á og við Flateyri síðan þá eru sem hér segir: Dagana 25. -30. janúar 1990 gekk snjóflóðahrina yfir við Flateyri. Mörg snjóflóð féllu úr hlíðinni ofan kauptúnsins, en ekkert þeirra olli skaða. Skráð snjóflóð í þessari hrinu eru fjögur en þau hafa að öllum líkindum verið fleiri. Erfiðlega gekk að skrá þau vegna veðurs og skafrennings. 25. janúar 1990 féll um 250 metra breitt snjóflóð ofan Miðhryggsgils og náði það niður fyrir veginn og lokaði honum um skeið. 28. Janúar 1990 féll um 200 metra breitt flóð neðarlega úr Innra- Bæjargili og stöðvaðist milli snjóflóðavarnarkeilanna. 29. Janúar 1990 féll um 200 metra breitt flóð úr Innra-Bæjargili og náði niður fyrir snjóflóða- varnarkeilurnar. Þann 30. janúar 1990 féll um 300 metra breitt flóð úr sama gili og stöðvaðist rétt ofan kirkjugarðs og í 20-30 metra fjarlægð frá húsinu við Ólafs- tún 2. 17. febrúar 1990 féll um 100 inetra breitt flóð úr Eyrar- fjalli, utan við Flateyri, innan við Klofningshrygg. 5. janúar 1991 féllu þrjú snjóflóð, eitt úr Skollahvilft og tvö úr hlíðinni sjálfri. Þau fóru niður að snjó- flóðavarnarkeilunum. 17. mars 1991 féllu mörg smáflóð í sama farvegi úr Innra-Bæjargili, við fjallsbrún og í hlíðinni og fóru þau niður fyrir snjóflóða- varnarkeilur og niður að raf- línu. Sama dag, féllu mörg smáflóð í sama farvegi úr Skollahvilft, við fjallsbrún og úr hlíðinni. Þau féllu niður á aurkeilur og stöðvuðust um 50 metrum fyrir ofan snjóflóða- varnarkeilurnar. 12. nóvember 1991 féll um 200 metra breitt flóð sem átti upptök sín í Skollahvilft. Það stöðvaðist um 30 metrum frá húsunum við Ólafstún. Það sem af er þessu ári, hafa sex snjóflóð fallið á og við Flateyri, ef snjóflóðið í síðustu viku er ekki talið með. 18. janúar á þessu ári féll um 500 metra breitt flóð úr Litlahryggs- gili og trúlega líka Miðhryggs- gili á milli Hvilftar og Sól- bakka. Flóðið náði fram í sjó og olli flóðbylgju sem menn um borð í togara í höfninni á Flateyri urðu varir við. Flóðið skemmdi raflínuna til Flat- eyrar. Sama dag féll um 200 metra breitt flóð úr Innra- Bæjargili og lenti á snjóflóða- görðunum, mest á ytri garð- inum. Yst náði flóðið að falla yfir garðinn en stór hluti þess féll áfram utan við ytri garðinn. Flóðið skemmdi tvö fbúðar- hús, Ólafstún 14 og Goðatún 14, sem og vatnstank. Þann 22. janúar á þessu ári, féll flóð úr Innra-Bæjargili og fylgdi það innri brún aur- keilunnar neðan gilsins og stöðvaðist rétt ofan við nýju snjóflóðavarnarkeilurnar. 16. mars 1995 féll um 100 metra breitt flóð úr Innra-Bæjargili og fylgdi innri brún aur- keilunnar neðan gilsins og stöðvaðist rétt ofan við nýjustu varnarkeilumar. Daginn eftir féll um 100 metra breitt flóð úr Miðhryggsgili í sjó fram. Flóðið skemmdi gömul útihús við Sólbakka og lokaði vegi. Daginneftir, 18.marsféllsíðan um 100 metra breitt flóð úr Innra-Bæjargili og fylgdi innri brún aurkeilunnar neðan gilsins og stöðvaðist ofan við nýjustu snjóflóðavarnarkeilurnar. Forseti ísiands Okkur er orða vant VIGDIS Finnbogadóttir, forseti Islands, flutti íslensku þjóðinni ávarpsorð á fimmtudag í síðustu viku, vegna þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér á Flateyri nóttina áður. I Ríkissjónvarpinu sagði hún meðal annars: „Okkur er orða vant, Islendingum öllum, þegar við í dag horfumst í augu við afleiðingar miskunnarlausra náttúruhamfara, en um leið finnum við hvað við erum nákomin hvert öðru, hve þétt við stöndum saman þegar raunir ber að höndum. Við erum öll nú hverja stund með hugann hjá þeim sem hafa orðiðfyrir þungbœrum raunum. Sorg þeirra er okkar sorg.” I lok ávarps síns sagði forsetinn: ,,Eg bið blessunar öllum þeim sem fyrir áföllum hafa orðið og megi blessun fylgja þeim sem nú leggja sig fram við björgun.” Vigdís Finnbogadóttir, forseti ísiands. 10 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.